Felldu marga leiðtoga Hezbollah í einni árás Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2024 16:52 Margir eru sagðir liggja í valnum eftir loftárás á fjölbýlishús í Beirút í morgun. Ísraelar segja háttsetta meðlimi Hezbollah hafa fundað undir húsinu. AP/Bilal Hussein Talsmaður Ísraelshers segir að þó nokkrir af háttsettum leiðtogum Hezbollah-samtakanna hafi verið felldir í loftárás í Beirút í dag. Helsta skotmark árásarinnar var Ibrahim Aqil, einn af æðstu leiðtogum samtakanna sem sagður var hafa leitt hernaðararm Hezbollah eftir að fyrrverandi leiðtogi þessa arms var ráðinn af dögum í júlí. Þar að auki leiddi hann hinar svokölluðu Radwan-sveitir Hezbollah, sem eru nokkurs konar sérsveitir samtakanna. Ísraelar segja að ásamt Aqil hafi að minnsta kosti tíu af æðstu meðlimum Radwan-sveitanna fallið. Forsvarsmenn hersins halda því fram að mennirnir hafi verið á fundi um að mögulegar árásir á byggðir í Ísrael þegar nokkrum sprengjum var varpað á fjölbýlishús sem mennirnir eru sagðir hafa verið í. Aqil var einnig eftirlýstur í Bandaríkjunum fyrir aðkomu hans að árás á sendiráð Bandaríkjanna í Beirút og mannskæðri sprengjuárás í bragga bandarískra landgönguliða í Beirút en báðar árásirnar voru gerðar árið 1983. Sjá einnig: Felldu einn af leiðtogum Hezbollah Daniel Hagari, talsmaður ísraelska hersins, segir að áðurnefndur fundur hafi farið fram undir fjölbýlishúsinu sem loftárásin var gerð á í dag. Ísraelski miðillinn Haaretz sagði frá því að Aqil hafi verið útskráður af sjúkrahúsi í morgun, eftir að hann særðist þegar símboðar Hezbollah sprungu í loft upp fyrr í vikunni. Heilbrigðisráðuneyti Líbanon segir að minnsta kosti níu hafa fallið í árásinni og að nærri því sextíu séu særðir, samkvæmt AP fréttaveitunni. Eftir árásina í morgun skutu meðlimir Hezbollah fjölmörgum eldflaugum að Ísrael. Gífurlega spenna er nú á landamærum Ísraels og Líbanon, þar sem árásum á báða bóga hefur farið fjölgandi. Hezbollah hófu árásir með eldflaugum og drónum upprunalega þann 8. október og hafa Ísraelar gert fjölmargar loft- og stórskotaliðsárásir yfir landamærin. Spennan náði svo nýjum hæðum á dögunum þegar þúsundir símboða í eigu vígamanna Hezbollah sprungu í loft upp. Ísraelar hófu svo í gær umfangsmiklar árásir í suðurhluta Líbanon. Sjá einnig: Hafa séð Hezbollah fyrir símboðum í tvö ár Ráðamenn í Ísrael hafa talað um nýjan „áfanga“ í stríðinu og hefur verið deilt um það hvort herinn eigi að gera innrás í suðurhluta Líbanon. Einn talsmanna Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, sagði í dag að enn væri verið að leita friðsamlegra lausna á deilunni. Blaðamður Axios hefur þó eftir ónafngreindum ísraelskum embættismanni að þar á bæ sé talið að ekki sé lengur hægt að finna friðsama lausn. Þess í stað hafi verið ákveðið að engin vetlingatök dugi lengur til og árásum á samtökin fjölgað. Líbanon Ísrael Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Ísraelar gera umfangsmiklar loftárásir á skotmörk í Líbanon Herþotur Ísraelshers gerðu árásir á fjölda skotmarka í suðurhluta Líbanon í gærkvöldi, aðeins klukkustundum eftir að Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, hét hefndum fyrir sprengingar símboða og talstöðva liðsmanna samtakanna. 20. september 2024 06:37 Gera umfangsmiklar árásir í Líbanon Forvarsmenn ísraelska hersins hafa tilkynnt nýjar árásir gegn Hezbollah-samtökunum í suðurhluta Líbanon. Formaður herforingjaráðs Ísraels segist hafa samþykkt aðgerðaáætlun fyrir herinn í norðurhluta Ísrael. 19. september 2024 14:03 Talstöðvar springa einnig í Beirút Degi eftir að fjölmargir símboðar í notkun meðal meðlima Hezbollah-samtakanna í Líbanon og Sýrlandi sprungu, gerðist það sama með talstöðvar þeirra. Sprengingar hafa átt sér stað víðsvegar um Beirút og annarsstaðar í Líbanon. 18. september 2024 14:37 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Þar að auki leiddi hann hinar svokölluðu Radwan-sveitir Hezbollah, sem eru nokkurs konar sérsveitir samtakanna. Ísraelar segja að ásamt Aqil hafi að minnsta kosti tíu af æðstu meðlimum Radwan-sveitanna fallið. Forsvarsmenn hersins halda því fram að mennirnir hafi verið á fundi um að mögulegar árásir á byggðir í Ísrael þegar nokkrum sprengjum var varpað á fjölbýlishús sem mennirnir eru sagðir hafa verið í. Aqil var einnig eftirlýstur í Bandaríkjunum fyrir aðkomu hans að árás á sendiráð Bandaríkjanna í Beirút og mannskæðri sprengjuárás í bragga bandarískra landgönguliða í Beirút en báðar árásirnar voru gerðar árið 1983. Sjá einnig: Felldu einn af leiðtogum Hezbollah Daniel Hagari, talsmaður ísraelska hersins, segir að áðurnefndur fundur hafi farið fram undir fjölbýlishúsinu sem loftárásin var gerð á í dag. Ísraelski miðillinn Haaretz sagði frá því að Aqil hafi verið útskráður af sjúkrahúsi í morgun, eftir að hann særðist þegar símboðar Hezbollah sprungu í loft upp fyrr í vikunni. Heilbrigðisráðuneyti Líbanon segir að minnsta kosti níu hafa fallið í árásinni og að nærri því sextíu séu særðir, samkvæmt AP fréttaveitunni. Eftir árásina í morgun skutu meðlimir Hezbollah fjölmörgum eldflaugum að Ísrael. Gífurlega spenna er nú á landamærum Ísraels og Líbanon, þar sem árásum á báða bóga hefur farið fjölgandi. Hezbollah hófu árásir með eldflaugum og drónum upprunalega þann 8. október og hafa Ísraelar gert fjölmargar loft- og stórskotaliðsárásir yfir landamærin. Spennan náði svo nýjum hæðum á dögunum þegar þúsundir símboða í eigu vígamanna Hezbollah sprungu í loft upp. Ísraelar hófu svo í gær umfangsmiklar árásir í suðurhluta Líbanon. Sjá einnig: Hafa séð Hezbollah fyrir símboðum í tvö ár Ráðamenn í Ísrael hafa talað um nýjan „áfanga“ í stríðinu og hefur verið deilt um það hvort herinn eigi að gera innrás í suðurhluta Líbanon. Einn talsmanna Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, sagði í dag að enn væri verið að leita friðsamlegra lausna á deilunni. Blaðamður Axios hefur þó eftir ónafngreindum ísraelskum embættismanni að þar á bæ sé talið að ekki sé lengur hægt að finna friðsama lausn. Þess í stað hafi verið ákveðið að engin vetlingatök dugi lengur til og árásum á samtökin fjölgað.
Líbanon Ísrael Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Ísraelar gera umfangsmiklar loftárásir á skotmörk í Líbanon Herþotur Ísraelshers gerðu árásir á fjölda skotmarka í suðurhluta Líbanon í gærkvöldi, aðeins klukkustundum eftir að Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, hét hefndum fyrir sprengingar símboða og talstöðva liðsmanna samtakanna. 20. september 2024 06:37 Gera umfangsmiklar árásir í Líbanon Forvarsmenn ísraelska hersins hafa tilkynnt nýjar árásir gegn Hezbollah-samtökunum í suðurhluta Líbanon. Formaður herforingjaráðs Ísraels segist hafa samþykkt aðgerðaáætlun fyrir herinn í norðurhluta Ísrael. 19. september 2024 14:03 Talstöðvar springa einnig í Beirút Degi eftir að fjölmargir símboðar í notkun meðal meðlima Hezbollah-samtakanna í Líbanon og Sýrlandi sprungu, gerðist það sama með talstöðvar þeirra. Sprengingar hafa átt sér stað víðsvegar um Beirút og annarsstaðar í Líbanon. 18. september 2024 14:37 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Ísraelar gera umfangsmiklar loftárásir á skotmörk í Líbanon Herþotur Ísraelshers gerðu árásir á fjölda skotmarka í suðurhluta Líbanon í gærkvöldi, aðeins klukkustundum eftir að Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, hét hefndum fyrir sprengingar símboða og talstöðva liðsmanna samtakanna. 20. september 2024 06:37
Gera umfangsmiklar árásir í Líbanon Forvarsmenn ísraelska hersins hafa tilkynnt nýjar árásir gegn Hezbollah-samtökunum í suðurhluta Líbanon. Formaður herforingjaráðs Ísraels segist hafa samþykkt aðgerðaáætlun fyrir herinn í norðurhluta Ísrael. 19. september 2024 14:03
Talstöðvar springa einnig í Beirút Degi eftir að fjölmargir símboðar í notkun meðal meðlima Hezbollah-samtakanna í Líbanon og Sýrlandi sprungu, gerðist það sama með talstöðvar þeirra. Sprengingar hafa átt sér stað víðsvegar um Beirút og annarsstaðar í Líbanon. 18. september 2024 14:37