Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2025 09:00 Katla Tryggvadóttir hefur fengið fyrirliðbandið hjá Kristianstads DFF þrátt fyrir ungan aldur og litla reynslu @kristianstadsdff Íslenska landsliðskonan Katla Tryggvadóttir hefur heldur betur unnið sér inn virðingu hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Kristianstad. Þjálfarar Kristianstad hafa ákveðið að gera hana að fyrirliða liðsins á komandi tímabili. Katla er nítján ára gömul en heldur upp á tvítugsafmælið sitt í maí. Katla verður annar fyrirliði Kristianstad ásamt miklum reynslubolta. Katla gerði frábæra hluti með Þrótti í Bestu deildinni sumarið 2023 þegar hún var með átta mörk og fimm stoðsendingar sem skiluðu henni útnefningunni efnilegasti leikmaður deildarinnar. Katla samdi í framhaldinu við Kristianstad og stóð sig afar vel á sínu fyrsta tímabili í suður Svíþjóð. Katla var með sjö mörk og sex stoðsendingar í 24 leikjum og byrjaði þá alla. Katla hefur unnið sér sæti í A-landsliðinu og er í nýjasta hópnum sem var tilkynntur í gær. Hér má sjá myndbandið þegar Kristianstad kynnti Kötlu sem nýjan fyrirliða liðsins. „Við völdum tvo fyrirliða sem eru báðar frábærar persónur innan sem utan vallar. Þær eru báðar miklir leiðtogar en gera það á sinn ólíka hátt,“ sagði þjálfari Kristianstad. Hann talar líka um mikilvægi fyrirliðans sem fyrirmynd og þá sérstaklega þegar kemur að því hvernig viðkomandi leikmaður æfir, mætir tímalega á allar æfingar og viðburði og hvernig hann hvetur áfram sína liðsfélaga. Hinn fyrirliðinn er reynsluboltinn Emma Petrovic sem er ára gömul og hefur spilað með Kristianstad frá árinu 2020. View this post on Instagram A post shared by Kristianstads DFF (@kristianstadsdff) Sænski boltinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Sjá meira
Þjálfarar Kristianstad hafa ákveðið að gera hana að fyrirliða liðsins á komandi tímabili. Katla er nítján ára gömul en heldur upp á tvítugsafmælið sitt í maí. Katla verður annar fyrirliði Kristianstad ásamt miklum reynslubolta. Katla gerði frábæra hluti með Þrótti í Bestu deildinni sumarið 2023 þegar hún var með átta mörk og fimm stoðsendingar sem skiluðu henni útnefningunni efnilegasti leikmaður deildarinnar. Katla samdi í framhaldinu við Kristianstad og stóð sig afar vel á sínu fyrsta tímabili í suður Svíþjóð. Katla var með sjö mörk og sex stoðsendingar í 24 leikjum og byrjaði þá alla. Katla hefur unnið sér sæti í A-landsliðinu og er í nýjasta hópnum sem var tilkynntur í gær. Hér má sjá myndbandið þegar Kristianstad kynnti Kötlu sem nýjan fyrirliða liðsins. „Við völdum tvo fyrirliða sem eru báðar frábærar persónur innan sem utan vallar. Þær eru báðar miklir leiðtogar en gera það á sinn ólíka hátt,“ sagði þjálfari Kristianstad. Hann talar líka um mikilvægi fyrirliðans sem fyrirmynd og þá sérstaklega þegar kemur að því hvernig viðkomandi leikmaður æfir, mætir tímalega á allar æfingar og viðburði og hvernig hann hvetur áfram sína liðsfélaga. Hinn fyrirliðinn er reynsluboltinn Emma Petrovic sem er ára gömul og hefur spilað með Kristianstad frá árinu 2020. View this post on Instagram A post shared by Kristianstads DFF (@kristianstadsdff)
Sænski boltinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Sjá meira