Keane segir Arteta að taka lyfin sín Aron Guðmundsson skrifar 23. september 2024 10:02 Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal og Roy Keane, sparkspekingur og fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður Vísir/Samsett mynd Roy Keane, sparkspekingur og fyrrum leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United er allt annað en sáttur með Mikel Arteta, knattspyrnustjóra Arsenal, og ummæli hans um Michael Oliver og dómarateymið í stórleik Arsenal gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli en Arsenal hékk á 2-1 forystu sinni alveg þar til að nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum og John Stones jafnaði metin fyrir Manchester City. Skytturnar léku einum manni færri allan seinni hálfleikinn eftir að Belginn Leandro Trossard fékk að líta sitt fyrsta gula spjald með stuttu millibili eftir að hafa sparkað knettinum í burtu eftir að dómari leiksins, téður Michael Oliver, hafði flautað og dæmt aukaspyrnu í kjölfar tæklingar Trossard á Bernardo Silva sem hann fékk sitt seinna gula spjald fyrir. Arteta var allt annað en sáttur með dómarateymi leiksins í viðtali eftir leik og benti á tvö atvik í leiknum sem vörðuðu leikmenn Manchester City sem hann taldi svipuð því atviki sem að Trossard fékk gult spjald fyrir þegar að hann sparkaði knettinum í burtu eftir flaut Oliver. Þar taldi stjóri Arsenal að gula spjaldið hefði þá einnig átt að fara á loft. Roy Keane er ekki ánægður með þróunina hjá knattspyrnustjórum deildarinnar sem hann segir að kvarti of mikið. „Knattspyrnustjórar eru að tjá sig í hverri einustu viku og taka fyrir allar ákvarðanir sem þeir telja að séu gegn sér,“ sagði Roy Keane í útsendingu Sky Sports í kringum leikinn. „Stígðu bara fram og sættu þig við þetta. Innst inni er hann sáttur við stigið. Sýndu bara smá klassa. Þú sem knattspyrnustjóri Arsenal. Segðu frekar: „Hann átti ábyggilega skilið að fá rauða spjaldið, liðið brást vel við því að vera manni undir og svo höldum við áfram frá þessu.“ Taktu lyfin þín og haltu áfram.“ Enski boltinn Tengdar fréttir Varamaðurinn tryggði meisturunum dramatískt stig Arsenal og Manchester City, liðin sem höfnuðu í efstu tveimur sætum ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili, gerðu dramatískt 2-2 jafntefli er liðin mættust í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 22. september 2024 15:02 Ótrúleg og áður óséð tölfræði: Tveir Arsenal-menn áttu enga sendingu Þeir Kai Havertz og Jurriën Timber áttu sinn þátt í 2-2 jafntefli Arsenal gegn Manchester City í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gær. Hvorugur þeirra átti þó eina einustu sendingu á samherja. 23. september 2024 08:01 Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Fleiri fréttir Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Sjá meira
Leiknum lauk með 2-2 jafntefli en Arsenal hékk á 2-1 forystu sinni alveg þar til að nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum og John Stones jafnaði metin fyrir Manchester City. Skytturnar léku einum manni færri allan seinni hálfleikinn eftir að Belginn Leandro Trossard fékk að líta sitt fyrsta gula spjald með stuttu millibili eftir að hafa sparkað knettinum í burtu eftir að dómari leiksins, téður Michael Oliver, hafði flautað og dæmt aukaspyrnu í kjölfar tæklingar Trossard á Bernardo Silva sem hann fékk sitt seinna gula spjald fyrir. Arteta var allt annað en sáttur með dómarateymi leiksins í viðtali eftir leik og benti á tvö atvik í leiknum sem vörðuðu leikmenn Manchester City sem hann taldi svipuð því atviki sem að Trossard fékk gult spjald fyrir þegar að hann sparkaði knettinum í burtu eftir flaut Oliver. Þar taldi stjóri Arsenal að gula spjaldið hefði þá einnig átt að fara á loft. Roy Keane er ekki ánægður með þróunina hjá knattspyrnustjórum deildarinnar sem hann segir að kvarti of mikið. „Knattspyrnustjórar eru að tjá sig í hverri einustu viku og taka fyrir allar ákvarðanir sem þeir telja að séu gegn sér,“ sagði Roy Keane í útsendingu Sky Sports í kringum leikinn. „Stígðu bara fram og sættu þig við þetta. Innst inni er hann sáttur við stigið. Sýndu bara smá klassa. Þú sem knattspyrnustjóri Arsenal. Segðu frekar: „Hann átti ábyggilega skilið að fá rauða spjaldið, liðið brást vel við því að vera manni undir og svo höldum við áfram frá þessu.“ Taktu lyfin þín og haltu áfram.“
Enski boltinn Tengdar fréttir Varamaðurinn tryggði meisturunum dramatískt stig Arsenal og Manchester City, liðin sem höfnuðu í efstu tveimur sætum ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili, gerðu dramatískt 2-2 jafntefli er liðin mættust í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 22. september 2024 15:02 Ótrúleg og áður óséð tölfræði: Tveir Arsenal-menn áttu enga sendingu Þeir Kai Havertz og Jurriën Timber áttu sinn þátt í 2-2 jafntefli Arsenal gegn Manchester City í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gær. Hvorugur þeirra átti þó eina einustu sendingu á samherja. 23. september 2024 08:01 Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Fleiri fréttir Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Sjá meira
Varamaðurinn tryggði meisturunum dramatískt stig Arsenal og Manchester City, liðin sem höfnuðu í efstu tveimur sætum ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili, gerðu dramatískt 2-2 jafntefli er liðin mættust í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 22. september 2024 15:02
Ótrúleg og áður óséð tölfræði: Tveir Arsenal-menn áttu enga sendingu Þeir Kai Havertz og Jurriën Timber áttu sinn þátt í 2-2 jafntefli Arsenal gegn Manchester City í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gær. Hvorugur þeirra átti þó eina einustu sendingu á samherja. 23. september 2024 08:01