Gera allt til að vernda Guðrúnu og félaga eftir hótanirnar Sindri Sverrisson skrifar 27. ágúst 2024 10:02 Guðrún Arnardóttir er hér að fara að skora sigurmarkið gegn Häcken í gær. Urszula Striner Landsliðskonan Guðrún Arnardóttir og aðrir leikmenn Rosengård munu nú æfa á bakvið luktar dyr, í kjölfar hótana í garð eins af leikmönnum félagsins. Guðrún var hetja Rosengård í toppslag sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gær þegar hún skoraði eina markið í sigri gegn Häcken. Samkvæmt ákvörðun stjórnenda Rosengård mættu leikmenn Rosengård ekki í viðtöl eftir leikinn, vegna hótananna, og nú hefur æfingasvæðinu verið lokað fyrir ókunnugum. View this post on Instagram A post shared by FC Rosengård (@fcrosengard) Hótanirnar beindust gegn einum leikmanna Rosengård en ekki hefur komið fram hver það er. Þær voru sendar á eitt af netföngum félagsins, bæði í fyrradag og í gær, áður en leikurinn fór fram. Í annað sinn á árinu sem leikmanni er hótað Þetta er í annað sinn á árinu sem leikmanni Rosengård er hótað því það gerðist einnig í maí, í gegnum Youtube. Håkan Wifvesson, formaður Rosengård, segir að félagið hafi strax haft samband við lögreglu. „Við höfum átt viðræður við lögregluna og svo töluðum við einnig við sænska knattspyrnusambandið og öryggisdeild þess. Við förum eftir þeim verkferlum sem eru til staðar,“ sagði Wifvesson. „Okkur finnst þetta auðvitað mjög sorglegt. Við erum með leikmenn sem eru fyrirmyndir og ætla sér að sýna sitt allra besta í toppslag, en svo er maður með þessar hótanir aftast í höfðinu. Við vonum að rannsókn lögreglu skili árangri,“ sagði Wifvesson við Aftonbladet. Guðrún Arnardóttir fagnar marki sínu gegn Häcken í gær. Hvorki hún né aðrir leikmenn fá að tjá sig við fjölmiðla, vegna hótana í garð eins leikmanna Rosengård.Urszula Striner En hvernig líður leikmanninum, sem hótanirnar beindust gegn? „Það er mismunandi hvernig fólk tekur svona. Þetta snýst ekki bara um þennan leikmann, þetta hefur ólík áhrif á alla leikmennina. Þær fá þann stuðning sem við getum boðið og við munum einnig gæta fyllsta öryggis varðandi æfingar okkar.“ Hótanirnar hafa þó ekki haft áhrif á gengi Rosengård því liðið hefur enn hvorki tapað leik né gert jafntefli á tímabilinu í sænsku úrvalsdeildinni, sem sagt unnið alla 16 leiki sína, og er nú með níu stiga forskot á næstu lið auk þess að eiga leik til góða. Sænski boltinn Tengdar fréttir Guðrún og stöllur veittu ekki viðtöl eftir hótun í garð leikmanns Landsliðskonana Guðrún Arnardóttir tryggði toppliði Rosengård gríðarlega mikilvægan sigur á Häcken í sænsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Leikmenn liðsins gáfu hins vegar ekki kost á sér í viðtölum eftir leik eftir að leikmanni liðsins barst hótun. 26. ágúst 2024 21:45 Guðrún sá til þess að Rosengård er enn með fullt hús stiga Íslenska landsliðskonan Guðrún Arnardóttir skoraði eina mark Rosengård í 1-0 sigri á Häcken í sænsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta. Rosengård er því áfram með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. 26. ágúst 2024 19:17 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Guðrún var hetja Rosengård í toppslag sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gær þegar hún skoraði eina markið í sigri gegn Häcken. Samkvæmt ákvörðun stjórnenda Rosengård mættu leikmenn Rosengård ekki í viðtöl eftir leikinn, vegna hótananna, og nú hefur æfingasvæðinu verið lokað fyrir ókunnugum. View this post on Instagram A post shared by FC Rosengård (@fcrosengard) Hótanirnar beindust gegn einum leikmanna Rosengård en ekki hefur komið fram hver það er. Þær voru sendar á eitt af netföngum félagsins, bæði í fyrradag og í gær, áður en leikurinn fór fram. Í annað sinn á árinu sem leikmanni er hótað Þetta er í annað sinn á árinu sem leikmanni Rosengård er hótað því það gerðist einnig í maí, í gegnum Youtube. Håkan Wifvesson, formaður Rosengård, segir að félagið hafi strax haft samband við lögreglu. „Við höfum átt viðræður við lögregluna og svo töluðum við einnig við sænska knattspyrnusambandið og öryggisdeild þess. Við förum eftir þeim verkferlum sem eru til staðar,“ sagði Wifvesson. „Okkur finnst þetta auðvitað mjög sorglegt. Við erum með leikmenn sem eru fyrirmyndir og ætla sér að sýna sitt allra besta í toppslag, en svo er maður með þessar hótanir aftast í höfðinu. Við vonum að rannsókn lögreglu skili árangri,“ sagði Wifvesson við Aftonbladet. Guðrún Arnardóttir fagnar marki sínu gegn Häcken í gær. Hvorki hún né aðrir leikmenn fá að tjá sig við fjölmiðla, vegna hótana í garð eins leikmanna Rosengård.Urszula Striner En hvernig líður leikmanninum, sem hótanirnar beindust gegn? „Það er mismunandi hvernig fólk tekur svona. Þetta snýst ekki bara um þennan leikmann, þetta hefur ólík áhrif á alla leikmennina. Þær fá þann stuðning sem við getum boðið og við munum einnig gæta fyllsta öryggis varðandi æfingar okkar.“ Hótanirnar hafa þó ekki haft áhrif á gengi Rosengård því liðið hefur enn hvorki tapað leik né gert jafntefli á tímabilinu í sænsku úrvalsdeildinni, sem sagt unnið alla 16 leiki sína, og er nú með níu stiga forskot á næstu lið auk þess að eiga leik til góða.
Sænski boltinn Tengdar fréttir Guðrún og stöllur veittu ekki viðtöl eftir hótun í garð leikmanns Landsliðskonana Guðrún Arnardóttir tryggði toppliði Rosengård gríðarlega mikilvægan sigur á Häcken í sænsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Leikmenn liðsins gáfu hins vegar ekki kost á sér í viðtölum eftir leik eftir að leikmanni liðsins barst hótun. 26. ágúst 2024 21:45 Guðrún sá til þess að Rosengård er enn með fullt hús stiga Íslenska landsliðskonan Guðrún Arnardóttir skoraði eina mark Rosengård í 1-0 sigri á Häcken í sænsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta. Rosengård er því áfram með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. 26. ágúst 2024 19:17 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Guðrún og stöllur veittu ekki viðtöl eftir hótun í garð leikmanns Landsliðskonana Guðrún Arnardóttir tryggði toppliði Rosengård gríðarlega mikilvægan sigur á Häcken í sænsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Leikmenn liðsins gáfu hins vegar ekki kost á sér í viðtölum eftir leik eftir að leikmanni liðsins barst hótun. 26. ágúst 2024 21:45
Guðrún sá til þess að Rosengård er enn með fullt hús stiga Íslenska landsliðskonan Guðrún Arnardóttir skoraði eina mark Rosengård í 1-0 sigri á Häcken í sænsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta. Rosengård er því áfram með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. 26. ágúst 2024 19:17