Enski boltinn

Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Liverpool-menn hafa sjö sinnum áður verið í sömu sporum og þeir finna sig nú.
Liverpool-menn hafa sjö sinnum áður verið í sömu sporum og þeir finna sig nú. Catherine Ivill - AMA/Getty Images

Leikmenn Liverpool snæða jólasteikina í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar þetta árið, sem hefur sjö sinnum gerst áður en aðeins einu sinni hefur liðið orðið meistari. Englandsmeistarar Manchester City voru í fimmta sæti á sama tíma í fyrra. 

TalkSport tók tölfræðina saman, frá stofnun úrvalsdeildarinnar árið 1992. 

Af þeim 32 skiptum hefur toppliðið 16 sinnum orðið meistari. Sagan segir því að það séu helmingslíkur á titli fyrir toppliðið um jólin. 

Liverpool er ekki fylgjandi þeirri stefnu og hefur sjö sinnum verið á toppnum um jólin, en auðvitað bara unnið einn úrvalsdeildar titil tímabilið 2020/21.

Mohamed Salah hefur verið í frábæru formi. Hann er fyrsti leikmaður í sögu úrvalsdeildarinnar sem tekst að leggja upp og skora tíu mörk fyrir jól.Visionhaus/Getty Images

Manchester United hefur sömuleiðis setið á toppnum sjö sinnum, en aðeins mistekist tvisvar að landa titlinum. Arsenal tók titilinn í bæði skiptin 1997/98 og 2003/4.

Skytturnar hafa hins vegar aldrei verið á toppnum um jólin í þau þrjú skipti sem þeir hafa unnið titilinn, þeir tóku titilinn af Newcastle 2001/2.

Chelsea, Blackburn og Manchester City eru einu liðin sem hafa alltaf unnið deildina eftir að hafa verið á toppnum um jólin.

City hefur einnig afrekað það að vera fyrir utan efstu fjögur sætin um jólin, en verða síðan meistari. Það gerðist í fyrra þegar liðið var í fimmta sæti um jólin, sex stigum frá toppliði Arsenal og með leik til góða.

Sem stendur er staðan þó töluvert verri, City er í sjöunda sæti og tólf stigum frá toppliði Liverpool, sem á leik til góða gegn Everton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×