Handbolti

FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Einar Sverrisson í leik gegn FH-ingum árið 2022.
Einar Sverrisson í leik gegn FH-ingum árið 2022. Vísir/Hulda Margrét

Handknattleiksdeild FH hefur fengið liðsstyrk fyrir seinni hluta tímabilsins í Olís-deild karla í handbolta.

Selfyssingurinn Einar Sverrisson hefur ákveðið að taka skóna fram á nýjan leik og klára tímabilið með FH-ingum. 

Einar, sem er 32 ára gamall, hefur ekkert leikið með Selfyssingum á tímabilinu eftir að liðið féll úr Olís-deildinni á síðasta tímabili. Hann tók sér hvíld frá handbolta eftir að hafa glímt við meiðsli, en hefur nú ákveðið að taka skóna fram á ný.

Einar hefur leikið stærstan hluta ferilsins með uppeldisfélagi sínu á Selfossi og varð Íslandsmeistari með liðinu árið 2019. Á síðasta tímabili lék hann 21 leik fyrir félagið og var markahæstu Selfyssinga með 76 mörk.

Þá er Einar, sem alla jafna leikur í vinstri skyttu, markahæsti leikmaður handknattleiksdeildar Selfoss frá upphafi með 1.204 mörk í 272 leikjum fyrir félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×