Nýi maðurinn er Nýsjálendingurinn Liam Lawson, sem er 22 ára gamall. Hann leysir af hólmi Perez sem Red Bull tilkynnti í gær að hefði verið látinn fara, vegna dapurs gengis á nýafstöðnu keppnistímabili.
Lawson færist upp í Red Bull liðið úr öðru liði orkudrykkjaframleiðandans, Racing Bulls, og fær þetta stóra skref þrátt fyrir að hafa aðeins tekið þátt í ellefu Formúlu 1 keppnum á tveimur keppnistímabilum.
BREAKING: Liam Lawson has been confirmed as Max Verstappen's teammate at Red Bull for the 2025 Formula 1 season 🚨 pic.twitter.com/uKaX5oFQNP
— Sky Sports F1 (@SkySportsF1) December 19, 2024
Lawson hefur ekki þótt standa sig mikið betur en Yuki Tsunoda fyrir Racing Bulls, og safnað færri stigum, en hreppir þó stóra tækifærið fram yfir Japanann.
„Liam hefur sýnt með frammistöðum sínum á tveimur tímabilum með Racing Bulls að hann getur ekki bara náð sterkum úrslitum heldur er hann alvöru ökuþór, óhræddur við að berjast við þá bestu og hafa betur,“ sagði Christian Horner, liðsstjóri Red Bull.