Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Rakel Sveinsdóttir skrifar 17. febrúar 2025 07:01 Það er hætt við því að ekki sé skipt út í framkvæmdastjórateymum vegna þess að fyrri árangur er svo góður. En hvernig lítur morgundagurinn út? Og hvaða vísbendingar geta forstjórar horft til sem merki um að nú sé mögulega kominn tími á að skipta út í stjórnendateyminu? Vísir/Getty Í íþróttunum er ekkert óalgengt að við sjáum tíð skipti á þjálfurum. Enda ekkert sem segir að sá sem eitt sinn taldist besti þjálfarinn fyrir liðið, sé endilega sá besti fyrir komandi tíma og misseri. Það sama á við um framkvæmdastjórateymin; Þar þarf stundum að skipta út stjórnendum. Þótt viðkomandi hafi staðið sig frábærlega, átt mikinn þátt í þeirri velgengni sem hefur náðst, er á besta aldri og vel liðinn. En er nú einfaldlega kominn á tíma sem rétti stjórnandinn. Sem getur verið erfið staða fyrir forstjóra eða æðstu stjórnendur að horfast í augu við. Því oft blindar það okkur, að horfa á þann árangur sem hefur náðst í stað þess að horfa til þess árangurs sem nú þarf að nást. Það sem forstjórar og stjórnir þurfa hins vegar að horfa til er að sá sem er í brúnni og/eða að fólkið í framkvæmdastjórnarhlutverkunum, séu bestu einstaklingarnir fyrir morgundaginn, óháð gærdeginum. Þetta á auðvitað jafnt við um forstjórann sjálfan og framkvæmdastjórateymið. Í dag ætlum við hins vegar að rýna í vísbendingar sem hver um sig geta verið merki um að nú sé kominn tími til að skipta einhverjum út í framkvæmdastjórateyminu. Minni metnaður í ráðningum Það er oft sagt að góður stjórnandi leitist við að vera með fólk í kringum sig sem er betri en hann/hún sjálfur. Enda hræðist sterkur leiðtogi það ekki að vera með besta fólkið í kringum sig; þvert á móti, falast bestu stjórnendurnir eftir því að ráða inn fólk sem er líklegt til að bæta við þekkingu eða reynslu við stjórnandann sjálfan og liðsheildina. Þegar ráðningar stjórnanda byggja mest á að ráða fólk með þekkingu og reynslu sem þegar er til staðar, þarf mögulega að endurmeta stöðu stjórnandans sjálfs. Framsýnin virðist þverrandi Stjórnandi á að vera framsýnn og hluti af starfi stjórnandans er að horfa alltaf til framtíðar. Þannig leiðir stjórnandinn á stefnumótandi hátt. Þegar þessi framsýni virðist þverrandi, aukast líkurnar á að oftar þurfi að slökkva brennandi elda eða að viðkomandi sé í sífellu að bregðast við vandamálum. Teymið ekki með skýra sýn Ef sú staða kemur upp að teymi stjórnandans virðist varla vita í hvaða átt er verið að fara, er komin sterk vísbending um að nú sé tími til að skipta út stjórnandanum. Nær ekki að stækka með félaginu Sú staða getur líka komið upp að stjórnandi sem átti stóran þátt í vexti og velgengi félagsins, stækkar einfaldlega ekki með fyrirtækinu. Umhverfið breytist líka þegar fyrirtæki stækka. Sumt verður flóknara og þyngra í vöfum en áður og svo framvegis. Fyrir suma stjórnendur þýðir þetta einfaldlega að vinnuumhverfið sem áður var, átti betur við viðkomandi. Önnum kafinn en staðnaður Stjórnandi þróast í sínum verkefnum og störfum. Enda eðlilegt því það er alltaf verið að horfa til framtíðar. Stjórnandi sem sýnir merki um að geta ekki úthlutað verkefnum, er líklegur til að staðna. Þú ert rekinn….. á samt ekkert endilega við Þótt fyrrgreindar vísbendingar séu augljós merki um að nú þurfi að bregðast við, er ekki þar með sagt að fyrsta skrefið eigi að vera að segja viðkomandi stjórnanda upp. Nei, fyrst og fremst þarf að setjast niður í samtalið og endurgjöfina. Forstjórinn þarf líka að hafa hugrekkið til að líta í eiginn barm; Er eitthvað við þeirra eigin stjórnarhætti sem þarf að laga? Er stefnan óskýr? Eða eru væntingarnar til stjórnandans óskýrar? Eða hefur kannski eitthvað breyst, sem gerir það að verkum að það sem einu sinni þurfti hvað mest, þarf ekki lengur? Hvers konar framkvæmdastjóri væri besti þjálfarinn fyrir komandi tíma og áskoranir? Stjórnun Mannauðsmál Vinnustaðurinn Góðu ráðin Tengdar fréttir Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Það er ekkert óalgengt að fólk hætti í vinnunni sinni því það fílar ekki yfirmanninn. Enda löngum vitað að stjórnendur eru mishæfir til starfa. 7. febrúar 2025 07:01 „Þar eru leiðtogar sem virðast hafa eitthvað extra“ „Það gerist oft í krísum að við áttum okkur á því að mögulega þarf vinnustaður að breyta vinnustaðamenningunni. Því það er í krísum sem við áttum okkur á því hvað hjá okkur er ekki að virka,“ segir Eyþór Eðvarðsson stjórnendaþjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. 14. febrúar 2024 07:00 Leiðtogaþjálfun: „Þetta er eins og taka til í geymslunni“ „Þetta er eins og taka til í geymslunni; henda út hlutum sem við viljum ekki nota og setja inn nýtt,“ segir Jón Jósafat Björnsson meðal annars um þau tuttugu atriði sem eru nefnd sérstaklega í leiðtogaþjálfun Dale Carnegie, sem unnið var í samvinnu við Marshcall Goldsmiths. 1. mars 2024 07:01 Að vera bestur í teyminu er allt annað en að vera góður stjórnandi Eitt af því sem fólk gerir nánast eins og ósjálfrátt er að tala um yfirmenn sína. Svona eins og það sé partur af því að gefa vinnustaðnum góða eða slæma einkunn. 12. apríl 2024 07:01 Jákvæður stjórnandi getur gert gæfumuninn en fjögur lykilatriði þarf þó til „Við mannfólkið erum yfirleitt fljótari að vinna úr og muna jákvæðar upplýsingar en neikvæðar,“ nefnir Ingrid Kuhlman, leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun, sem dæmi um hvers vegna leiðtogar vinnustaða ættu að leggja áherslu á jákvæða forystu. 5. febrúar 2024 07:00 Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Örgleði (ekki öl-gleði) Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Ungum konum fjölgar í lögreglunni „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Sjá meira
Það sama á við um framkvæmdastjórateymin; Þar þarf stundum að skipta út stjórnendum. Þótt viðkomandi hafi staðið sig frábærlega, átt mikinn þátt í þeirri velgengni sem hefur náðst, er á besta aldri og vel liðinn. En er nú einfaldlega kominn á tíma sem rétti stjórnandinn. Sem getur verið erfið staða fyrir forstjóra eða æðstu stjórnendur að horfast í augu við. Því oft blindar það okkur, að horfa á þann árangur sem hefur náðst í stað þess að horfa til þess árangurs sem nú þarf að nást. Það sem forstjórar og stjórnir þurfa hins vegar að horfa til er að sá sem er í brúnni og/eða að fólkið í framkvæmdastjórnarhlutverkunum, séu bestu einstaklingarnir fyrir morgundaginn, óháð gærdeginum. Þetta á auðvitað jafnt við um forstjórann sjálfan og framkvæmdastjórateymið. Í dag ætlum við hins vegar að rýna í vísbendingar sem hver um sig geta verið merki um að nú sé kominn tími til að skipta einhverjum út í framkvæmdastjórateyminu. Minni metnaður í ráðningum Það er oft sagt að góður stjórnandi leitist við að vera með fólk í kringum sig sem er betri en hann/hún sjálfur. Enda hræðist sterkur leiðtogi það ekki að vera með besta fólkið í kringum sig; þvert á móti, falast bestu stjórnendurnir eftir því að ráða inn fólk sem er líklegt til að bæta við þekkingu eða reynslu við stjórnandann sjálfan og liðsheildina. Þegar ráðningar stjórnanda byggja mest á að ráða fólk með þekkingu og reynslu sem þegar er til staðar, þarf mögulega að endurmeta stöðu stjórnandans sjálfs. Framsýnin virðist þverrandi Stjórnandi á að vera framsýnn og hluti af starfi stjórnandans er að horfa alltaf til framtíðar. Þannig leiðir stjórnandinn á stefnumótandi hátt. Þegar þessi framsýni virðist þverrandi, aukast líkurnar á að oftar þurfi að slökkva brennandi elda eða að viðkomandi sé í sífellu að bregðast við vandamálum. Teymið ekki með skýra sýn Ef sú staða kemur upp að teymi stjórnandans virðist varla vita í hvaða átt er verið að fara, er komin sterk vísbending um að nú sé tími til að skipta út stjórnandanum. Nær ekki að stækka með félaginu Sú staða getur líka komið upp að stjórnandi sem átti stóran þátt í vexti og velgengi félagsins, stækkar einfaldlega ekki með fyrirtækinu. Umhverfið breytist líka þegar fyrirtæki stækka. Sumt verður flóknara og þyngra í vöfum en áður og svo framvegis. Fyrir suma stjórnendur þýðir þetta einfaldlega að vinnuumhverfið sem áður var, átti betur við viðkomandi. Önnum kafinn en staðnaður Stjórnandi þróast í sínum verkefnum og störfum. Enda eðlilegt því það er alltaf verið að horfa til framtíðar. Stjórnandi sem sýnir merki um að geta ekki úthlutað verkefnum, er líklegur til að staðna. Þú ert rekinn….. á samt ekkert endilega við Þótt fyrrgreindar vísbendingar séu augljós merki um að nú þurfi að bregðast við, er ekki þar með sagt að fyrsta skrefið eigi að vera að segja viðkomandi stjórnanda upp. Nei, fyrst og fremst þarf að setjast niður í samtalið og endurgjöfina. Forstjórinn þarf líka að hafa hugrekkið til að líta í eiginn barm; Er eitthvað við þeirra eigin stjórnarhætti sem þarf að laga? Er stefnan óskýr? Eða eru væntingarnar til stjórnandans óskýrar? Eða hefur kannski eitthvað breyst, sem gerir það að verkum að það sem einu sinni þurfti hvað mest, þarf ekki lengur? Hvers konar framkvæmdastjóri væri besti þjálfarinn fyrir komandi tíma og áskoranir?
Stjórnun Mannauðsmál Vinnustaðurinn Góðu ráðin Tengdar fréttir Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Það er ekkert óalgengt að fólk hætti í vinnunni sinni því það fílar ekki yfirmanninn. Enda löngum vitað að stjórnendur eru mishæfir til starfa. 7. febrúar 2025 07:01 „Þar eru leiðtogar sem virðast hafa eitthvað extra“ „Það gerist oft í krísum að við áttum okkur á því að mögulega þarf vinnustaður að breyta vinnustaðamenningunni. Því það er í krísum sem við áttum okkur á því hvað hjá okkur er ekki að virka,“ segir Eyþór Eðvarðsson stjórnendaþjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. 14. febrúar 2024 07:00 Leiðtogaþjálfun: „Þetta er eins og taka til í geymslunni“ „Þetta er eins og taka til í geymslunni; henda út hlutum sem við viljum ekki nota og setja inn nýtt,“ segir Jón Jósafat Björnsson meðal annars um þau tuttugu atriði sem eru nefnd sérstaklega í leiðtogaþjálfun Dale Carnegie, sem unnið var í samvinnu við Marshcall Goldsmiths. 1. mars 2024 07:01 Að vera bestur í teyminu er allt annað en að vera góður stjórnandi Eitt af því sem fólk gerir nánast eins og ósjálfrátt er að tala um yfirmenn sína. Svona eins og það sé partur af því að gefa vinnustaðnum góða eða slæma einkunn. 12. apríl 2024 07:01 Jákvæður stjórnandi getur gert gæfumuninn en fjögur lykilatriði þarf þó til „Við mannfólkið erum yfirleitt fljótari að vinna úr og muna jákvæðar upplýsingar en neikvæðar,“ nefnir Ingrid Kuhlman, leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun, sem dæmi um hvers vegna leiðtogar vinnustaða ættu að leggja áherslu á jákvæða forystu. 5. febrúar 2024 07:00 Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Örgleði (ekki öl-gleði) Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Ungum konum fjölgar í lögreglunni „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Sjá meira
Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Það er ekkert óalgengt að fólk hætti í vinnunni sinni því það fílar ekki yfirmanninn. Enda löngum vitað að stjórnendur eru mishæfir til starfa. 7. febrúar 2025 07:01
„Þar eru leiðtogar sem virðast hafa eitthvað extra“ „Það gerist oft í krísum að við áttum okkur á því að mögulega þarf vinnustaður að breyta vinnustaðamenningunni. Því það er í krísum sem við áttum okkur á því hvað hjá okkur er ekki að virka,“ segir Eyþór Eðvarðsson stjórnendaþjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. 14. febrúar 2024 07:00
Leiðtogaþjálfun: „Þetta er eins og taka til í geymslunni“ „Þetta er eins og taka til í geymslunni; henda út hlutum sem við viljum ekki nota og setja inn nýtt,“ segir Jón Jósafat Björnsson meðal annars um þau tuttugu atriði sem eru nefnd sérstaklega í leiðtogaþjálfun Dale Carnegie, sem unnið var í samvinnu við Marshcall Goldsmiths. 1. mars 2024 07:01
Að vera bestur í teyminu er allt annað en að vera góður stjórnandi Eitt af því sem fólk gerir nánast eins og ósjálfrátt er að tala um yfirmenn sína. Svona eins og það sé partur af því að gefa vinnustaðnum góða eða slæma einkunn. 12. apríl 2024 07:01
Jákvæður stjórnandi getur gert gæfumuninn en fjögur lykilatriði þarf þó til „Við mannfólkið erum yfirleitt fljótari að vinna úr og muna jákvæðar upplýsingar en neikvæðar,“ nefnir Ingrid Kuhlman, leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun, sem dæmi um hvers vegna leiðtogar vinnustaða ættu að leggja áherslu á jákvæða forystu. 5. febrúar 2024 07:00