Heita hertum reglum í hælisleitendamálum Samúel Karl Ólason skrifar 18. október 2024 17:02 Ursula von der Leyen og Charles Michel á blaðamannafundi í gær. AP/Geert Vanden Wijngaert Leiðtogar Evrópusambandsins leita nú leiða til að draga úr flæði farand- og flóttafólks til heimsálfunnar. Stuðningur við slíkar aðgerðir hefur aukist töluvert og er sú aukning rakin til aukins fylgis fjar-hægri flokka í Evrópu, sem eru verulega mótfallnir fólksflutningum til Evrópu. Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, boðaði til fundar í gær og tók hann fram fyrir fundinn að mikil áhersla yrði lögð á umræðu um fólksflutninga. Meðal annars stæði til að ræða aukið eftirlit á landamærum ESB, aukna samvinnu með utanaðkomandi bandamönnum og hertar reglur um brottflutning ólöglegra innflytjenda og þeim sem neitað er um hæli, samkvæmt frétt DW. Það sem af er á þessu ári hefur fjöldi farand- og flóttafólks dregist saman um fjörutíu prósent á þessu ári, frá því fjöldinn náði hámarki í fyrra. Flestir koma til Evrópusambandsins landleiðina úr austri og yfir Miðjarðarhafið. Vilja fella niður réttinn til að sækja um hæli Í austri hafa Pólverjar lengi sakað yfirvöld í Rússlandi og Belarús um að smala fólki að landamærunum og reyna að þvinga það inn í Pólland. Ráðamenn í Póllandi hafa kallað eftir því að rétturinn til að sækja um hæli verði felldur niður tímabundið, vegna þessa aðgerða nágranna þeirra, sem þeir segja að sé ætlað að skapa sundrung í Póllandi og innan ESB. AP fréttaveitan segir leiðtoga sambandsins hafa gefið til kynna að þeir styddu slíkar aðgerðir. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði til að mynda að markmið Rússa væri augljóst. Um blendinn hernað væri að ræða og Pólland og önnur ríki, eins og Finnland og Eistrasaltsríkin, þyrftu að geta varið ESB gegn slíkum aðgerðum. Gera Evrópu að virki Að fundinum loknum voru leiðtogarnir þegar byrjaðir að þróa áætlanir til að flýta brottflutningi fólks sem hefur verið hafnað um hæli og að tryggja að umsóknir hælisleitenda verði teknar fyrir áður en fólkið kemur til Evrópu. Ítalar hafa til að mynda opnað tvær úrvinnslustöðvar í Albaníu og Þjóðverjar hafa tekið upp landamæraeftirlit að nýju. Markmiðið er sagt vera að byggja upp orðspor ESB sem nokkurs konar virki og draga úr hælisumsóknum. Fréttaveitan hefur eftir Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, að hlutirnir séu að breytast í Evrópusambandinu. „Nú er meirihluti leiðtoga að segja það sama: Þetta geti ekki haldið áfram. Fjöldinn sé of mikilli. Við verðum að senda fólk sem færi ekki hæli í Evrópu aftur til baka.“ Dick Schoof, forsætisráðherra Hollands, sló á svipaða strengi og sagði skapið í Evrópu hafa breyst. Árið 2015, þegar mikil krísa myndaðist vegna fjölda fólks sem reyndi að komast til Evrópu frá Mið-Austurlöndum og Afganistan í hundruð þúsunda tali, sagði Angela Merkel, þáverandi kanslari Þýskalands, að vel væri hægt að taka við rúmri milljón manna. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segist ætla að leggja til harðari lög og frekari áætlanir um brottvísanir fólks, samkvæmt frétt Politico. Hún sagði í dag að rætt hefði verið að koma upp úrvinnslustöðvum í öðrum ríkjum. Þá sagði hún að eins og staðan væri í dag, væri einungis fimmtungi þeirra sem neitað væri um hæli, vísar úr ESB. Evrópusambandið Flóttamenn Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, boðaði til fundar í gær og tók hann fram fyrir fundinn að mikil áhersla yrði lögð á umræðu um fólksflutninga. Meðal annars stæði til að ræða aukið eftirlit á landamærum ESB, aukna samvinnu með utanaðkomandi bandamönnum og hertar reglur um brottflutning ólöglegra innflytjenda og þeim sem neitað er um hæli, samkvæmt frétt DW. Það sem af er á þessu ári hefur fjöldi farand- og flóttafólks dregist saman um fjörutíu prósent á þessu ári, frá því fjöldinn náði hámarki í fyrra. Flestir koma til Evrópusambandsins landleiðina úr austri og yfir Miðjarðarhafið. Vilja fella niður réttinn til að sækja um hæli Í austri hafa Pólverjar lengi sakað yfirvöld í Rússlandi og Belarús um að smala fólki að landamærunum og reyna að þvinga það inn í Pólland. Ráðamenn í Póllandi hafa kallað eftir því að rétturinn til að sækja um hæli verði felldur niður tímabundið, vegna þessa aðgerða nágranna þeirra, sem þeir segja að sé ætlað að skapa sundrung í Póllandi og innan ESB. AP fréttaveitan segir leiðtoga sambandsins hafa gefið til kynna að þeir styddu slíkar aðgerðir. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði til að mynda að markmið Rússa væri augljóst. Um blendinn hernað væri að ræða og Pólland og önnur ríki, eins og Finnland og Eistrasaltsríkin, þyrftu að geta varið ESB gegn slíkum aðgerðum. Gera Evrópu að virki Að fundinum loknum voru leiðtogarnir þegar byrjaðir að þróa áætlanir til að flýta brottflutningi fólks sem hefur verið hafnað um hæli og að tryggja að umsóknir hælisleitenda verði teknar fyrir áður en fólkið kemur til Evrópu. Ítalar hafa til að mynda opnað tvær úrvinnslustöðvar í Albaníu og Þjóðverjar hafa tekið upp landamæraeftirlit að nýju. Markmiðið er sagt vera að byggja upp orðspor ESB sem nokkurs konar virki og draga úr hælisumsóknum. Fréttaveitan hefur eftir Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, að hlutirnir séu að breytast í Evrópusambandinu. „Nú er meirihluti leiðtoga að segja það sama: Þetta geti ekki haldið áfram. Fjöldinn sé of mikilli. Við verðum að senda fólk sem færi ekki hæli í Evrópu aftur til baka.“ Dick Schoof, forsætisráðherra Hollands, sló á svipaða strengi og sagði skapið í Evrópu hafa breyst. Árið 2015, þegar mikil krísa myndaðist vegna fjölda fólks sem reyndi að komast til Evrópu frá Mið-Austurlöndum og Afganistan í hundruð þúsunda tali, sagði Angela Merkel, þáverandi kanslari Þýskalands, að vel væri hægt að taka við rúmri milljón manna. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segist ætla að leggja til harðari lög og frekari áætlanir um brottvísanir fólks, samkvæmt frétt Politico. Hún sagði í dag að rætt hefði verið að koma upp úrvinnslustöðvum í öðrum ríkjum. Þá sagði hún að eins og staðan væri í dag, væri einungis fimmtungi þeirra sem neitað væri um hæli, vísar úr ESB.
Evrópusambandið Flóttamenn Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent