Jón Daði í vinnu fyrir Hollywoodstjörnur: „Þetta gerðist mjög hratt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 29. október 2024 08:01 Jón Daði Böðvarsson er orðinn leikmaður Wrexham í Englandi. Wrexham Jón Daði Böðvarsson segist ekki hafa getað sagt nei við Hollywood liðið Wrexham þegar þjálfarinn hringdi í hann. Hann hefur gert þriggja mánaða samning við liðið. Rætt var við Jón Daða í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Jón, sem verið hefur í hléi frá fótbolta síðan samningur hans við Bolton rann út í sumar, skrifaði á dögunum undir samning við C-deildar lið Wrexham. „Ég er bara upp í sófa að horfa á sjónvarpið þegar ég fæ símtal frá þjálfara Wrexham og hann spurði mig hvort ég væri til í að taka þátt í þessu með þeim og skrifa undir við þá,“ segir Jón og heldur áfram. „Þetta gerðist mjög hratt en þetta er mjög spennandi. Það er mjög spennandi hvað þessi klúbbur er metnaðarfullur og hvert þeir eru að stefna. Að fá að vera partur af því er mjög gaman og þetta var í raun aldrei spurning þegar ég heyrði frá þeim.“ Wrexham er í baráttu um að komast upp í næstefstu deild og er sem stendur í þriðja sæti deildarinnar. Efstu tvö liðin fara beint upp í B-deildina. Fljúga í leiki „Ég er búinn að mæta á eina æfingu og ferðaðist með þeim í leik um helgina. Ég var ekki í hóp en fékk svona að kynnast strákunum og öllum í kringum liðið. Maður er að fá góða tilfinningu fyrir öllu og er að koma mér vel fyrir þarna. Það kom mér mjög á óvart hvað það er hár standard hjá liðinu. Það er til að mynda sér kokkur fyrir okkur og liðið flýgur í suma leiki sem ég hef aldrei heyrt um í þessari deild, ekki einu sinni í deild fyrir ofan.“ Jón segir að möguleiki sé á eins árs framlengingu þegar samningurinn hans við liðið rennur út í janúar. Wrexham er í eigu Hollywood-stjarnanna Ryan Reynolds og Rob McElhenney, sem eignuðust félagið árið 2020, þegar það var í E-deild. Það hefur svo einnig skapað sér miklar vinsældir um allan heim með heimildaþáttunum Welcome to Wrexham. „Þeir eru alveg duglegir að mæta og virkilega metnaðarfullir. Strákarnir segja að þeir séu eins duglegir og þeir geta að mæta. Þetta eru auðvitað mjög uppteknir menn. Það er bara gaman að hafa þennan Hollywood keim á þessu öllu saman, það er bara fyndið og skemmtilegt.“ Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Jón, sem verið hefur í hléi frá fótbolta síðan samningur hans við Bolton rann út í sumar, skrifaði á dögunum undir samning við C-deildar lið Wrexham. „Ég er bara upp í sófa að horfa á sjónvarpið þegar ég fæ símtal frá þjálfara Wrexham og hann spurði mig hvort ég væri til í að taka þátt í þessu með þeim og skrifa undir við þá,“ segir Jón og heldur áfram. „Þetta gerðist mjög hratt en þetta er mjög spennandi. Það er mjög spennandi hvað þessi klúbbur er metnaðarfullur og hvert þeir eru að stefna. Að fá að vera partur af því er mjög gaman og þetta var í raun aldrei spurning þegar ég heyrði frá þeim.“ Wrexham er í baráttu um að komast upp í næstefstu deild og er sem stendur í þriðja sæti deildarinnar. Efstu tvö liðin fara beint upp í B-deildina. Fljúga í leiki „Ég er búinn að mæta á eina æfingu og ferðaðist með þeim í leik um helgina. Ég var ekki í hóp en fékk svona að kynnast strákunum og öllum í kringum liðið. Maður er að fá góða tilfinningu fyrir öllu og er að koma mér vel fyrir þarna. Það kom mér mjög á óvart hvað það er hár standard hjá liðinu. Það er til að mynda sér kokkur fyrir okkur og liðið flýgur í suma leiki sem ég hef aldrei heyrt um í þessari deild, ekki einu sinni í deild fyrir ofan.“ Jón segir að möguleiki sé á eins árs framlengingu þegar samningurinn hans við liðið rennur út í janúar. Wrexham er í eigu Hollywood-stjarnanna Ryan Reynolds og Rob McElhenney, sem eignuðust félagið árið 2020, þegar það var í E-deild. Það hefur svo einnig skapað sér miklar vinsældir um allan heim með heimildaþáttunum Welcome to Wrexham. „Þeir eru alveg duglegir að mæta og virkilega metnaðarfullir. Strákarnir segja að þeir séu eins duglegir og þeir geta að mæta. Þetta eru auðvitað mjög uppteknir menn. Það er bara gaman að hafa þennan Hollywood keim á þessu öllu saman, það er bara fyndið og skemmtilegt.“
Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira