Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Sindri Sverrisson skrifar 11. nóvember 2024 14:27 Guðrún Arnardóttir stóð í vörn sænsku meistaranna sem fengu aðeins á sig níu mörk alla leiktíðina, í 26 umferðum. Í sumar fagnaði hún því líka að hafa komist inn á EM í Sviss 2025, með íslenska landsliðinu. vísir/Anton Landsliðskonurnar Hlín Eiríksdóttir og Guðrún Arnardóttir eiga möguleika á að vinna til einstaklingsverðlauna á lokahófi sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á fimmtudaginn. Hlín er ein þriggja sem tilnefndar eru sem besti sóknarmaðurinn og Guðrún er tilnefnd sem besti varnarmaðurinn. Eins og fjallað var um á Vísi fyrr í dag þá er Hlín einnig tilnefnd fyrir besta markið, en hægt er að kjósa hér. Farið er fögrum orðum um þær Guðrún og Hlín á vef Aftonbladet í dag, þar sem farið er yfir tilnefningarnar. Guðrún varð Svíþjóðarmeistari með Rosengård, í liði sem fékk aðeins á sig 9 mörk í 26 umferðum, og um Guðrúnu segir: „Þetta er 29 ára miðvörðurinn sem hefur stýrt og leitt áfram meistaravörnina 2024. Guðrún hefur tekið nýtt skref á ferlinum ár eftir ár og er líkamlega sterkur miðvörður sem tímasetur tæklingarnar sínar fullkomlega. Algjör leiðtogi.“ Með Kristianstad á herðum sér Hlín skoraði 15 mörk fyrir Kristianstad, sem hafnaði í 4. sæti, og var aðeins einu marki á eftir markadrottningunni Momoko Tanikawa sem varð meistari með Guðrúnu. Um Hlín segir: „Það er engin eins og hún í deildinni. Íslendingurinn hefur borið Kristianstad á herðum sér á þessu tímabili. Hún er algjör vinnuþjarkur sem gefst aldrei upp, og það smitar frá sér. Við þetta bætist hvað hún er sterk og góð í að klára færin. Það hefur borgað sig að færa hana úr fremstu stöðu og leyfa henni að njóta sín á vinstri kantinum.“ Enginn Íslendingur kemur þó til greina í valinu á mikilvægasta leikmanni ársins en þar eru þær Caroline Seger úr Rosengård, Alice Carlsson úr Hammarby og Josefine Rybrink úr Häcken tilnefndar. Verðlaunin verða eins og fyrr segir afhent á fimmtudaginn, í beinni útsendingu Aftonbladet. Sænski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Hlín er ein þriggja sem tilnefndar eru sem besti sóknarmaðurinn og Guðrún er tilnefnd sem besti varnarmaðurinn. Eins og fjallað var um á Vísi fyrr í dag þá er Hlín einnig tilnefnd fyrir besta markið, en hægt er að kjósa hér. Farið er fögrum orðum um þær Guðrún og Hlín á vef Aftonbladet í dag, þar sem farið er yfir tilnefningarnar. Guðrún varð Svíþjóðarmeistari með Rosengård, í liði sem fékk aðeins á sig 9 mörk í 26 umferðum, og um Guðrúnu segir: „Þetta er 29 ára miðvörðurinn sem hefur stýrt og leitt áfram meistaravörnina 2024. Guðrún hefur tekið nýtt skref á ferlinum ár eftir ár og er líkamlega sterkur miðvörður sem tímasetur tæklingarnar sínar fullkomlega. Algjör leiðtogi.“ Með Kristianstad á herðum sér Hlín skoraði 15 mörk fyrir Kristianstad, sem hafnaði í 4. sæti, og var aðeins einu marki á eftir markadrottningunni Momoko Tanikawa sem varð meistari með Guðrúnu. Um Hlín segir: „Það er engin eins og hún í deildinni. Íslendingurinn hefur borið Kristianstad á herðum sér á þessu tímabili. Hún er algjör vinnuþjarkur sem gefst aldrei upp, og það smitar frá sér. Við þetta bætist hvað hún er sterk og góð í að klára færin. Það hefur borgað sig að færa hana úr fremstu stöðu og leyfa henni að njóta sín á vinstri kantinum.“ Enginn Íslendingur kemur þó til greina í valinu á mikilvægasta leikmanni ársins en þar eru þær Caroline Seger úr Rosengård, Alice Carlsson úr Hammarby og Josefine Rybrink úr Häcken tilnefndar. Verðlaunin verða eins og fyrr segir afhent á fimmtudaginn, í beinni útsendingu Aftonbladet.
Sænski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira