Reiknar með því að Bónus sjái Prís sem áskorun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. ágúst 2024 19:22 Benjamín Julian er verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ. Vísir/Bjarni Fjöldi fólks lagði leið sína í nýja lágvöruverðsverslun sem opnaði í Kópavogi í dag. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir að grannt verði fylgst með Prís, og vonar að aðrar líti á verð hennar sem áskorun. Matvöruverslunin Prís opnaði á Smáratorgi í dag. Samkvæmt fyrstu könnun verðlagseftirlits ASÍ er matvöruverð að jafnaði lægra en í verslunum á borð við Krónuna og Bónus. Eins og sjá má í frétt Stöðvar 2 hér að ofan var margt um manninn við opnun verslunarinnar í dag, og á tímabili náði röðin að kössunum langt inn í verslunina. Verkefnastjóri hjá verðlagseftirliti ASÍ segir miðað við þann samanburð sem þegar hefur verið gerður sé sjaldgæft að vörurnar í Prís reynist dýrari en í Bónus eða Krónunni. „Það eru þessar þrjár verslanir sem þjappa sér um lægsta verðið núna og við erum að einbeita okkur að þeim í dag. Prís er núna á heildina litið kannski þremur prósentum ódýrari, en það er yfir allar vörurnar sem við erum að skoða,“ segir Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlitsins. Vísitalan lækki þennan mánuðinn Verðsamanburður sé þó enn í gangi, auk þess sem verð sé síbreytilegt milli verslana. Vísitala matvöruverðs hafi, samkvæmt gögnum eftirlitsins, hækkað í síðasta mánuði. „Í þessum mánuði hefur hún lækkað samkvæmt okkar tölum. Það hefur verið að gerast síðustu vikur. Hvort það sé út af því að þessi búð var að koma eða hvort það er út af einhverju öðru, það vitum við ekki. En það tilkoma ódýrrar verslunar mun náttúrulega bara ýta undir þá þróun,“ segir Benjamín. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru fulltrúar frá Bónus mættir í verslun Prís til að skrá niður verð. „Ég reikna með því að Bónus, sem stærir sig af því að vera með lægsta verð landsins, sjái þetta núna sem áskorun fyrir sig. Þau eru með mörghundruð vörur sem er núna ódýrari [hjá Prís] heldur en þar.“ Hvernig meturðu það, eru líkur á að þetta haldi? „Það bara veit ég ekki. Við ætlum að fylgjast með þessari búð jafn grannt og öllum hinum. Þannig að við treystum á það að lægri verð séu komin til að vera.“ Matvöruverslun Kópavogur Verslun Tengdar fréttir Lágvöruverðsverslunin Prís opnar í dag Prís, ný lágvöruverðsverslun, opnaði í dag á Smáratorgi 3 í turninum. Prís er fyrsti nýi aðilinn til að koma inn á lágvöruverðsmarkað í 24 ár. 17. ágúst 2024 11:48 Verðstríð að hefjast á matvörumarkaði Töluvert rými er fyrir samkeppni á matvörumarkaði, að mati sérfræðings hjá verðlagseftirliti ASÍ. Framkvæmdastjóri nýrrar lágvöruverslunar segir markmiðið að hrista upp í fákeppnismarkaði. 12. ágúst 2024 22:02 Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Matvöruverslunin Prís opnaði á Smáratorgi í dag. Samkvæmt fyrstu könnun verðlagseftirlits ASÍ er matvöruverð að jafnaði lægra en í verslunum á borð við Krónuna og Bónus. Eins og sjá má í frétt Stöðvar 2 hér að ofan var margt um manninn við opnun verslunarinnar í dag, og á tímabili náði röðin að kössunum langt inn í verslunina. Verkefnastjóri hjá verðlagseftirliti ASÍ segir miðað við þann samanburð sem þegar hefur verið gerður sé sjaldgæft að vörurnar í Prís reynist dýrari en í Bónus eða Krónunni. „Það eru þessar þrjár verslanir sem þjappa sér um lægsta verðið núna og við erum að einbeita okkur að þeim í dag. Prís er núna á heildina litið kannski þremur prósentum ódýrari, en það er yfir allar vörurnar sem við erum að skoða,“ segir Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlitsins. Vísitalan lækki þennan mánuðinn Verðsamanburður sé þó enn í gangi, auk þess sem verð sé síbreytilegt milli verslana. Vísitala matvöruverðs hafi, samkvæmt gögnum eftirlitsins, hækkað í síðasta mánuði. „Í þessum mánuði hefur hún lækkað samkvæmt okkar tölum. Það hefur verið að gerast síðustu vikur. Hvort það sé út af því að þessi búð var að koma eða hvort það er út af einhverju öðru, það vitum við ekki. En það tilkoma ódýrrar verslunar mun náttúrulega bara ýta undir þá þróun,“ segir Benjamín. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru fulltrúar frá Bónus mættir í verslun Prís til að skrá niður verð. „Ég reikna með því að Bónus, sem stærir sig af því að vera með lægsta verð landsins, sjái þetta núna sem áskorun fyrir sig. Þau eru með mörghundruð vörur sem er núna ódýrari [hjá Prís] heldur en þar.“ Hvernig meturðu það, eru líkur á að þetta haldi? „Það bara veit ég ekki. Við ætlum að fylgjast með þessari búð jafn grannt og öllum hinum. Þannig að við treystum á það að lægri verð séu komin til að vera.“
Matvöruverslun Kópavogur Verslun Tengdar fréttir Lágvöruverðsverslunin Prís opnar í dag Prís, ný lágvöruverðsverslun, opnaði í dag á Smáratorgi 3 í turninum. Prís er fyrsti nýi aðilinn til að koma inn á lágvöruverðsmarkað í 24 ár. 17. ágúst 2024 11:48 Verðstríð að hefjast á matvörumarkaði Töluvert rými er fyrir samkeppni á matvörumarkaði, að mati sérfræðings hjá verðlagseftirliti ASÍ. Framkvæmdastjóri nýrrar lágvöruverslunar segir markmiðið að hrista upp í fákeppnismarkaði. 12. ágúst 2024 22:02 Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Lágvöruverðsverslunin Prís opnar í dag Prís, ný lágvöruverðsverslun, opnaði í dag á Smáratorgi 3 í turninum. Prís er fyrsti nýi aðilinn til að koma inn á lágvöruverðsmarkað í 24 ár. 17. ágúst 2024 11:48
Verðstríð að hefjast á matvörumarkaði Töluvert rými er fyrir samkeppni á matvörumarkaði, að mati sérfræðings hjá verðlagseftirliti ASÍ. Framkvæmdastjóri nýrrar lágvöruverslunar segir markmiðið að hrista upp í fákeppnismarkaði. 12. ágúst 2024 22:02
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur