Má spila þrátt fyrir áfrýjun Árni Sæberg skrifar 1. nóvember 2024 16:26 Óhætt er að segja að Albert sé einn mikilvægasti leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu. David Balogh - UEFA/UEFA via Getty Images Áfrýjun Ríkissaksóknara á sýknu Alberts Guðmundssonar kemur ekki í veg fyrir að hann leiki fyrir íslenska landsliðið í knattspyrnu. Nýleg breyting á viðbragðsáætlun KSÍ tekur af allan vafa um það. Hann er þó meiddur á læri og því ljóst að hann muni ekki taka þátt í næsta landsleikjaglugga. Líkt og ítarlega hefur verið fjallað um mega landsliðsmenn í knattspyrnu ekki leika fyrir landsliðið séu mál þeirra vegna meintra alvarlegra brota til meðferðar hjá lögreglu, ákæruvaldi eða dómstólum. Þannig mátti Albert ekki leika fyrir landsliðið eftir að hann var kærður fyrir nauðgun í lok ágúst í fyrra. Rannsókn á máli hans var látin niður falla í lok febrúar þessa árs og því mátti velja hann í landsliðshópinn í næsta landsliðsverkefni, leik á móti Ísraelum í lok mars. Albert var valinn í hópinn en áður en leikurinn var leikinn kærði konan, sem kærði hann, ákvörðun Héraðssaksóknara um að fella málið niður. Þrátt fyrir að mál hans væri þannig aftur til meðferðar hjá ákæruvaldinu, í þessu tilfelli ríkissaksóknara, var niðurstaða KSÍ sú að Albert fengi að spila, enda hefði hópurinn þegar verið valinn. Skerpt á reglunum Svo fór að ríkissaksóknari beindi því til héraðssaksóknara að taka málið aftur til skoðunar og ákæra var að lokum gefin út, fyrir nauðgun með því að hafa haft önnur kynmök en samræði við konuna án hennar samþykkis. Þá var ljóst að Albert var ekki gjaldgengur í landsliðið. Hann varð aftur gjaldgengur þegar hann var sýknaður fyrir þremur vikum en í dag var þeirri sýknu áfrýjað til Landsréttar. Þá vaknar spurningin hvort Albert megi leika fyrir landsliðið á meðan mál hans er til meðferðar fyrir Landsrétti. Frá því að álitamálið kom upp hvort hann mætti leika með liðinu á meðan málið var til meðferðar hjá ríkissaksóknara eftir kæru konunnar á niðurfellingu hefur KSÍ skerpt á reglunum. Starfshópur skipaður en orðalagið heldur óljóst Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum í apríl 2024 að stofnaður yrði starfshópur sérfræðinga utan KSÍ sem falið yrði það verkefni að endurskoða viðbragðsáætlun KSÍ vegna meintra alvarlegra brota einstaklinga. Starfshópurinn skilaði af sér tillögum í maí 2024 og stjórn KSÍ samþykkti tillögurnar í júní sama ár. Hér að neðan má sjá orðalag viðbragðsáætlunar KSÍ eftir endurskoðun starfshópsins: Haft sé að leiðarljósi, þegar mál einstaklinga eru til meðferðar hjá lögreglu, ákæruvaldi eða dómstólum og/eða í formlegri meðferð hjá samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs, vegna meintra alvarlegra brota, að þá skuli viðkomandi stíga til hliðar í hlutverki sínu hjá KSÍ á meðan meðferð máls stendur yfir. Það gildir um leikmenn og starfslið landsliða Íslands. Stjórnendur skulu þó ávallt hafa svigrúm til að beita heilbrigðri skynsemi að teknu tilliti til atvika hvers máls þegar kemur að mati og ákvarðanatöku um val á leikmönnum eða starfsliði landsliða með hliðsjón af viðbragðsáætlun. Sé viðbragðsáætlunin skýrð samkvæmt orðanna hljóðan hlýtur niðurstaðan að vera sú að Albert megi ekki leika með landsliðinu, að undanskilinni opinni heimild til „beita heilbrigðri skynsemi“ við val á leikmönnum. Alveg skýrt að Albert megi spila í greinargerð Aftur á móti fylgir viðbragðsáætluninni ítarefni um verkefni starfshópsins, aðdraganda og tillögur í samantekt á greinargerð starfshópsins á vef KSÍ. Þar segir að viðbragðsáætlun geti ekki verið þannig orðuð að hún skyldi stjórnendur í öllum tilfellum til tiltekinna viðbragða. Mál geti verið ólík og fjölbreytt og það sé nauðsynlegt að stjórnendur hafi svigrúm til að beita heilbrigðri skynsemi með tilliti til allra atvika. Í viðbragðsáætlun megi hins vegar vera almenn viðmið sem ná utan um flest mál sem upp koma og viðbrögð við þeim. Setja þurfi skýrari viðmið um það hvenær viðbragðsáætlun verður virk, svokallaður upphafspunktur, og hvenær túlka megi svo að mál einstaklings sé ekki lengur til meðferðar, svokallaður endapunktur. Hvað endapunktinn varðar segir eftirfarandi: Taka verði hæfilegt tillit til grundvallarreglu í sakamálum. Það er, með þeim hætti að þegar mál hafa verið felld niður, eða að loknum sýknudómi, þá megi einstaklingur njóta vafans þannig að mál teljist ekki vera til meðferðar frá þeim tímapunkti. Það eigi við þó svo ákvörðun um niðurfellingu sé kærð eða sýknudómi áfrýjað. Einhvers konar lögskýringargagn Þá á aðeins eftir að svara spurningunni um það hvort gildi, viðbragðsáætlunin sjálf eða greinargerð starfshópsins sem henni fylgir. Haukur Hinriksson, lögfræðingur KSÍ, segir málið alveg skýrt í stuttu svari við fyrirspurn Vísis. Greinargerðin sé til fyllingar viðbragðsáætluninni og Albert megi spila. Þó er ljóst að Albert tekur ekki þátt í næsta landsliðsverkefni sem er síðar í mánuðinum, enda er hann frá keppni vegna meiðsla næsta mánuðinn eða svo. Talsverðar líkur eru á að landsliðið leiki umspilsleiki um sæti í Þjóðadeildinni í mars. Litlar sem engar líkur eru á að Landréttur verði búinn að dæma í máli Alberts í mars og því líklegt að hann muni spila með mál til meðferðar fyrir Landsrétti. Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mál Alberts Guðmundssonar Kynferðisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir Dómi í máli Alberts áfrýjað Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja dómi í máli Alberts Guðmundssonar knattspyrnumanns. Hann var fyrir þremur vikum sýknaður af ákæru fyrir nauðgun. 1. nóvember 2024 13:59 Albert ekki með gegn Genoa er Fiorentina vann fjórða leikinn í röð Fiorentina hefur fagnað frábæru gengi undanfarið í ítölsku úrvalsdeildinni, þrátt fyrir að Albert Guðmundsson sé frá vegna meiðsla. Liðið vann fjórða deildarleikinn í röð í dag, 1-0 gegn Genoa, liðinu sem Albert kom á láni frá. 31. október 2024 19:54 Albertslausir Fiorentina-menn völtuðu yfir Roma Fiorentina, lið Alberts Guðmundssonar, vann afar öruggan 5-1 sigur er liðið tók á móti Roma í ítalska boltanum í kvöld. 27. október 2024 21:55 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Sjá meira
Líkt og ítarlega hefur verið fjallað um mega landsliðsmenn í knattspyrnu ekki leika fyrir landsliðið séu mál þeirra vegna meintra alvarlegra brota til meðferðar hjá lögreglu, ákæruvaldi eða dómstólum. Þannig mátti Albert ekki leika fyrir landsliðið eftir að hann var kærður fyrir nauðgun í lok ágúst í fyrra. Rannsókn á máli hans var látin niður falla í lok febrúar þessa árs og því mátti velja hann í landsliðshópinn í næsta landsliðsverkefni, leik á móti Ísraelum í lok mars. Albert var valinn í hópinn en áður en leikurinn var leikinn kærði konan, sem kærði hann, ákvörðun Héraðssaksóknara um að fella málið niður. Þrátt fyrir að mál hans væri þannig aftur til meðferðar hjá ákæruvaldinu, í þessu tilfelli ríkissaksóknara, var niðurstaða KSÍ sú að Albert fengi að spila, enda hefði hópurinn þegar verið valinn. Skerpt á reglunum Svo fór að ríkissaksóknari beindi því til héraðssaksóknara að taka málið aftur til skoðunar og ákæra var að lokum gefin út, fyrir nauðgun með því að hafa haft önnur kynmök en samræði við konuna án hennar samþykkis. Þá var ljóst að Albert var ekki gjaldgengur í landsliðið. Hann varð aftur gjaldgengur þegar hann var sýknaður fyrir þremur vikum en í dag var þeirri sýknu áfrýjað til Landsréttar. Þá vaknar spurningin hvort Albert megi leika fyrir landsliðið á meðan mál hans er til meðferðar fyrir Landsrétti. Frá því að álitamálið kom upp hvort hann mætti leika með liðinu á meðan málið var til meðferðar hjá ríkissaksóknara eftir kæru konunnar á niðurfellingu hefur KSÍ skerpt á reglunum. Starfshópur skipaður en orðalagið heldur óljóst Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum í apríl 2024 að stofnaður yrði starfshópur sérfræðinga utan KSÍ sem falið yrði það verkefni að endurskoða viðbragðsáætlun KSÍ vegna meintra alvarlegra brota einstaklinga. Starfshópurinn skilaði af sér tillögum í maí 2024 og stjórn KSÍ samþykkti tillögurnar í júní sama ár. Hér að neðan má sjá orðalag viðbragðsáætlunar KSÍ eftir endurskoðun starfshópsins: Haft sé að leiðarljósi, þegar mál einstaklinga eru til meðferðar hjá lögreglu, ákæruvaldi eða dómstólum og/eða í formlegri meðferð hjá samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs, vegna meintra alvarlegra brota, að þá skuli viðkomandi stíga til hliðar í hlutverki sínu hjá KSÍ á meðan meðferð máls stendur yfir. Það gildir um leikmenn og starfslið landsliða Íslands. Stjórnendur skulu þó ávallt hafa svigrúm til að beita heilbrigðri skynsemi að teknu tilliti til atvika hvers máls þegar kemur að mati og ákvarðanatöku um val á leikmönnum eða starfsliði landsliða með hliðsjón af viðbragðsáætlun. Sé viðbragðsáætlunin skýrð samkvæmt orðanna hljóðan hlýtur niðurstaðan að vera sú að Albert megi ekki leika með landsliðinu, að undanskilinni opinni heimild til „beita heilbrigðri skynsemi“ við val á leikmönnum. Alveg skýrt að Albert megi spila í greinargerð Aftur á móti fylgir viðbragðsáætluninni ítarefni um verkefni starfshópsins, aðdraganda og tillögur í samantekt á greinargerð starfshópsins á vef KSÍ. Þar segir að viðbragðsáætlun geti ekki verið þannig orðuð að hún skyldi stjórnendur í öllum tilfellum til tiltekinna viðbragða. Mál geti verið ólík og fjölbreytt og það sé nauðsynlegt að stjórnendur hafi svigrúm til að beita heilbrigðri skynsemi með tilliti til allra atvika. Í viðbragðsáætlun megi hins vegar vera almenn viðmið sem ná utan um flest mál sem upp koma og viðbrögð við þeim. Setja þurfi skýrari viðmið um það hvenær viðbragðsáætlun verður virk, svokallaður upphafspunktur, og hvenær túlka megi svo að mál einstaklings sé ekki lengur til meðferðar, svokallaður endapunktur. Hvað endapunktinn varðar segir eftirfarandi: Taka verði hæfilegt tillit til grundvallarreglu í sakamálum. Það er, með þeim hætti að þegar mál hafa verið felld niður, eða að loknum sýknudómi, þá megi einstaklingur njóta vafans þannig að mál teljist ekki vera til meðferðar frá þeim tímapunkti. Það eigi við þó svo ákvörðun um niðurfellingu sé kærð eða sýknudómi áfrýjað. Einhvers konar lögskýringargagn Þá á aðeins eftir að svara spurningunni um það hvort gildi, viðbragðsáætlunin sjálf eða greinargerð starfshópsins sem henni fylgir. Haukur Hinriksson, lögfræðingur KSÍ, segir málið alveg skýrt í stuttu svari við fyrirspurn Vísis. Greinargerðin sé til fyllingar viðbragðsáætluninni og Albert megi spila. Þó er ljóst að Albert tekur ekki þátt í næsta landsliðsverkefni sem er síðar í mánuðinum, enda er hann frá keppni vegna meiðsla næsta mánuðinn eða svo. Talsverðar líkur eru á að landsliðið leiki umspilsleiki um sæti í Þjóðadeildinni í mars. Litlar sem engar líkur eru á að Landréttur verði búinn að dæma í máli Alberts í mars og því líklegt að hann muni spila með mál til meðferðar fyrir Landsrétti.
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mál Alberts Guðmundssonar Kynferðisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir Dómi í máli Alberts áfrýjað Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja dómi í máli Alberts Guðmundssonar knattspyrnumanns. Hann var fyrir þremur vikum sýknaður af ákæru fyrir nauðgun. 1. nóvember 2024 13:59 Albert ekki með gegn Genoa er Fiorentina vann fjórða leikinn í röð Fiorentina hefur fagnað frábæru gengi undanfarið í ítölsku úrvalsdeildinni, þrátt fyrir að Albert Guðmundsson sé frá vegna meiðsla. Liðið vann fjórða deildarleikinn í röð í dag, 1-0 gegn Genoa, liðinu sem Albert kom á láni frá. 31. október 2024 19:54 Albertslausir Fiorentina-menn völtuðu yfir Roma Fiorentina, lið Alberts Guðmundssonar, vann afar öruggan 5-1 sigur er liðið tók á móti Roma í ítalska boltanum í kvöld. 27. október 2024 21:55 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Sjá meira
Dómi í máli Alberts áfrýjað Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja dómi í máli Alberts Guðmundssonar knattspyrnumanns. Hann var fyrir þremur vikum sýknaður af ákæru fyrir nauðgun. 1. nóvember 2024 13:59
Albert ekki með gegn Genoa er Fiorentina vann fjórða leikinn í röð Fiorentina hefur fagnað frábæru gengi undanfarið í ítölsku úrvalsdeildinni, þrátt fyrir að Albert Guðmundsson sé frá vegna meiðsla. Liðið vann fjórða deildarleikinn í röð í dag, 1-0 gegn Genoa, liðinu sem Albert kom á láni frá. 31. október 2024 19:54
Albertslausir Fiorentina-menn völtuðu yfir Roma Fiorentina, lið Alberts Guðmundssonar, vann afar öruggan 5-1 sigur er liðið tók á móti Roma í ítalska boltanum í kvöld. 27. október 2024 21:55
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti