Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2025 14:44 Kolbrún Pálsdóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheillum. Ástandið í Goma í Austur-Kongó er verulega slæmt eftir að borgin féll á dögunum í hendur uppreisnarmanna en þar hafa tugir þúsunda barna búið á götum borgarinnar. Kynferðisofbeldi er algengt en konur og kannski sérstaklega börn eru gífurlega berskjölduð fyrir því. Kolbrún Pálsdóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheillum, hefur ferðast mikið til Goma, þar sem Barnaheill hafa frá 2022 og í samvinnu við Save the Children unnið að því að koma heimilislausum börnum til aðstoðar. Kolbrún segir að í fyrra hafi Save the Children áætlað að um 22 þúsund börn hafi búið á götunni í Goma. Síðan þá er talið að um 120 þúsund börn hafi flúið heimili sín vegna átaka á svæðinu og þar af flúðu mörg þeirra til Goma, þar sem öryggisástandið hafði lengi verið betra en annars staðar í héraðinu. Um tvær milljónir manna hafa búið í Goma en talið er að um milljón til viðbótar hafi flúið þangað á undanförnum mánuðum. Af þessum þremur milljónum er talið að rúmur helmingur séu á barnsaldri, samkvæmt Save the children. Borgin féll þó í hendur uppreisnarmanna M23, sem njóta stuðnings hers Rúanda, í lok janúar. Sjá einnig: Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Síðan þá hafa uppreisnarmennirnir stefnt til suðurs, í átt að borginni Bukavo, sem er höfuðborg Suður-Kivu héraðs. Save the Children eru einnig með viðveru í því héraði, sunnar nærri landamærum Búrúndí. Her Búrúndí hefur sent liðsauka yfir landamærin, her Austur-Kongó til stuðnings. Fjölmargir uppreisnarhópar eru virkir á þessu svæði, sem er mjög ríkt af auðlindum. Enginn er þó öflugri en hópurinn M23 sem myndaður er uppreisnarmönnum sem tilheyra Tútsa-þjóðarbrotinu en þeir hafa ítrekað tekið upp vopn gegn ríkisstjórn Austur-Kongó í marga áratugi. Reyna að koma fótum undir götubörn Eins og áður segir er mikið af götubörnum í Goma en þar hafa Barnaheill og Save the Children unnið að því að finna börn og reyna að finna fjölskyldur þeirra eða ættingja í Goma og sameina þau. Einnig snýr vinnan að því að koma þeim á skólabekk eða í starfsnám. „Þetta er tvítækt markmið,“ segir Kolbrún. „Að sameina þau við fjölskyldur sínar eða finna þeim skjól og hitt er að mennta þau og koma undir þau fótum.“ Kolbrún segir öllum leiðum frá Goma hafa verið lokað en borgin liggur á landamærum Austur-Kongó og Rúanda. Mikill friður hafi lengi ríkt Rúandamegin á meðan ástandið Kongómegin sé mun verra. Kolbrún var í borginni í apríl og fór þá yfir landamærin til Rúanda. „Þetta var eins og svart og hvítt.“ Erfitt að lýsa ástandinu svo fólk skilji Ekkert samband hefur náðst við starfsfólk Barnaheilla í borginni undanfarna daga en sprengja féll nærri skrifstofu samtakanna í síðustu viku og olli þar tjóni. „Ég er búin að senda fyrirspurn um stöðuna en það er ekki hægt að ná í neinn,“ segir Kolbrún. „Þau eru væntanlega bara á ferðinni og að reyna að halda lífi.“ Það sama er upp á teningnum varðandi börnin sem starfsmenn samtakanna hafa verið að aðstoða. Engar fregnir hafa borist af þeim. Hún sendi einnig fyrirspurn til útibúsins í Suður-Kivu en þar ríkir einnig töluverð óreiða vegna framsóknar M23. Þegar Kolbrún ferðaðist til Goma í fyrra segir hún að ástandið hafi verið hræðilegt. „Ég ferðast mjög mikið og sérstaklega um Afríku og þó ég lesi skýrslur um ástandið, var allt annað að koma þangað og sjá ástandið,“ segir hún. „Það er ekki hægt að lýsa þessu eða koma þessu í orð svo fólk skilji það raunverulega.“ Rætt var við Kolbrúnu um ástandið í Goma og götubörnin í Ísland í dag síðasta sumar. Ellefu ára stúlkur með eigin börn á götunni Eins og áður segir er kynferðisofbeldi á svæðinu algengt. Fregnir bárust af því í vikunni að hundruðum kvenfanga hefði verið nauðgað og þær brenndar lifandi í fangelsi í Goma þegar borgin féll í hendur uppreisnarmanna M23. Einn yfirmanna friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna sagði í samtali við blaðamenn að nokkur hundruð konur hefðu verið í fangelsinu. Þeim hefði öllum verið nauðgað og í kjölfarið hafi þær dáið þegar kveikt var í fangelsinu. Kolbrún segir mikla þörf á því að aðstoða ungar stúlkur á götum Goma. Margar séu sjálfar orðnar mæður. „Þarna eru komnar tvær kynslóðir af götubörnum. Ellefu til tólf ára stúlkur með eigin börn á götunni,“ segir hún. „Konur og börn eru ótrúlega útsett fyrir kynferðisofbeldi. Það er engin miskunn.“ Austur-Kongó Hernaður Kynferðisofbeldi Rúanda Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Kolbrún Pálsdóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheillum, hefur ferðast mikið til Goma, þar sem Barnaheill hafa frá 2022 og í samvinnu við Save the Children unnið að því að koma heimilislausum börnum til aðstoðar. Kolbrún segir að í fyrra hafi Save the Children áætlað að um 22 þúsund börn hafi búið á götunni í Goma. Síðan þá er talið að um 120 þúsund börn hafi flúið heimili sín vegna átaka á svæðinu og þar af flúðu mörg þeirra til Goma, þar sem öryggisástandið hafði lengi verið betra en annars staðar í héraðinu. Um tvær milljónir manna hafa búið í Goma en talið er að um milljón til viðbótar hafi flúið þangað á undanförnum mánuðum. Af þessum þremur milljónum er talið að rúmur helmingur séu á barnsaldri, samkvæmt Save the children. Borgin féll þó í hendur uppreisnarmanna M23, sem njóta stuðnings hers Rúanda, í lok janúar. Sjá einnig: Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Síðan þá hafa uppreisnarmennirnir stefnt til suðurs, í átt að borginni Bukavo, sem er höfuðborg Suður-Kivu héraðs. Save the Children eru einnig með viðveru í því héraði, sunnar nærri landamærum Búrúndí. Her Búrúndí hefur sent liðsauka yfir landamærin, her Austur-Kongó til stuðnings. Fjölmargir uppreisnarhópar eru virkir á þessu svæði, sem er mjög ríkt af auðlindum. Enginn er þó öflugri en hópurinn M23 sem myndaður er uppreisnarmönnum sem tilheyra Tútsa-þjóðarbrotinu en þeir hafa ítrekað tekið upp vopn gegn ríkisstjórn Austur-Kongó í marga áratugi. Reyna að koma fótum undir götubörn Eins og áður segir er mikið af götubörnum í Goma en þar hafa Barnaheill og Save the Children unnið að því að finna börn og reyna að finna fjölskyldur þeirra eða ættingja í Goma og sameina þau. Einnig snýr vinnan að því að koma þeim á skólabekk eða í starfsnám. „Þetta er tvítækt markmið,“ segir Kolbrún. „Að sameina þau við fjölskyldur sínar eða finna þeim skjól og hitt er að mennta þau og koma undir þau fótum.“ Kolbrún segir öllum leiðum frá Goma hafa verið lokað en borgin liggur á landamærum Austur-Kongó og Rúanda. Mikill friður hafi lengi ríkt Rúandamegin á meðan ástandið Kongómegin sé mun verra. Kolbrún var í borginni í apríl og fór þá yfir landamærin til Rúanda. „Þetta var eins og svart og hvítt.“ Erfitt að lýsa ástandinu svo fólk skilji Ekkert samband hefur náðst við starfsfólk Barnaheilla í borginni undanfarna daga en sprengja féll nærri skrifstofu samtakanna í síðustu viku og olli þar tjóni. „Ég er búin að senda fyrirspurn um stöðuna en það er ekki hægt að ná í neinn,“ segir Kolbrún. „Þau eru væntanlega bara á ferðinni og að reyna að halda lífi.“ Það sama er upp á teningnum varðandi börnin sem starfsmenn samtakanna hafa verið að aðstoða. Engar fregnir hafa borist af þeim. Hún sendi einnig fyrirspurn til útibúsins í Suður-Kivu en þar ríkir einnig töluverð óreiða vegna framsóknar M23. Þegar Kolbrún ferðaðist til Goma í fyrra segir hún að ástandið hafi verið hræðilegt. „Ég ferðast mjög mikið og sérstaklega um Afríku og þó ég lesi skýrslur um ástandið, var allt annað að koma þangað og sjá ástandið,“ segir hún. „Það er ekki hægt að lýsa þessu eða koma þessu í orð svo fólk skilji það raunverulega.“ Rætt var við Kolbrúnu um ástandið í Goma og götubörnin í Ísland í dag síðasta sumar. Ellefu ára stúlkur með eigin börn á götunni Eins og áður segir er kynferðisofbeldi á svæðinu algengt. Fregnir bárust af því í vikunni að hundruðum kvenfanga hefði verið nauðgað og þær brenndar lifandi í fangelsi í Goma þegar borgin féll í hendur uppreisnarmanna M23. Einn yfirmanna friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna sagði í samtali við blaðamenn að nokkur hundruð konur hefðu verið í fangelsinu. Þeim hefði öllum verið nauðgað og í kjölfarið hafi þær dáið þegar kveikt var í fangelsinu. Kolbrún segir mikla þörf á því að aðstoða ungar stúlkur á götum Goma. Margar séu sjálfar orðnar mæður. „Þarna eru komnar tvær kynslóðir af götubörnum. Ellefu til tólf ára stúlkur með eigin börn á götunni,“ segir hún. „Konur og börn eru ótrúlega útsett fyrir kynferðisofbeldi. Það er engin miskunn.“
Austur-Kongó Hernaður Kynferðisofbeldi Rúanda Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira