Handbolti

Á­tján ára og kominn með 33 marka for­skot á toppnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Baldur Fritz Bjarnason hefur spilað frábærlega í síðustu leikjum ÍR-inga.
Baldur Fritz Bjarnason hefur spilað frábærlega í síðustu leikjum ÍR-inga. @ir_handbolti

ÍR-ingurinn Baldur Fritz Bjarnason er orðinn langmarkahæstur í Olís deild karla í handbolta.

Baldur hefur skorað 153 mörk í 16 leikjum eða 9,6 mörk að meðaltali í leik. Hann er nú kominn með 33 marka forskot á næsta mann sem er Framarinn Reynir Þór Stefánsson með 120 mörk í 16 leikjum eða 7,5 mörk að meðaltali í leik.

Baldur hefur byrjað nýtt ár með miklum krafti. Hann skoraði 13 mörk úr 19 skotum (68%) á móti KA um helgina og var með 14 mörk úr 18 skotum (78%) á móti Aftureldingu.

Hann skoraði síðan 13 mörk úr 21 skoti á móti Haukum (62%) í síðasta leik ÍR fyrir jóla og HM-frí.

Baldur hefur því skorað 13,3 mörk að meðaltali í leik í síðustu þremur deildarleikjum og með því hækkað meðalskor sitt á öllu tímabilinu úr 8,7 mörkum í leik í 9,6 mörk í leik.

Baldur hefur skorað 42 marka sinna úr vítum og er ekki með flest mörk utan af velli. Reynir Þór hefur skorað 118 mörk utan af velli eða sjö mörkum meira en Baldur. Sá þriðji til að skora yfir hundrað mörk utan af velli er Haukamaðurinn Skarphéðinn Ívar Einarsson sem hefur skorað öll 104 mörk sín utan af velli.

  • Markahæstir í Olís deild karla 10. febrúar 2025:
  • (Tölur frá HB Statz)
  • 1. Baldur Fritz Bjarnason, ÍR 153/42 víti
  • 2. Reynir Þór Stefánsson, Fram 120/2
  • 3. Birgir Steinn Jónsson, Aftureldingu 107/23
  • 4. Jón Ómar Gíslason, Gróttu 106/34
  • 5. Skarphéðinn Ívar Einarsson, Haukum 104
  • 6. Björgvin Páll Rúnarsson, Fjölni 92/32
  • 7. Úlfar Páll Monsi Þórðarson, Val 91/27
  • 7. Bernard Kristján Darkoh, ÍR 91
  • 9. Dagur Árni Heimisson, KA 82/3
  • 10. Ihor Kopyshynskyi, Aftureldingu 82/5



Fleiri fréttir

Sjá meira


×