„Það er mikið álag og pressa á liðinu, smá meiðsli líka og annað, þannig að ég er bara mjög ánægður...
Fram er auðvitað með hörkulið, helling af landsliðsmönnum og feykilega góðan útlending í markinu. En við erum með góða breidd og ég var ánægður með ungu stelpurnar, þær stóðu sig vel. Ásthildur sem dæmi með góð mörk í horninu, við erum að gefa þessum stelpum tækifæri og þær eru að standa sig vel.
Frammistaðan hjá liðinu heilt yfir góð og vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum á laugardaginn,“ hélt Ágúst áfram.
Valur hefur nú leikið tvo leiki í deild á aðeins fimm dögum og ekki linnir álaginu því framundan er einvígi í sextán liða úrslitum Evrópubikarsins gegn spænska meistaraliðinu frá Malaga.
„Við æfðum vel og þær voru mjög duglegar í pásunni. Standið er bara gott og það er líka okkar [þjálfaranna] að nýta breiddina, hreyfa við liðinu svolítið og það tókst bara fínt í dag. Náðum að hvíla ágætlega í fyrri hálfleik, vorum bara ferskar og áttum mikið á tanknum í lokin.“
Liðið mun fljúga til Spánar í nótt og spila síðdegis á laugardag.
„Klárlega [mikil spenna]. Erum að mæta Spánarmeisturunum og liðinu sem er í efsta sæti þar, en við erum að sama skapi með sannfærandi stöðu í deildinni hér og búnar að vera dóminerandi hérna á Íslandi. Þannig að það verður gaman að máta okkur við þetta lið, við förum full bjartsýni en vitum að við erum að spila á móti feykilega góðu liði,“ sagði Ágúst að lokum.