Heimamenn í NEKA byrjuðu leikinn betur og leiddu framan af fyrri hálfleik. NEKA komst í 7-4, en þá settu gestirnir frá Szeged í fluggírinn. Janus og félagar náðu mest átta marka forskoti í fyrri hálfleik og leiddu með sjö mörkum að honum loknum, staðan 13-20.
Gestirnir náðu svo tíu marka forskoti snemma í síðari hálfleik og héldu því út leikinn. Mestur varð munurinn 11 mörk, en lokatölur urðu 26-36, Pick Szeged í vil.
Þetta var sjöundi sigur liðsins í röð í öllum keppnum og Pick Szeged trónir nú á toppi ungversku deildarinnar með 20 stig eftir 11 leiki, tveimur stigum meira en meistararnir í Telekom Veszprém.