Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. janúar 2025 07:58 Lík drengjanna fundust frosin við landamærin. No Name Kitchen/Collettivo Rotte Balcaniche Mannúðarsamtök segja yfirvöld í Búlgaríu hafa hunsað neyðarkall og hindrað sjálfboðaliða í því að bjarga þremur egypskum drengjum sem síðar fundust frosnir til dauða nærri landamærum Búlgaríu og Tyrklands. Samtökin, No Name Kitchen og Collettivo Rotte Balcaniche, hafa sett saman skýrslu um málið. Fjöldi fólks freistar þess að komast til Evrópu um fyrrnefnd landamæri en svæðið er erfitt yfirferðar og ekki síst yfir vetrartímann. Samkvæmt samtökunum var þeim gert viðvart um það 27. desember síðastliðinn að símtöl hefðu borist í neyðarlínu hjáparsamtaka þar sem talað var um þrjá táninga í hættu. Neyðarlínunni bárust hnit til að staðsetja drengina og sjálfboðaliðar gerðu ítrekaðar tilraunir til að koma þeim áfram til viðbragðsaðila. Þá freistuðu þeir þess einnig að komast sjálfir á staðinn. Samtökin segja lögregluyfirvöld hins vegar hafa hindrað för sjálfboðaliðanna, þrátt fyrir að hafa verið sýndar myndir af einum drengjanna í snjónum. Drengirnir þrír, Ahmed Samra, 17 ára, Ahmed Elawdan, 16 ára, og Seifalla Elbeltagy, 15 ára, fundust seinna látnir. Við lík Samra mátti sjá fótspor og hundaspor, sem samtökin segja benda til þess að lögregla hafi fundið drengina lifandi eða liðna en látið þá liggja áfram. Síðar, þegar komið var aftur að líkunum, höfðu sporin verið máð út. Í skýrslunni segir að yfirvöld hafi ítrekað hamlað björgunaraðgerðum sjálfboðaliða. Þeir hafi meðal annars verið áreittir af landamæravörðum og ein kona látin afklæðast á meðan verðirnir leituðu í fórum hennar. Samtökin hafa kallað eftir rannsókn á framgöngu yfirvalda í Búlgaríu í garð flóttafólks og sjálfboðaliða. Guardian fjallar ítarlega um málið. Búlgaría Flóttamenn Mannréttindi Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Sjá meira
Samtökin, No Name Kitchen og Collettivo Rotte Balcaniche, hafa sett saman skýrslu um málið. Fjöldi fólks freistar þess að komast til Evrópu um fyrrnefnd landamæri en svæðið er erfitt yfirferðar og ekki síst yfir vetrartímann. Samkvæmt samtökunum var þeim gert viðvart um það 27. desember síðastliðinn að símtöl hefðu borist í neyðarlínu hjáparsamtaka þar sem talað var um þrjá táninga í hættu. Neyðarlínunni bárust hnit til að staðsetja drengina og sjálfboðaliðar gerðu ítrekaðar tilraunir til að koma þeim áfram til viðbragðsaðila. Þá freistuðu þeir þess einnig að komast sjálfir á staðinn. Samtökin segja lögregluyfirvöld hins vegar hafa hindrað för sjálfboðaliðanna, þrátt fyrir að hafa verið sýndar myndir af einum drengjanna í snjónum. Drengirnir þrír, Ahmed Samra, 17 ára, Ahmed Elawdan, 16 ára, og Seifalla Elbeltagy, 15 ára, fundust seinna látnir. Við lík Samra mátti sjá fótspor og hundaspor, sem samtökin segja benda til þess að lögregla hafi fundið drengina lifandi eða liðna en látið þá liggja áfram. Síðar, þegar komið var aftur að líkunum, höfðu sporin verið máð út. Í skýrslunni segir að yfirvöld hafi ítrekað hamlað björgunaraðgerðum sjálfboðaliða. Þeir hafi meðal annars verið áreittir af landamæravörðum og ein kona látin afklæðast á meðan verðirnir leituðu í fórum hennar. Samtökin hafa kallað eftir rannsókn á framgöngu yfirvalda í Búlgaríu í garð flóttafólks og sjálfboðaliða. Guardian fjallar ítarlega um málið.
Búlgaría Flóttamenn Mannréttindi Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Sjá meira