Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Samúel Karl Ólason skrifar 16. janúar 2025 16:25 Margir hafa fagnað sigri hersins á sveitum RSF í Wad Madani en hermenn hafa þó verið sakaðir um ýmis ódæði gegn fólki á svæðinu. AP/Marwan Ali Yfirmaður hers Súdan hefur sett á laggirnar rannsókn vegna ásakana um að hermenn hafi framið umfangsmikil ódæði í Wad Madani, höfuðborg Gezira-héraðs, eftir að hún féll í hendur hersins á dögunum. Þar áður hafði borgin lengi verið í höndum sveita Rapid Support Forces eða RSF. Abdel Fattah al-Burhan, leiðtogi hersins, lýsti þessu yfir í dag en herinn tók borgina á laugardaginn. Síðan þá hafa hjálparsamtök og starfsmenn Sameinuðu þjóðanna í Súdan sagt fregnir af umfangsmiklum ódæðum gegn íbúum borgarinnar og nærliggjandi þorpa, eins og fram kemur í frétt BBC. Myndefni af meintum ódæðum hermanna hefur einnig verið í dreifingu á samfélagsmiðlum á undanförnum dögum. Eitt þeirra sýnir manni kastað ofan af brú og hann svo skotinn ítrekað. Annað sýnir lík að minnsta kosti þrjátíu manna liggja við vegg. Samkvæmt frétt BBC hefur Burhani stofnað sérstaka nefnd til að rannsaka ásakanirnar gegn hernum í Wad Madani og eiga meðlimir hennar að skila skýrslu til herforingjans eftir viku. Stórvöld og nágrannaríki hafa komið að átökunum í Súdan, eins og farið var yfir í fréttaskýringu um átök á Sahel-svæðinu svokallaða í október. Milljónir standa frammi fyrir hungursneyð Wad Madani er staðsett um 140 kílómetra suðsuðaustur af Khartoum, höfuðborg Súdan, og situr á krossgötum mikilvægra vega í átt að höfuðborginni. Herinn er nú sagður sækja fram í átt að Khartoum. Al-Burhan og Mohamed Hamdan Dagalo, leiðtogi RSF, tóku höndum saman árið 2021 og frömdu valdarán í Súdan. Árið 2023 stóð svo til að innleiða RSF í herinn en Dagalo var mótfallinn því og hófust átök þeirra á milli í kjölfarið. RSF hefur lengi verið með stjórn á Khartoum en hernum hefur vaxið ásmegin á undanförnum mánuðum. Átökin hafa komið verulega niður á almenningi í Súdan og hafa þau verið mjög grimmileg. Báðar fylkingar hafa verið sakaðar um stríðsglæpi og kynferðisofbeldi er mjög umfangsmikið. Um fimmtíu milljónir manna búa í Súdan. Áætlað er að rúmlega helmingur þeirra, eða um 26 milljónir manna, standi frammi fyrir alvarlegum fæðuskorti. Tugir þúsunda eru taldir liggja í valnum og milljónir hafa þurft að flýja heimili sín. Ríkisstjórn Bandaríkjanna beitti Dagalo refsiaðgerðum á dögunum og stendur til að gera slíkt hið sama gegn al-Burhan, samkvæmt frétt Reuters. Súdan Hernaður Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Abdel Fattah al-Burhan, leiðtogi hersins, lýsti þessu yfir í dag en herinn tók borgina á laugardaginn. Síðan þá hafa hjálparsamtök og starfsmenn Sameinuðu þjóðanna í Súdan sagt fregnir af umfangsmiklum ódæðum gegn íbúum borgarinnar og nærliggjandi þorpa, eins og fram kemur í frétt BBC. Myndefni af meintum ódæðum hermanna hefur einnig verið í dreifingu á samfélagsmiðlum á undanförnum dögum. Eitt þeirra sýnir manni kastað ofan af brú og hann svo skotinn ítrekað. Annað sýnir lík að minnsta kosti þrjátíu manna liggja við vegg. Samkvæmt frétt BBC hefur Burhani stofnað sérstaka nefnd til að rannsaka ásakanirnar gegn hernum í Wad Madani og eiga meðlimir hennar að skila skýrslu til herforingjans eftir viku. Stórvöld og nágrannaríki hafa komið að átökunum í Súdan, eins og farið var yfir í fréttaskýringu um átök á Sahel-svæðinu svokallaða í október. Milljónir standa frammi fyrir hungursneyð Wad Madani er staðsett um 140 kílómetra suðsuðaustur af Khartoum, höfuðborg Súdan, og situr á krossgötum mikilvægra vega í átt að höfuðborginni. Herinn er nú sagður sækja fram í átt að Khartoum. Al-Burhan og Mohamed Hamdan Dagalo, leiðtogi RSF, tóku höndum saman árið 2021 og frömdu valdarán í Súdan. Árið 2023 stóð svo til að innleiða RSF í herinn en Dagalo var mótfallinn því og hófust átök þeirra á milli í kjölfarið. RSF hefur lengi verið með stjórn á Khartoum en hernum hefur vaxið ásmegin á undanförnum mánuðum. Átökin hafa komið verulega niður á almenningi í Súdan og hafa þau verið mjög grimmileg. Báðar fylkingar hafa verið sakaðar um stríðsglæpi og kynferðisofbeldi er mjög umfangsmikið. Um fimmtíu milljónir manna búa í Súdan. Áætlað er að rúmlega helmingur þeirra, eða um 26 milljónir manna, standi frammi fyrir alvarlegum fæðuskorti. Tugir þúsunda eru taldir liggja í valnum og milljónir hafa þurft að flýja heimili sín. Ríkisstjórn Bandaríkjanna beitti Dagalo refsiaðgerðum á dögunum og stendur til að gera slíkt hið sama gegn al-Burhan, samkvæmt frétt Reuters.
Súdan Hernaður Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira