Í frétt á The Athletic kemur fram að Arteta hafi farið nokkuð óhefðbundna leið til að kenna sínum mönnum lexíu.
Hann réði nefnilega nokkra vasaþjófa til að stela af leikmönnum Arsenal á meðan þeir snæddu kvöldverð.
Þegar Arteta bað leikmennina að tæma vasa sína eftir matinn tóku þeir eftir því að verðmæti á borð við veski og síma voru horfin.
Arteta kynnti svo vasaþjófana fyrir leikmönnunum og sagði að þetta ætti að kenna þeim að vera alltaf á varðbergi og ávallt tilbúnir.
Arsenal mætir Wolves í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar laugardaginn 17. ágúst. Arsenal hefur endað í 2. sæti deildarinnar undanfarin tvö tímabil.