Erlent

Tvö börn meðal látinna eftir skot­á­rás á veitinga­stað

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Rannsókn stendur nú yfir á vettvangi.
Rannsókn stendur nú yfir á vettvangi. AP/Risto Bozovic

Að minnsta kosti tíu eru látnir, þar á meðal tvö börn, eftir skotárás á veitingastað í borginni Cetinje í vesturhluta Svartfjallalands í kvöld. Lögreglan leitar enn árásarmannsins.

Fréttastofa Reuters greinir frá en samkvæmt lögreglu á svæðinu gekk maður með skotvopn inn á veitingastað í borginni þar sem hann hóf skothríð og banaði minnst tveimur. Er maðurinn gekk út af veitingastaðnum hélt hann skothríð sinni áfram og skaut tvö börn til bana á götunni. 

Meðal þeirra látnu er eigandi veitingastaðarins og tvö börn hans.

Fjórir hið minnsta voru fluttir særðir á sjúkrahús til aðhlynningar. Að sögn lögreglu áttu einhvers konar átök sér stað inni á veitingastaðnum áður en árásarmaðurinn hleypti af skoti. Árásarmaðurinn er 45 ára og er sagður eiga brotaferil að baki. Samkvæmt ríkismiðli Svartfjallalands heitir hann Aco Martinovic sem hefur áður verið handtekinn fyrir ólöglegan vopnaburð.

Árásarmaðurinn flúði vettvang vopnaður og er hans enn leitað af lögreglu á svæðinu. Milojko Spajic, forsætisráðherra Svartfjallalands, hefur fordæmt atvikið og lýst yfri þriggja daga þjóðarsorg. 

Frétt var uppfærð klukkan 22:00. Áður var talið að fjögur hafi látið lífið í árásinni en síðan kom í ljós að fórnarlömbin væru tíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×