Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Kjartan Kjartansson skrifar 10. febrúar 2025 12:16 Daniel Ortega, forseti Níkaragva, (með hljóðnema) við hlið vinar síns Nicolás Maduro, forseta Venesúela. Báðir hafa fært lönd sín lengra og lengra í átt að einræðisríkjum. Vísir/EPA Stjórnvöld í Níkaragva sökuðu kaþólsku kirkjuna um spillingu og barnagirnd rétt eftir að sjónvarpsstöð Páfagarðs birti viðtal við þarlendan biskup sem hefur gagnrýnt þau harðlega. Tugum presta og nunna hefur verið vísað úr Miðameríkulandinu. Viðtal kaþólsku sjónvarpsstöðvarinnar EWTN við Rolandi Álvarez, biskup og einn harðasta gagnrýnanda Daníels Ortega, forseta Níkaragva, fór öfugt ofan í stjórnvöld í heimalandi hans. Níkragvanska utanríkisráðuneytið kallaði Páfagarð „siðspillt barnaníðingsríki“ sem ynni með mykraöflum sem styddu villimennsku, þjóðarmorð og illsku. Páfagarður væri sekur um glæpi gegn mannkyninu. Álvarez var einn fjölmargra andófsmanna sem stjórn Ortega handtók og fangelsaði árið 2022 í kjölfar mótmælaöldu í landinu árið 2018. Á fjórða hundruð manna féllu þegar öryggissveitir Ortega börðu mótmælin niður. Biskupinn var látinn laus eftir árs fangelsisvist í janúar og viðtalið í Páfagarði var það fyrsta eftir að hann varð frjáls maður. Lýsti hann þakklæti fyrir líkamlega og andlega heilsu sína eftir dvölina í fangelsinu og sagðist vongóður fyrir hönd þjóðar sinnar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Færast æ lengra í átt að einræði Undir stjórn gamla kommúnista- og skæruliðaleiðtogans Ortega hefur Níkaragva hneigst lengra og lengra í einræðisátt. Forsetinn lét breyta stjórnarskrá til að gera sjálfum sér kleift að sitja áfram á forsetastóli. Nú síðast lengdi hann kjörtímabil forseta og gerði Rosario Murillo, eiginkonu sína, að „samforseta“ sínum. Murillo hefur verið varaforseti Níkaragva þrátt fyrir að hafa ekki verið kjörin til þess í kosningum. Sérfræðingar segja að breytingum sé ætlað að treysta völd fjölskyldunnar í sessi. Ortega og undirsátar hans hafa verið sakaðir um að notfæra sér stöðu sína til þess að maka krókinn. Þá hefur Ortega-stjórnin gengið hart fram í að bæla niður allt andóf og handtekið stjórnarandstæðinga, blaðamenn og trúarleiðtoga. Fjöldi þeirra hefur verið sviptur ríkisborgararétti og vísað úr landi. Þúsundir til viðbóta hafa flúið land undan kúgununni. Frans páfi hefur á undanförnum mánuðum beðið kaþólikka um að biðja fyrir Níkaragva og kallað eftir uppbyggilegum samræðum. Níkaragva Páfagarður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira
Viðtal kaþólsku sjónvarpsstöðvarinnar EWTN við Rolandi Álvarez, biskup og einn harðasta gagnrýnanda Daníels Ortega, forseta Níkaragva, fór öfugt ofan í stjórnvöld í heimalandi hans. Níkragvanska utanríkisráðuneytið kallaði Páfagarð „siðspillt barnaníðingsríki“ sem ynni með mykraöflum sem styddu villimennsku, þjóðarmorð og illsku. Páfagarður væri sekur um glæpi gegn mannkyninu. Álvarez var einn fjölmargra andófsmanna sem stjórn Ortega handtók og fangelsaði árið 2022 í kjölfar mótmælaöldu í landinu árið 2018. Á fjórða hundruð manna féllu þegar öryggissveitir Ortega börðu mótmælin niður. Biskupinn var látinn laus eftir árs fangelsisvist í janúar og viðtalið í Páfagarði var það fyrsta eftir að hann varð frjáls maður. Lýsti hann þakklæti fyrir líkamlega og andlega heilsu sína eftir dvölina í fangelsinu og sagðist vongóður fyrir hönd þjóðar sinnar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Færast æ lengra í átt að einræði Undir stjórn gamla kommúnista- og skæruliðaleiðtogans Ortega hefur Níkaragva hneigst lengra og lengra í einræðisátt. Forsetinn lét breyta stjórnarskrá til að gera sjálfum sér kleift að sitja áfram á forsetastóli. Nú síðast lengdi hann kjörtímabil forseta og gerði Rosario Murillo, eiginkonu sína, að „samforseta“ sínum. Murillo hefur verið varaforseti Níkaragva þrátt fyrir að hafa ekki verið kjörin til þess í kosningum. Sérfræðingar segja að breytingum sé ætlað að treysta völd fjölskyldunnar í sessi. Ortega og undirsátar hans hafa verið sakaðir um að notfæra sér stöðu sína til þess að maka krókinn. Þá hefur Ortega-stjórnin gengið hart fram í að bæla niður allt andóf og handtekið stjórnarandstæðinga, blaðamenn og trúarleiðtoga. Fjöldi þeirra hefur verið sviptur ríkisborgararétti og vísað úr landi. Þúsundir til viðbóta hafa flúið land undan kúgununni. Frans páfi hefur á undanförnum mánuðum beðið kaþólikka um að biðja fyrir Níkaragva og kallað eftir uppbyggilegum samræðum.
Níkaragva Páfagarður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira