Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2025 09:30 Oliver Bearman talaði kannski aðeins af sér á blaðamannafundi fyrir sitt fyrsta tímabil sem fastráðinn formúlu 1 ökumaður. Getty/Clive Mason Breski ökuþórinn Ollie Bearman missti svolítið út úr sér á blaðamannafundi fyrir formúlu 1 tímabilið. Hinn nítján ára gamli Bearman mun keyra fyrir Haas liðið en hann tók þátt í þremur keppnum á síðasta tímabili. Nú hefur hann fengið fastráðningu hjá liðinu og því fylgja fjölmiðlaviðtöl. Í einu slíku varð honum kannski á í messunni. „Ég féll á fyrsta ökuprófinu mínu og náði því ekki fyrr en í annarri tilraun,“ sagði Ollie Bearman en bætti svo við. „Ég hefði kannski ekki átt að segja þetta,“ sagði táningurinn og brosti. Hann var auðvitað spurður út í hvað það var sem felldi hann á prófinu. Þetta var nefnilega í verklega prófinu sem hann féll en ekki í því skriflega sem margir hér heima eiga í vandræðum með. „Ég stoppaði ekki við stöðvunarskyldu. Ég keyrði samt ekkert á fullu yfir. Ég hægði á mér en hélt síðan áfram. Þú verður að stöðva bílinn algjörlega,“ sagði Bearman. „Það eru engar stöðvunarskyldur á kappakstursbrautinni og þetta var því í fyrsta sinn sem ég sá svona skilti,“ sagði Bearman. „Kannski er þetta dæmigert fyrir okkur ökuþóra,“ sagði Bearman og hélt áfram: „Ég hélt að ég myndi ná prófinu án þess að taka neina ökutíma. Ég hafði líklega rangt fyrir mér þar. Ég passaði því upp á það að fara í nokkra ökutíma fyrir seinna prófið,“ sagði Bearman og brosti. Bearman varð í fyrra yngsti Bretinn til að keyra í formúlu 1 keppni. Eftir keppnina þá fór Lewis Hamilton lofsamlegum orðum um hann og kallaði hann framtíðarstjörnu. Second time's a charm? ✨Ollie Bearman took the classic racing driver approach to passing his driving test... 😂#F175LIVE pic.twitter.com/XPEGG1CFUo— Formula 1 (@F1) February 18, 2025 Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Hinn nítján ára gamli Bearman mun keyra fyrir Haas liðið en hann tók þátt í þremur keppnum á síðasta tímabili. Nú hefur hann fengið fastráðningu hjá liðinu og því fylgja fjölmiðlaviðtöl. Í einu slíku varð honum kannski á í messunni. „Ég féll á fyrsta ökuprófinu mínu og náði því ekki fyrr en í annarri tilraun,“ sagði Ollie Bearman en bætti svo við. „Ég hefði kannski ekki átt að segja þetta,“ sagði táningurinn og brosti. Hann var auðvitað spurður út í hvað það var sem felldi hann á prófinu. Þetta var nefnilega í verklega prófinu sem hann féll en ekki í því skriflega sem margir hér heima eiga í vandræðum með. „Ég stoppaði ekki við stöðvunarskyldu. Ég keyrði samt ekkert á fullu yfir. Ég hægði á mér en hélt síðan áfram. Þú verður að stöðva bílinn algjörlega,“ sagði Bearman. „Það eru engar stöðvunarskyldur á kappakstursbrautinni og þetta var því í fyrsta sinn sem ég sá svona skilti,“ sagði Bearman. „Kannski er þetta dæmigert fyrir okkur ökuþóra,“ sagði Bearman og hélt áfram: „Ég hélt að ég myndi ná prófinu án þess að taka neina ökutíma. Ég hafði líklega rangt fyrir mér þar. Ég passaði því upp á það að fara í nokkra ökutíma fyrir seinna prófið,“ sagði Bearman og brosti. Bearman varð í fyrra yngsti Bretinn til að keyra í formúlu 1 keppni. Eftir keppnina þá fór Lewis Hamilton lofsamlegum orðum um hann og kallaði hann framtíðarstjörnu. Second time's a charm? ✨Ollie Bearman took the classic racing driver approach to passing his driving test... 😂#F175LIVE pic.twitter.com/XPEGG1CFUo— Formula 1 (@F1) February 18, 2025
Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira