Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Sindri Sverrisson skrifar 19. desember 2024 09:28 Liam Lawson og Max Verstappen fara yfir málin í Abu Dhabi fyrr í þessum mánuði. Þeir keppa fyrir sama lið Red Bull á næsta keppnistímabili. Getty/Mark Thompson Nú er orðið ljóst hver mun aka fyrir Red Bull liðið ásamt heimsmeistaranum Max Verstappen, eftir að ákveðið var að reka Sergio Perez. Nýi maðurinn er Nýsjálendingurinn Liam Lawson, sem er 22 ára gamall. Hann leysir af hólmi Perez sem Red Bull tilkynnti í gær að hefði verið látinn fara, vegna dapurs gengis á nýafstöðnu keppnistímabili. Lawson færist upp í Red Bull liðið úr öðru liði orkudrykkjaframleiðandans, Racing Bulls, og fær þetta stóra skref þrátt fyrir að hafa aðeins tekið þátt í ellefu Formúlu 1 keppnum á tveimur keppnistímabilum. BREAKING: Liam Lawson has been confirmed as Max Verstappen's teammate at Red Bull for the 2025 Formula 1 season 🚨 pic.twitter.com/uKaX5oFQNP— Sky Sports F1 (@SkySportsF1) December 19, 2024 Lawson hefur ekki þótt standa sig mikið betur en Yuki Tsunoda fyrir Racing Bulls, og safnað færri stigum, en hreppir þó stóra tækifærið fram yfir Japanann. „Liam hefur sýnt með frammistöðum sínum á tveimur tímabilum með Racing Bulls að hann getur ekki bara náð sterkum úrslitum heldur er hann alvöru ökuþór, óhræddur við að berjast við þá bestu og hafa betur,“ sagði Christian Horner, liðsstjóri Red Bull. Akstursíþróttir Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Nýi maðurinn er Nýsjálendingurinn Liam Lawson, sem er 22 ára gamall. Hann leysir af hólmi Perez sem Red Bull tilkynnti í gær að hefði verið látinn fara, vegna dapurs gengis á nýafstöðnu keppnistímabili. Lawson færist upp í Red Bull liðið úr öðru liði orkudrykkjaframleiðandans, Racing Bulls, og fær þetta stóra skref þrátt fyrir að hafa aðeins tekið þátt í ellefu Formúlu 1 keppnum á tveimur keppnistímabilum. BREAKING: Liam Lawson has been confirmed as Max Verstappen's teammate at Red Bull for the 2025 Formula 1 season 🚨 pic.twitter.com/uKaX5oFQNP— Sky Sports F1 (@SkySportsF1) December 19, 2024 Lawson hefur ekki þótt standa sig mikið betur en Yuki Tsunoda fyrir Racing Bulls, og safnað færri stigum, en hreppir þó stóra tækifærið fram yfir Japanann. „Liam hefur sýnt með frammistöðum sínum á tveimur tímabilum með Racing Bulls að hann getur ekki bara náð sterkum úrslitum heldur er hann alvöru ökuþór, óhræddur við að berjast við þá bestu og hafa betur,“ sagði Christian Horner, liðsstjóri Red Bull.
Akstursíþróttir Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira