Það mun McLaren ætla gera án þess að fórna og miklu eða fara á svig við gildi sín.
„Heildarmarkmiðið snýr að því að við erum staðráðin í að vinna. Við viljum hins vegar vinna á réttum forsendum,“ segir Stella í samtali við BBC.
Hagsmunir liðsins verði ávallt ofan á „en einnig viljum við vera sanngjarnir gagnvart okkar ökuþórum.“
Samtalið hafi verið tekið við Piastri sem hefur verið öflugur upp á síðkastið. Það er hins vegar Lando Norris sem á mesta möguleika á því að skáka Verstappen í baráttunni um heimsmeistaratitil ökuþóra. Munurinn milli þeirra er 62 stig þegar að enn eru að hámarki 232 stig fyrir hvern ökuþóra að vinna sér inn til loka tímabilsins.
„Jafnvel þegar að ég sagði við Oscar „Myndirðu geta gefið frá þér sigur fyrir Lando?“ Þá sagði hann: „Það yrði sársaukafullt en ef það er það rétta í stöðunni þá mun ég gera það.“
Formúla 1 mætir á götur Baku í Azerbaijan um komandi helgi. Sýnt er frá keppnishelginni á Vodafone Sport rásinni.