Þó verið sé að taka saman loftvarnarkerfi í herstöðinni eru Rússar enn með herþotur þar og þyrlur.
Engin skip hafa sést sigla inn í flotastöð Rússa í Tartushéraði og hefur herskipum og einum kafbáti Rússa sem voru í höfninni verið siglt út úr henni. Rússar hafa verið með viðveru í flotastöðinni í Tartus frá 1971 og er það eina slíka höfnin sem Rússar hafa aðgang að við Miðjarðarhafið.
Ráðamenn í Rússlandi hafa sagst í viðræðum við uppreisnarmenn sem tekið hafa völdin í Sýrlandi um herstöðvarnar tvær, sem eru Rússum gífurlega mikilvægar. Auk þess að skipta máli fyrir Rússa í Mið-Austurlöndum hafa þeir notað herstöðvarnar sem stökkpall inn í Afríku, þar sem umsvif þeirra hafa aukist til muna.
Fregnir hafa borist af því að uppreisnarmönnum sem standa vörð við hlið herstöðvarinnar í Hmeimim hafi verið sagt að Rússar séu á leiðinni frá Sýrlandi.
Russian troops pouring into Hmeimeim airbase in Syria as cargo jets take off. HTS guarding the main entrance say they've been told they're all leaving. pic.twitter.com/UCXnVmRYyF
— Samer Al-Atrush (@SameralAtrush) December 13, 2024
Leiðtogar uppreisnarmanna í Sýrlandi og embættismenn í nýrri starfsstjórn hafa ekkert tjáð sig um þessar viðræður en þeir hafa þó fáar ástæður til að sjá Rússa í jákvæðu ljósi.
Eftir að borgarastyrjöldin hófst í Sýrlandi árið 2011 komu Rússar Assad-liðum til aðstoðar árið 2015. Síðan þá hafa rússneskir hermenn barist með Assad-liðum og rússneskur flugmenn varpað sprengjum í massavís á uppreisnarmenn og óbreytta borgara.
Meðal annars hafa Rússar gert markvissar loftárásir á sjúkrahús á yfirráðasvæði uppreisnarmanna í gegnum árin. Á einum degi árið 2019 vörpuðu Rússar sprengjum á fjögur sjúkrahús á sama deginum.
وداع القوات الروسية المنسحبة الى الساحل pic.twitter.com/7M5vW92Bl4
— الثورة السورية - ثوار القبائل والعشائر (@syria7ra) December 13, 2024
Í það minnsta virðist sem Rússar séu að draga töluvert úr viðveru sinni í Sýrlandi en mögulega eru þeir alfarið að hörfa þaðan. Enn sem komið er er það þó óljóst.