Carragher skammar Alexander-Arnold Smári Jökull Jónsson skrifar 1. janúar 2025 11:31 Jamie Carragher er ekki ánægður með Trent Alexander-Arnold og starfslið hans. Vísir/Getty Samningur Trent Alexander-Arnold hjá Liverpool rennur út í sumar og möguleg félagaskipti hans til spænska stórliðsins Real Madrid hafa verið í deiglunni um nokkurt skeið. Liverpool goðsögnin Jamie Carragher er allt annað en sáttur með framkomu Alexander-Arnold gagnvart uppeldisfélaginu. Trent Alexander-Arnold verður samningslaus hjá Liverpool í sumar og getur frá og með deginum í dag byrjað að ræða við önnur félög um félagaskipti þegar samningur hans rennur út. Hann getur þá yfirgefið uppeldisfélagið sitt frítt en samningaviðræður hans við Liverpool hafa engan árangur borið. Real Madrid hefur verið orðað við enska landsliðsmanninn síðan í sumar og á dögunum fullyrti spænski fjölmiðilinn Marca að Alexander-Arnold hefði tilkynnt forráðamönnum Liverpool að hann ætli sér ekki að framlengja samning sinn við félagið. Sögðu nei við fyrirspurn Real Madrid Spænska stórveldið vill hins vegar fá Alexander-Arnold til liðs við sig fyrr en í sumar. Félagið sendi fyrirspurn til Bítlaborgarinnar í gær um möguleg félagskipti strax í janúar og sagðist tilbúið að greiða 25 milljónir punda svo það gæti orðið að veruleika. Forráðamenn Liverpool neituðu fyrirspurninni hins vegar strax og virðast enn vongóðir um að Alexander-Arnold framlengi dvöl sína hjá Liverpool sem situr í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og nú sérfræðingur hjá Skysports, er allt annað en ánægður með leikmanninn og starfslið hans. „Það mikilvægasta fyrir Liverpool árið 2025 er að vinna ensku úrvalsdeildina. Samningur einhvers eða framtíð ætti að standa í vegi fyrir því,“ skrifar Carragher á samfélagsmiðilinn X. Hann skammar síðan Alexander-Arnold og teymi hans vegna fyrirspurnar Real Madrid um möguleg félagaskipti í janúar. „Ég elska Alexander Arnold sem félaga og leikmann, en teymið hans hefur sagt Real Madrid að koma með tilboð og sömuleiðis vitað að því yrði hafnað.“ The most important thing for @LFC in 2025 is winning the #PremierLeague No one’s contract or future should come in the way of that! I love Trent as a lad & a player, but his team would’ve told Real Madrid to bid & also would’ve known LFC would turn it down. It’s to try &…— Jamie Carragher (@Carra23) December 31, 2024 „Þetta er til að geta varið sig þegar hann fer frítt. Þetta er eitthvað sem félagið og stuðningsmenn þurfa ekki á að halda þegar stór leikur er framundan,“ bætir Carragher við en Liverpool á leik gegn Manchester United á sunnudaginn. Spænski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Sjá meira
Trent Alexander-Arnold verður samningslaus hjá Liverpool í sumar og getur frá og með deginum í dag byrjað að ræða við önnur félög um félagaskipti þegar samningur hans rennur út. Hann getur þá yfirgefið uppeldisfélagið sitt frítt en samningaviðræður hans við Liverpool hafa engan árangur borið. Real Madrid hefur verið orðað við enska landsliðsmanninn síðan í sumar og á dögunum fullyrti spænski fjölmiðilinn Marca að Alexander-Arnold hefði tilkynnt forráðamönnum Liverpool að hann ætli sér ekki að framlengja samning sinn við félagið. Sögðu nei við fyrirspurn Real Madrid Spænska stórveldið vill hins vegar fá Alexander-Arnold til liðs við sig fyrr en í sumar. Félagið sendi fyrirspurn til Bítlaborgarinnar í gær um möguleg félagskipti strax í janúar og sagðist tilbúið að greiða 25 milljónir punda svo það gæti orðið að veruleika. Forráðamenn Liverpool neituðu fyrirspurninni hins vegar strax og virðast enn vongóðir um að Alexander-Arnold framlengi dvöl sína hjá Liverpool sem situr í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og nú sérfræðingur hjá Skysports, er allt annað en ánægður með leikmanninn og starfslið hans. „Það mikilvægasta fyrir Liverpool árið 2025 er að vinna ensku úrvalsdeildina. Samningur einhvers eða framtíð ætti að standa í vegi fyrir því,“ skrifar Carragher á samfélagsmiðilinn X. Hann skammar síðan Alexander-Arnold og teymi hans vegna fyrirspurnar Real Madrid um möguleg félagaskipti í janúar. „Ég elska Alexander Arnold sem félaga og leikmann, en teymið hans hefur sagt Real Madrid að koma með tilboð og sömuleiðis vitað að því yrði hafnað.“ The most important thing for @LFC in 2025 is winning the #PremierLeague No one’s contract or future should come in the way of that! I love Trent as a lad & a player, but his team would’ve told Real Madrid to bid & also would’ve known LFC would turn it down. It’s to try &…— Jamie Carragher (@Carra23) December 31, 2024 „Þetta er til að geta varið sig þegar hann fer frítt. Þetta er eitthvað sem félagið og stuðningsmenn þurfa ekki á að halda þegar stór leikur er framundan,“ bætir Carragher við en Liverpool á leik gegn Manchester United á sunnudaginn.
Spænski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Sjá meira