Arsenal komst í 1-0 en þurfti að leika manni færri í fjörutíu mínútur eftir að Declan Rice fékk sitt annað gula spjald. Brighton nýtti sér það og náði að jafna metin.
„Á meðan það voru ellefu að spila á móti ellefu þá áttum við skilið að vinna leikinn og við áttum líka skilið að vinna þegar við vorum tíu á móti ellefu. Þetta eru tvö töpuð stig,“ sagði Arteta við MOTD.
„Ég var undrandi á rauða spjaldinu. Í fyrri hálfleik þegar mótherjar okkar gerðu þetta þá var ekkert spjald. Hann fer eftir bókinni á hættulitlum stað á vellinum þar sem boltinn fer aftan í hælinn hans. Hann getur rökstutt þetta með lögunum en lágmarkið er að vera samkvæmur sjálfum sér. Hefði hann gert að þá hefði þetta verið tíu á móti tíu,“ sagði Arteta.
„Það var samt stórkostlegt að sjá viðbrögð stuðningsmannanna eftir að við lentum undir. Við bjuggum til tvö mjög góð færi einn á móti einum og áttum að vinna þennan leik,“ sagði Arteta.