Di María: Louis van Gaal er versti stjórinn á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2024 11:02 Angel di Maria tekinn af velli á tíma sínum með Manchester United og Louis van Gaal fylgist vel. Getty/Matthew Peters Argentínski knattspyrnumaðurinn Ángel Di María er ekki neinum vafa um hver sé versti knattspyrnustjórinn sem hann hefur haft á sínum langa og farsæla ferli. Í viðtali við ESPN í Argentínu þá Di María rifjaði hann upp afar svekkjandi tímabil sitt sem leikmaður Manchester United. Enginn vafi „Sá versti er Van Gaal, þú getur fullvissað þig um það. Ef að það var einhver vafi þá skal kem ég því endanlega á hreint núna,“ sagði Di María. Hollenski knattspyrnustjórinn Louis van Gaal kom þannig upp í samtalinu þótt að Di María hafi þarna verið beðinn um að nefna þrjá bestu knatttspyrnustjóra ferilsins. ESPN segir frá. Di María lék undir stjórn Van Gaal á 2014-15 tímabilinu. Hann byrjaði vel í búningi United með þremur mörkum og fjórum stoðsendingum í fyrstu sex leikjum sínum en svo fór allt að ganga á afturfótunum. Hann var seldur til Paris Saint Germain sumarið eftir. Persónuleg vandamál Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Di María hefur skotið á Van Gaal. Van Gaal sjálfur hefur alltaf talað vel um Di María þegar hann er spurður út í fyrrum leikmann sinn. Hann sagði þó að hann argentínski leikmaðurinn hafi verið að glíma við persónuleg vandamál þegar hann var hjá United. Þjálfarnir þrír sem Di María nefndi sem þá bestu voru Lionel Scaloni, núverandi landsliðsþjálfari, Alejandro Sabella, fyrrum fyrrum landsliðsþjálfari og þá sagðist leikmaðurinn alltaf hugsa hlýlega til Diego heitins Maradona, sem þjálfaði hann einnig hjá landsliðinu. Meira eins og vinur, bróðir eða faðir „Ég lít ekki á hann sem stjóra því í mínum augum var hann meira náinn vinur, einhver sem var til í að ræða málin. Hann var alltaf meira eins og vinur, bróðir eða faðir. Kannski faðir frekar en nokkuð annað,“ sagði Di María. „Hann trúði á mig þegar enginn annar gerði það og hjálpaði mér að taka næsta skref. Því meiri gagnrýni sem ég fékk þeim mun meiri stuðning fékk ég frá honum,“ sagði Di María. „Ég hef sagt það áður. Leo Messi er sá besti allra tíma en Diego er Diego. Hann er það fyrir mér, fyrir Argentínu og fyrir öllum heiminum,“ sagði Di María. Enski boltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Fleiri fréttir Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Sjá meira
Í viðtali við ESPN í Argentínu þá Di María rifjaði hann upp afar svekkjandi tímabil sitt sem leikmaður Manchester United. Enginn vafi „Sá versti er Van Gaal, þú getur fullvissað þig um það. Ef að það var einhver vafi þá skal kem ég því endanlega á hreint núna,“ sagði Di María. Hollenski knattspyrnustjórinn Louis van Gaal kom þannig upp í samtalinu þótt að Di María hafi þarna verið beðinn um að nefna þrjá bestu knatttspyrnustjóra ferilsins. ESPN segir frá. Di María lék undir stjórn Van Gaal á 2014-15 tímabilinu. Hann byrjaði vel í búningi United með þremur mörkum og fjórum stoðsendingum í fyrstu sex leikjum sínum en svo fór allt að ganga á afturfótunum. Hann var seldur til Paris Saint Germain sumarið eftir. Persónuleg vandamál Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Di María hefur skotið á Van Gaal. Van Gaal sjálfur hefur alltaf talað vel um Di María þegar hann er spurður út í fyrrum leikmann sinn. Hann sagði þó að hann argentínski leikmaðurinn hafi verið að glíma við persónuleg vandamál þegar hann var hjá United. Þjálfarnir þrír sem Di María nefndi sem þá bestu voru Lionel Scaloni, núverandi landsliðsþjálfari, Alejandro Sabella, fyrrum fyrrum landsliðsþjálfari og þá sagðist leikmaðurinn alltaf hugsa hlýlega til Diego heitins Maradona, sem þjálfaði hann einnig hjá landsliðinu. Meira eins og vinur, bróðir eða faðir „Ég lít ekki á hann sem stjóra því í mínum augum var hann meira náinn vinur, einhver sem var til í að ræða málin. Hann var alltaf meira eins og vinur, bróðir eða faðir. Kannski faðir frekar en nokkuð annað,“ sagði Di María. „Hann trúði á mig þegar enginn annar gerði það og hjálpaði mér að taka næsta skref. Því meiri gagnrýni sem ég fékk þeim mun meiri stuðning fékk ég frá honum,“ sagði Di María. „Ég hef sagt það áður. Leo Messi er sá besti allra tíma en Diego er Diego. Hann er það fyrir mér, fyrir Argentínu og fyrir öllum heiminum,“ sagði Di María.
Enski boltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Fleiri fréttir Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Sjá meira