Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 30. desember 2024 11:50 Olíuskipið Eagle S er hluti af rússneskum skuggaflota. AP/Jussi Nukari Grunur leikur á að tuga kílómetra löng slóð sem fannst á hafsbotni tengist mögulegum skemmdarverkum á sæstreng. Finnar rannsaka nú málið. Sæstrengurinn í Eystrasalti sem liggur á milli Finnlands og Eistlands bilaði á jóladagskvöld. Snemma kom upp grunur á að um skemmdarverk væri að ræða. Olíuflutningaskipið Eagle S, sem er hluti af svokölluðum rússneskum „skuggaflota“ sigldi þá óvenju hægt fram hjá strengnum þegar atvikið átti sér stað. Skipið var á leið frá Sankti Pétursborg til Egyptalands. Finnsk yfirvöld grunar að olíuskipið hafi eitthvað að gera með bilunina. Þá fannst löng slóð á hafsbotni. Slóðin er tuga kílómetra löng og gefa vísbendingar til kynna að hún sé eftir akkeri Eagle S sem hafi verið dregið eftir hafsbotninum. Slóðin endaði þar sem skipverjar Eagle S drógu upp akkerið. Finnski ríkismiðillinn Yle greinir frá. „Slóðin endaði þar sem skipið dró upp akkerið. Og frá þeim punkti er slóð í austurátt sem heldur áfram í nokkuð tugi kílómetra, og gæti jafnvel verið nálægt hundrað kílómetrum,“ sagði Sami Paila sem er yfir rannsókninni í samtali við Yle. Finnska rannsóknarstofnun ríkisins er nú um borð skipsins þar sem þeir framkvæma rannsókn. Eagle S er innan landhelgi Finna og er í gildi flugbann í þriggja kílómetra radíus frá skipinu. Slæmt veður var í Finnlandi í gær og því þurfti að fresta rannsókninni. Rannsakendur notuðu kafbáta og neðansjávarmyndavélar til að skoða hafsbotninn. Finnland Sæstrengir Tengdar fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Sæstrengur sem liggur á milli Eistlands og Finnlands er rofinn að sögn forsætisráðherra Finnlands, Petteri Orpo. 25. desember 2024 23:58 Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Innlent Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Sjá meira
Sæstrengurinn í Eystrasalti sem liggur á milli Finnlands og Eistlands bilaði á jóladagskvöld. Snemma kom upp grunur á að um skemmdarverk væri að ræða. Olíuflutningaskipið Eagle S, sem er hluti af svokölluðum rússneskum „skuggaflota“ sigldi þá óvenju hægt fram hjá strengnum þegar atvikið átti sér stað. Skipið var á leið frá Sankti Pétursborg til Egyptalands. Finnsk yfirvöld grunar að olíuskipið hafi eitthvað að gera með bilunina. Þá fannst löng slóð á hafsbotni. Slóðin er tuga kílómetra löng og gefa vísbendingar til kynna að hún sé eftir akkeri Eagle S sem hafi verið dregið eftir hafsbotninum. Slóðin endaði þar sem skipverjar Eagle S drógu upp akkerið. Finnski ríkismiðillinn Yle greinir frá. „Slóðin endaði þar sem skipið dró upp akkerið. Og frá þeim punkti er slóð í austurátt sem heldur áfram í nokkuð tugi kílómetra, og gæti jafnvel verið nálægt hundrað kílómetrum,“ sagði Sami Paila sem er yfir rannsókninni í samtali við Yle. Finnska rannsóknarstofnun ríkisins er nú um borð skipsins þar sem þeir framkvæma rannsókn. Eagle S er innan landhelgi Finna og er í gildi flugbann í þriggja kílómetra radíus frá skipinu. Slæmt veður var í Finnlandi í gær og því þurfti að fresta rannsókninni. Rannsakendur notuðu kafbáta og neðansjávarmyndavélar til að skoða hafsbotninn.
Finnland Sæstrengir Tengdar fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Sæstrengur sem liggur á milli Eistlands og Finnlands er rofinn að sögn forsætisráðherra Finnlands, Petteri Orpo. 25. desember 2024 23:58 Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Innlent Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Sjá meira
Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Sæstrengur sem liggur á milli Eistlands og Finnlands er rofinn að sögn forsætisráðherra Finnlands, Petteri Orpo. 25. desember 2024 23:58