Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. nóvember 2024 07:25 Þráinn var nokkuð hress eftir fyrsta legg ferðalagsins en þegar þetta er ritað sólarhring síðar eru hann og liðsfélagar hans enn á ferð og flugi. Vísir/VPE Karlalið Hauka í handbolta er á ferð og flugi um álfuna vegna Evrópuverkefnis helgarinnar. Leikið verður í Mingachevir í Aserbaísjan og lögðu menn tímanlega af stað, klukkan fimm í gærmorgun. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Innsbruck Haukar deildu flugi með fréttamönnum sem voru á leið á Evrópumót kvenna í handbolta sem hefst í Innsbruck í dag en Ísland hefur leik á morgun. Fyrsti leggur ferðalags Haukamanna var til Munchen í Þýskalandi. Þegar þetta er skrifað hafa fréttamennirnir komið sér fyrir í Innsbruck, tekið viðtöl og kíkt á landsliðsæfingu og gist eina nótt á hóteli á meðan Haukar eru enn á ferðalagi rúmum sólarhring síðar. „Fyrsta flugið er búið og núna tekur við litla sex tíma chillið á flugvellinum hérna í Munchen. Við fljúgum þaðan til Istanbúl. Við slökum þar í einhverja tvo tíma. Svo förum við frá Istanbúl til Bakú. Eftir það eru það einhverjir fjórir eða fimm tímar í rútu. Við eigum alveg sólarhring eftir ennþá,“ sagði Þráinn Orri Jónsson, leikmaður Haukaliðsins, við lendinguna í Munchen klukkan 11 í gærmorgun. Gera má ráð fyrir að Haukamenn komi ekki á hótelið sitt í bænum Mingachevir fyrr en um hádegisbilið í dag. Menn voru enn að jafna sig eftir leik við Aftureldingu í fyrrakvöld þegar þeir tíuðu sig til brottfarar á Keflavíkurflugvelli. „Þetta er alveg þvæla en ég náði að sofa, sem betur fer. Það reyndar fór aðeins með mig að ég náði ekkert að sofa í nótt út af þessum leik í gær. En jú, jú þetta sleppur,“ segir Þráinn. Kvíðir meira heimferðinni Nóg af spilastokkum og borðspilum eru þá með í för svo menn geti drepið tímann á ferðalaginu. Þeir fá þá daginn í dag og morgundaginn til að jafna sig af ferðalaginu áður en taka við leikirnir tveir við heimamenn á laugardag og sunnudag. Haukar mæta liði Kur í 32-liða úrslitum EHF-bikarsins en þeir unnu lið Cocks frá Finnlandi í síðustu umferð. Þráinn sagðist í gær kvíða meira fyrir ferðalaginu sem tekur við þá, heldur en því sem stendur nú yfir. „Ég er eiginlega mest stressaður fyrir heimferðinni. Við erum að spila laugardag og sunnudag og förum svo beint heim eftir leikinn á sunnudag. Ég er eiginlega meira stressaður fyrir heimferðinni, hvernig manni líður eiginlega þá. Við strákarnir reynum að gera gott úr þessu strákarnir. Við tókum pöbbkviss með, ætlum að spila gúrku og eitthvað. Við reynum að gera þetta eins gleðilegt og hægt er,“ „Ég var smá súr í líkamanum eftir þriggja tíma Finnlandsferð á leik. Þannig að ég veit ekki hvernig ég verð á mánudag og þriðjudag. Ég verð sennilega bara í hjólastól frá Keflavík heim,“ segir Þráinn. Segir kæruna aumkunarverða Það bætti ekki úr sök að þegar Haukamenn lentu í Munchen var þeim tjáð að þeir væru fallnir úr bikarkeppninni. ÍBV var dæmdur 10-0 sigur vegna mistaka við skýrslugerð í kringum 37-29 sigurs Hauka á Eyjamönnum í bikarnum á dögunum. „Þetta er svo grátbroslegt og asnalegt að maður á eiginlega ekki til orð. Þetta er ákveðið fordæmi sem er verið að gefa með þessu, það þurfa allar skýrslur að vera réttar og þarf að framfylgja því,“ segir Þráinn og bætir við: „Ég verð að vera hreinskilinn, að mér finnst aumkunarvert þegar þú tapar með átta og átt ekki breik í leik, að þú hafir í þér að kæra hann.“ Haukar EHF-bikarinn Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ „Íslenska liðið lítur vel út“ Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Innsbruck Haukar deildu flugi með fréttamönnum sem voru á leið á Evrópumót kvenna í handbolta sem hefst í Innsbruck í dag en Ísland hefur leik á morgun. Fyrsti leggur ferðalags Haukamanna var til Munchen í Þýskalandi. Þegar þetta er skrifað hafa fréttamennirnir komið sér fyrir í Innsbruck, tekið viðtöl og kíkt á landsliðsæfingu og gist eina nótt á hóteli á meðan Haukar eru enn á ferðalagi rúmum sólarhring síðar. „Fyrsta flugið er búið og núna tekur við litla sex tíma chillið á flugvellinum hérna í Munchen. Við fljúgum þaðan til Istanbúl. Við slökum þar í einhverja tvo tíma. Svo förum við frá Istanbúl til Bakú. Eftir það eru það einhverjir fjórir eða fimm tímar í rútu. Við eigum alveg sólarhring eftir ennþá,“ sagði Þráinn Orri Jónsson, leikmaður Haukaliðsins, við lendinguna í Munchen klukkan 11 í gærmorgun. Gera má ráð fyrir að Haukamenn komi ekki á hótelið sitt í bænum Mingachevir fyrr en um hádegisbilið í dag. Menn voru enn að jafna sig eftir leik við Aftureldingu í fyrrakvöld þegar þeir tíuðu sig til brottfarar á Keflavíkurflugvelli. „Þetta er alveg þvæla en ég náði að sofa, sem betur fer. Það reyndar fór aðeins með mig að ég náði ekkert að sofa í nótt út af þessum leik í gær. En jú, jú þetta sleppur,“ segir Þráinn. Kvíðir meira heimferðinni Nóg af spilastokkum og borðspilum eru þá með í för svo menn geti drepið tímann á ferðalaginu. Þeir fá þá daginn í dag og morgundaginn til að jafna sig af ferðalaginu áður en taka við leikirnir tveir við heimamenn á laugardag og sunnudag. Haukar mæta liði Kur í 32-liða úrslitum EHF-bikarsins en þeir unnu lið Cocks frá Finnlandi í síðustu umferð. Þráinn sagðist í gær kvíða meira fyrir ferðalaginu sem tekur við þá, heldur en því sem stendur nú yfir. „Ég er eiginlega mest stressaður fyrir heimferðinni. Við erum að spila laugardag og sunnudag og förum svo beint heim eftir leikinn á sunnudag. Ég er eiginlega meira stressaður fyrir heimferðinni, hvernig manni líður eiginlega þá. Við strákarnir reynum að gera gott úr þessu strákarnir. Við tókum pöbbkviss með, ætlum að spila gúrku og eitthvað. Við reynum að gera þetta eins gleðilegt og hægt er,“ „Ég var smá súr í líkamanum eftir þriggja tíma Finnlandsferð á leik. Þannig að ég veit ekki hvernig ég verð á mánudag og þriðjudag. Ég verð sennilega bara í hjólastól frá Keflavík heim,“ segir Þráinn. Segir kæruna aumkunarverða Það bætti ekki úr sök að þegar Haukamenn lentu í Munchen var þeim tjáð að þeir væru fallnir úr bikarkeppninni. ÍBV var dæmdur 10-0 sigur vegna mistaka við skýrslugerð í kringum 37-29 sigurs Hauka á Eyjamönnum í bikarnum á dögunum. „Þetta er svo grátbroslegt og asnalegt að maður á eiginlega ekki til orð. Þetta er ákveðið fordæmi sem er verið að gefa með þessu, það þurfa allar skýrslur að vera réttar og þarf að framfylgja því,“ segir Þráinn og bætir við: „Ég verð að vera hreinskilinn, að mér finnst aumkunarvert þegar þú tapar með átta og átt ekki breik í leik, að þú hafir í þér að kæra hann.“
Haukar EHF-bikarinn Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ „Íslenska liðið lítur vel út“ Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Sjá meira