Handbolti

Haukar unnu ein­vígið með 35 marka mun

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Haukar áttu ekki í neinum vandræðum með að vinna Eupen.
Haukar áttu ekki í neinum vandræðum með að vinna Eupen. vísir/hulda margrét

Silfurlið síðasta tímabils í Olís-deild kvenna, Haukar, er komið áfram í 2. umferð EHF-bikars kvenna í handbolta eftir þrettán marka sigur á Eupen frá Belgíu, 30-17.

Haukar unnu fyrri leik liðanna í gær með 22 marka mun, 16-38, og spennan fyrir leik dagsins var því lítil.

Sem fyrr sagði unnu Haukar leikinn í dag með þrettán marka mun og einvígið með samtals 35 mörkum, 68-33.

Birta Lind Jóhannsdóttir skoraði átta mörk úr átta skotum fyrir Hauka í dag. Sara Katrín Gunnarsdóttir gerði fimm mörk.

Elísa Helga Sigurðardóttir átti góðan leik í markinu og varði fimmtán skot (47 prósent).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×