Hamilton opnar sig um þunglyndi og einelti: „Hafði engan til að tala við“ Aron Guðmundsson skrifar 30. september 2024 11:14 Lewis Hamilton hefur verið afar sigursæll í Formúlu 1 en þó allt líti út fyrir að vera frábært og æðislegt úi á við er það ekki alltaf raunin. Vísir/Getty Sjöfaldi Formúlu 1 heimsmeistarinn Lewis Hamilton hefur frá unga aldri glímt við þunglyndi samhliða því að reyna skapa sér nafn og skara fram úr í mótorsportheiminum. Í opinskáu viðtali við The Times talar Hamilton um baráttu sína við þunglyndi og opnar sig um einelti sem hann varð fyrir í skóla. Hamilton er sigursælasti Formúlu 1 ökuþór sögunnar með jafnmarga heimsmeistaratitla og sjálf goðsögnin Michael Schumacher og eftir yfirstandandi tímabil mun hann feta í fótspor Schumacher og ganga til liðs við Ferrari og reyna þar að koma ítalska risanum aftur á sigurbraut. Akstursíþróttaferill Hamilton hefur staðið yfir frá því að hann var sex ára gamall en í dag er Hamilton 39 ára. Snemma á ferlinum gerði þunglyndi vart um sig hjá Bretanum og hefur það teygt sig inn á seinni hluta ferilsins. „Ég held að það stafi út frá pressunni sem fylgir því að vera í þessu sporti en á sama tíma átti ég erfitt uppdráttar í skóla. Varð fyrir einelti. Ég hafði engan til að tala við,“ segir Hamilton í viðtali við Times. Eftir því sem liðið hefur á hefur Hamilton, sem hóf feril sinn í Formúlu 1 árið 2007, náð betri tökum á og unnið með andlega líðan sína. „Maður lærir um hulti sem maður hefur erft frá foreldrum sínum, tekur eftir ákveðnu mynstri í því hvernig maður bregst við ákveðnum hlutum og aðstæðum. Hvernig maður getur tekist á við slíkar aðstæður. Það sem að gæti hafa komið illa við mig hér áður fyrr varðandi fortíðina hefur kannski ekki haft áhrif á mig núna.“ Akstursíþróttir Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Í beinni: Víkingur - Borac | Leikur sem gæti skilað Víkingum áfram Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Fótbolti Fleiri fréttir Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Hamilton er sigursælasti Formúlu 1 ökuþór sögunnar með jafnmarga heimsmeistaratitla og sjálf goðsögnin Michael Schumacher og eftir yfirstandandi tímabil mun hann feta í fótspor Schumacher og ganga til liðs við Ferrari og reyna þar að koma ítalska risanum aftur á sigurbraut. Akstursíþróttaferill Hamilton hefur staðið yfir frá því að hann var sex ára gamall en í dag er Hamilton 39 ára. Snemma á ferlinum gerði þunglyndi vart um sig hjá Bretanum og hefur það teygt sig inn á seinni hluta ferilsins. „Ég held að það stafi út frá pressunni sem fylgir því að vera í þessu sporti en á sama tíma átti ég erfitt uppdráttar í skóla. Varð fyrir einelti. Ég hafði engan til að tala við,“ segir Hamilton í viðtali við Times. Eftir því sem liðið hefur á hefur Hamilton, sem hóf feril sinn í Formúlu 1 árið 2007, náð betri tökum á og unnið með andlega líðan sína. „Maður lærir um hulti sem maður hefur erft frá foreldrum sínum, tekur eftir ákveðnu mynstri í því hvernig maður bregst við ákveðnum hlutum og aðstæðum. Hvernig maður getur tekist á við slíkar aðstæður. Það sem að gæti hafa komið illa við mig hér áður fyrr varðandi fortíðina hefur kannski ekki haft áhrif á mig núna.“
Akstursíþróttir Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Í beinni: Víkingur - Borac | Leikur sem gæti skilað Víkingum áfram Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Fótbolti Fleiri fréttir Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira