Skiptast á eldflaugum í massavís Samúel Karl Ólason skrifar 22. september 2024 07:37 Flugskeyti úr loftvarnarkerfi Ísrael skotið á eftir eldflaug frá Líbanon. AP/Baz Ratner Ísraelski herinn og Hezbollah hafa skotið fjölda eldflauga þvers og kruss yfir landamæri Ísrael og Líbanon í nótt og í gær. Árásirnar hafa líklega aldrei verið jafn umfangsmiklar í hvora áttina frá því Hezbollah hóf árásir á Ísrael í október í fyrra, eftir að Ísraelar hófu hernað sinn á Gasaströndinni. Þessi átök hafa leitt til tuga dauðsfalla í Ísrael en hundruð dauðsfalla í Líbanon og tugir þúsunda beggja vegna við landamærin hafa þurft að flýja heimili sín. Forsvarsmenn hersins segjast hafa gert árásir á um 400 skotmörk í Líbanon í gær og að þeir hafi grandað þúsundum eldflauga og skotpalla fyrir eldflaugar, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Talið er að vígamenn Hezbollah hafi setið á allt að 150 þúsund eldflaugum, sem þeir hafa fengið frá Íran og framleitt sjálfir um langt skeið. Sjá einnig: Ísraelar gerðu áhlaup á leynilega vopnaverksmiðju í Sýrlandi Þá hafa Ísraelar lokað skólum og bannað stórar samkomur víðsvegar um norðanvert landið vegna linnulausra eldflaugaárása frá Líbanon og einnig frá Írak, þar sem aðrir vígahópar sem Íranar styðja starfa. Slökkviliðsmenn og aðrir að störfum nærri Haifa í morgun eftir að eldflaug lenti þar.AP/Gil Nechushtan Ísraelar segja að Hezbollah hafi skotið rúmlega hundrað eldflaugum í nótt og í morgun. Flestar voru skotnar niður en nokkrar þeirra lentu í borginni Haifa og í úthverfum hennar. Enn sem komið er hafa engar fregnir borist af mannfalli, samkvæmt frétt Reuters. Nokkrir eru sagðir hafa særst í árásunum. Dashcam footage shows the impact of a missile launched by Hezbollah in Kiryat Biyalik, north of Haifa #Israel pic.twitter.com/JxdkHakkaX— Michael A. Horowitz (@michaelh992) September 22, 2024 Leiðtogar Hezbollah segjast hafa skotið tugum svokallaðra Fadi 1 og Fadi 2 eldflaugum að herstöð suður af Hafia. Það eru eldflaugar sem þeir hafa aldrei notað áður og Ísraelar segja þetta í fyrsta sinn sem Hezbollah gerir árásir svo sunnarlega í landinu. Nýr fasi stríðsins Eins og áður hefur komið fram hefur verið gífurleg spenna á landamærum Ísrael og Líbanon um langt skeið. Ráðamenn í Ísrael virðast nýverið hafa tekið þá ákvörðun að gera umfangsmeiri árásir á Hezbollah og ku markmiðið vera að reyna að stöðva árásir samtakanna á norðurhluta Ísrael. Ráðamenn hafa lýst ástandinu á þann veg að stríðið sé komið í „nýjan fasa“ og hefur jafnvel verið rætt um að gera innrás í Líbanon og reka vígamenn Hezbollah frá suðurhluta landsins. Þessi nýi fasi hófst fyrr í vikunni þegar þúsundir símboða, sem notaðir voru af vígamönnum Hezbollah, sprungu samstundis í loft upp. Degi síðar sprungu svo fjölmargar talstöðvar samtakanna. Einn af æðstu leiðtogum samtakanna var svo feldur í loftárás í Beirút, samhliða mörgum af hans næstu undirmönnum í hernaðararmi Hezbollah. Þá eru þeir sagðir hafa verið á fundi í kjallara fjölbýlishúss en minnst 37 létu lífið í árásinni, þar á meðal sjö konur og þrjú börn. Sjá einnig: Felldu marga leiðtoga Hezbollah í einni árás Sendiráð Bandaríkjanna í Beirút hefur ráðlagt Bandaríkjamönnum í Líbanon að yfirgefa landið við fyrsta tækifæri á meðan það sé hægt. Yfirvöld í Jórdaníu, nágrannaríki Líbanon hafa gefið út sambærilega ráðleggingu. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Vörpuðu líkum fram af húsþaki á Vesturbakkanum Ísraelsher rannsakar nú hóp hermanna sem náðust á myndbandi kasta líkum Palestínumanna fram af húsþaki eftir rassíu á Vesturbakkanum. Meðferðin á líkunum stríðir gegn alþjóðalögum. 20. september 2024 21:08 Ísraelar gera umfangsmiklar loftárásir á skotmörk í Líbanon Herþotur Ísraelshers gerðu árásir á fjölda skotmarka í suðurhluta Líbanon í gærkvöldi, aðeins klukkustundum eftir að Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, hét hefndum fyrir sprengingar símboða og talstöðva liðsmanna samtakanna. 20. september 2024 06:37 Hafa séð Hezbollah fyrir símboðum í tvö ár Ísraelar hafa selt meðlimum Hezbollah-hryðjuverkasamtakanna símboða sem þeir framleiddu sjálfir gegnum skúffufélög frá árinu 2022. Þegar leiðtogi samtakanna fordæmdi notkun snjallsíma fyrr á þessu ári var framleiðslan aukin til muna og þúsundir símboða voru seldir til Líbanon. 19. september 2024 15:03 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Þessi átök hafa leitt til tuga dauðsfalla í Ísrael en hundruð dauðsfalla í Líbanon og tugir þúsunda beggja vegna við landamærin hafa þurft að flýja heimili sín. Forsvarsmenn hersins segjast hafa gert árásir á um 400 skotmörk í Líbanon í gær og að þeir hafi grandað þúsundum eldflauga og skotpalla fyrir eldflaugar, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Talið er að vígamenn Hezbollah hafi setið á allt að 150 þúsund eldflaugum, sem þeir hafa fengið frá Íran og framleitt sjálfir um langt skeið. Sjá einnig: Ísraelar gerðu áhlaup á leynilega vopnaverksmiðju í Sýrlandi Þá hafa Ísraelar lokað skólum og bannað stórar samkomur víðsvegar um norðanvert landið vegna linnulausra eldflaugaárása frá Líbanon og einnig frá Írak, þar sem aðrir vígahópar sem Íranar styðja starfa. Slökkviliðsmenn og aðrir að störfum nærri Haifa í morgun eftir að eldflaug lenti þar.AP/Gil Nechushtan Ísraelar segja að Hezbollah hafi skotið rúmlega hundrað eldflaugum í nótt og í morgun. Flestar voru skotnar niður en nokkrar þeirra lentu í borginni Haifa og í úthverfum hennar. Enn sem komið er hafa engar fregnir borist af mannfalli, samkvæmt frétt Reuters. Nokkrir eru sagðir hafa særst í árásunum. Dashcam footage shows the impact of a missile launched by Hezbollah in Kiryat Biyalik, north of Haifa #Israel pic.twitter.com/JxdkHakkaX— Michael A. Horowitz (@michaelh992) September 22, 2024 Leiðtogar Hezbollah segjast hafa skotið tugum svokallaðra Fadi 1 og Fadi 2 eldflaugum að herstöð suður af Hafia. Það eru eldflaugar sem þeir hafa aldrei notað áður og Ísraelar segja þetta í fyrsta sinn sem Hezbollah gerir árásir svo sunnarlega í landinu. Nýr fasi stríðsins Eins og áður hefur komið fram hefur verið gífurleg spenna á landamærum Ísrael og Líbanon um langt skeið. Ráðamenn í Ísrael virðast nýverið hafa tekið þá ákvörðun að gera umfangsmeiri árásir á Hezbollah og ku markmiðið vera að reyna að stöðva árásir samtakanna á norðurhluta Ísrael. Ráðamenn hafa lýst ástandinu á þann veg að stríðið sé komið í „nýjan fasa“ og hefur jafnvel verið rætt um að gera innrás í Líbanon og reka vígamenn Hezbollah frá suðurhluta landsins. Þessi nýi fasi hófst fyrr í vikunni þegar þúsundir símboða, sem notaðir voru af vígamönnum Hezbollah, sprungu samstundis í loft upp. Degi síðar sprungu svo fjölmargar talstöðvar samtakanna. Einn af æðstu leiðtogum samtakanna var svo feldur í loftárás í Beirút, samhliða mörgum af hans næstu undirmönnum í hernaðararmi Hezbollah. Þá eru þeir sagðir hafa verið á fundi í kjallara fjölbýlishúss en minnst 37 létu lífið í árásinni, þar á meðal sjö konur og þrjú börn. Sjá einnig: Felldu marga leiðtoga Hezbollah í einni árás Sendiráð Bandaríkjanna í Beirút hefur ráðlagt Bandaríkjamönnum í Líbanon að yfirgefa landið við fyrsta tækifæri á meðan það sé hægt. Yfirvöld í Jórdaníu, nágrannaríki Líbanon hafa gefið út sambærilega ráðleggingu.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Vörpuðu líkum fram af húsþaki á Vesturbakkanum Ísraelsher rannsakar nú hóp hermanna sem náðust á myndbandi kasta líkum Palestínumanna fram af húsþaki eftir rassíu á Vesturbakkanum. Meðferðin á líkunum stríðir gegn alþjóðalögum. 20. september 2024 21:08 Ísraelar gera umfangsmiklar loftárásir á skotmörk í Líbanon Herþotur Ísraelshers gerðu árásir á fjölda skotmarka í suðurhluta Líbanon í gærkvöldi, aðeins klukkustundum eftir að Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, hét hefndum fyrir sprengingar símboða og talstöðva liðsmanna samtakanna. 20. september 2024 06:37 Hafa séð Hezbollah fyrir símboðum í tvö ár Ísraelar hafa selt meðlimum Hezbollah-hryðjuverkasamtakanna símboða sem þeir framleiddu sjálfir gegnum skúffufélög frá árinu 2022. Þegar leiðtogi samtakanna fordæmdi notkun snjallsíma fyrr á þessu ári var framleiðslan aukin til muna og þúsundir símboða voru seldir til Líbanon. 19. september 2024 15:03 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Vörpuðu líkum fram af húsþaki á Vesturbakkanum Ísraelsher rannsakar nú hóp hermanna sem náðust á myndbandi kasta líkum Palestínumanna fram af húsþaki eftir rassíu á Vesturbakkanum. Meðferðin á líkunum stríðir gegn alþjóðalögum. 20. september 2024 21:08
Ísraelar gera umfangsmiklar loftárásir á skotmörk í Líbanon Herþotur Ísraelshers gerðu árásir á fjölda skotmarka í suðurhluta Líbanon í gærkvöldi, aðeins klukkustundum eftir að Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, hét hefndum fyrir sprengingar símboða og talstöðva liðsmanna samtakanna. 20. september 2024 06:37
Hafa séð Hezbollah fyrir símboðum í tvö ár Ísraelar hafa selt meðlimum Hezbollah-hryðjuverkasamtakanna símboða sem þeir framleiddu sjálfir gegnum skúffufélög frá árinu 2022. Þegar leiðtogi samtakanna fordæmdi notkun snjallsíma fyrr á þessu ári var framleiðslan aukin til muna og þúsundir símboða voru seldir til Líbanon. 19. september 2024 15:03