Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. nóvember 2024 12:01 Lewis Hamilton kveður Mercedes eftir tímabilið. Þrjár keppnir eru eftir af því. getty/Kym Illman Breski ökuþórinn Lewis Hamilton vildi hætta hjá Mercedes eftir kappaksturinn í Brasilíu í byrjun mánaðarins. Hamilton endaði í 10. sæti í brasilíska kappakstrinum. Hann var verulega pirraður með gang mála og í talstöðinni þakkaði hann samstarfsmönnum sínum fyrir ef þetta reyndist vera síðasti kappakstur hans. Þegar sjöfaldi heimsmeistarinn var spurður út í þessi ummæli sagðist hann hafa íhugað að hætta hjá Mercedes eftir keppnina í Brasilíu. „Á þessu augnabliki leið mér þannig. Ég vildi eiginlega ekki snúa aftur eftir þessa helgi. Í hita augnabliksins vildi ég miklu frekar slappa af á ströndinni en að gera þetta,“ sagði Hamilton. „En ég er hér. Ég elska þetta starf og ætla að gefa allt sem ég á í síðustu keppnirnar og enda vel. Það var alltaf stefnan.“ Hamilton yfirgefur Mercedes eftir tímabilið og gengur í raðir Ferrari. Hann hefur ekið fyrir Mercedes í tólf ár. Hamilton snýr aftur á brautina um helgina þegar kappaksturinn í Las Vegas fer fram. Þar getur Max Verstappen tryggt sér heimsmeistaratitilinn fjórða árið í röð. Hamilton er í 7. sæti í keppni ökuþóra. Akstursíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Hamilton endaði í 10. sæti í brasilíska kappakstrinum. Hann var verulega pirraður með gang mála og í talstöðinni þakkaði hann samstarfsmönnum sínum fyrir ef þetta reyndist vera síðasti kappakstur hans. Þegar sjöfaldi heimsmeistarinn var spurður út í þessi ummæli sagðist hann hafa íhugað að hætta hjá Mercedes eftir keppnina í Brasilíu. „Á þessu augnabliki leið mér þannig. Ég vildi eiginlega ekki snúa aftur eftir þessa helgi. Í hita augnabliksins vildi ég miklu frekar slappa af á ströndinni en að gera þetta,“ sagði Hamilton. „En ég er hér. Ég elska þetta starf og ætla að gefa allt sem ég á í síðustu keppnirnar og enda vel. Það var alltaf stefnan.“ Hamilton yfirgefur Mercedes eftir tímabilið og gengur í raðir Ferrari. Hann hefur ekið fyrir Mercedes í tólf ár. Hamilton snýr aftur á brautina um helgina þegar kappaksturinn í Las Vegas fer fram. Þar getur Max Verstappen tryggt sér heimsmeistaratitilinn fjórða árið í röð. Hamilton er í 7. sæti í keppni ökuþóra.
Akstursíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira