Talið er að Fulham hafi greitt Palace þrjátíu milljónir punda fyrir Andersen. Fulham hefur reynt að fá hann í allt sumar og hefur nú tekist ætlunarverk sitt.
Velkommen hjem, Joa! 🇩🇰
— Fulham Football Club (@FulhamFC) August 23, 2024
Andersen þekkir vel til hjá Fulham því hann lék sem lánsmaður með liðinu tímabilið 2020-21. Hann lék þá 31 leik með Fulham í ensku úrvalsdeildinni.
Hinn 28 ára Andersen skrifaði undir fimm ára samning við Fulham með möguleika á árs framlengingu.
Andersen er ekki eini varnarmaður Palace sem hefur verið eftirsóttur í sumar því Newcastle United freistar þess að kaupa enska landsliðsmanninn Marc Guehi.
Fulham mætir nýliðum Leicester City í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á morgun.