Ísraelar ráðast í umfangsmiklar loftárásir og hvetja íbúa til að flýja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. september 2024 07:12 Reyk leggur frá þorpinu Kfar Rouman í Líbanon eftir loftárás Ísraelshers. AP/Hussein Malla Ísraelsher hefur hvatt íbúa í þorpum í suðurhluta Líbanon, sem kunna að búa nærri byggingum eða svæðum þar sem Hezbollah er með hernaðarinnviði, til að forða sér. Herinn hóf umfangsmiklar loftárásir á skotmörk í Líbanon í nótt, sökum vísbendinga um að Hezbollah væri að undirbúa árásir á skotmörk í Ísrael. Hezbollah-samtökin skutu yfir 100 eldflaugum á skotmörk í norðurhluta Ísrael í gærmorgun og lentu sumar nærri borginni Haifa. Þær aðgerðir komu í kjölfar árása Ísraelsmanna á Beirut á föstudag, þar sem 45 létust, þeirra á meðal nokkrir helstu leiðtogar Hezbollah. Ráðamenn í Ísrael segja hernaðaraðgerðir munu standa yfir þar til íbúum í norðurhluta landsins er óhætt að snúa heim en talsmenn Hezbollah hafa sagt á móti að þeir muni aldrei eiga afturkvæmt. IDF Spokesperson RAdm. Daniel Hagari exposing Hezbollah’s way of firing missiles from civilian homes, and how the IDF plans on dismantling it: pic.twitter.com/smkfjv6VDh— Israel Defense Forces (@IDF) September 23, 2024 Ísraelar hafa ekki útilokað að ráðast inn í Líbanon til að ná fram markmiðum sínum en varnarmálaráðherrann Yoav Gallant greindi frá því í morgun að hann hefði rætt við Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í nótt. Gallant sagðist hafa veitt kollega sínum upplýsingar um mat Ísraelsmanna á þeirri hættu sem stafaði af Hezbollah og greint honum frá aðgerðum til að draga úr getu samtakanna til að ráðast gegn almenningi í Ísrael. Þá eru Gallant og Austin sagðir hafa rætt ástandið á svæðinu almennt og Íran og bandamenn Írana. Bandaríkjamenn segjast ekki hafa verið upplýstir um árásir síðustu viku, þar sem símboðar og talstöðvar sprungu. Ísraelar eru almennt taldir hafa staðið fyrir árásunum en hafa ekki lýst þeim á hendur sér. Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Sjá meira
Herinn hóf umfangsmiklar loftárásir á skotmörk í Líbanon í nótt, sökum vísbendinga um að Hezbollah væri að undirbúa árásir á skotmörk í Ísrael. Hezbollah-samtökin skutu yfir 100 eldflaugum á skotmörk í norðurhluta Ísrael í gærmorgun og lentu sumar nærri borginni Haifa. Þær aðgerðir komu í kjölfar árása Ísraelsmanna á Beirut á föstudag, þar sem 45 létust, þeirra á meðal nokkrir helstu leiðtogar Hezbollah. Ráðamenn í Ísrael segja hernaðaraðgerðir munu standa yfir þar til íbúum í norðurhluta landsins er óhætt að snúa heim en talsmenn Hezbollah hafa sagt á móti að þeir muni aldrei eiga afturkvæmt. IDF Spokesperson RAdm. Daniel Hagari exposing Hezbollah’s way of firing missiles from civilian homes, and how the IDF plans on dismantling it: pic.twitter.com/smkfjv6VDh— Israel Defense Forces (@IDF) September 23, 2024 Ísraelar hafa ekki útilokað að ráðast inn í Líbanon til að ná fram markmiðum sínum en varnarmálaráðherrann Yoav Gallant greindi frá því í morgun að hann hefði rætt við Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í nótt. Gallant sagðist hafa veitt kollega sínum upplýsingar um mat Ísraelsmanna á þeirri hættu sem stafaði af Hezbollah og greint honum frá aðgerðum til að draga úr getu samtakanna til að ráðast gegn almenningi í Ísrael. Þá eru Gallant og Austin sagðir hafa rætt ástandið á svæðinu almennt og Íran og bandamenn Írana. Bandaríkjamenn segjast ekki hafa verið upplýstir um árásir síðustu viku, þar sem símboðar og talstöðvar sprungu. Ísraelar eru almennt taldir hafa staðið fyrir árásunum en hafa ekki lýst þeim á hendur sér.
Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Sjá meira