Bardaginn er skipulagður af Misfits Boxing sem samfélagsmiðlamógullinn KSI fer fyrir.
Danny Aarons átti að berjast við TikTok-stjörnuna Brandon ‘Beavo’ Beavis þann 31. ágúst en hann dró sig frá vegna meiðsla.
🚨🥊 Premier League winner, Danny Simpson (37) will square up against social media star, Danny Aarons (22) in a boxing match on the Misfits Boxing undercard in Dublin, August 31st. pic.twitter.com/jBVWNKD95d
— The Football Shirt Club (@TFSCUK) August 7, 2024
Vegna meiðslanna var Danny Simpson fenginn í staðinn en þetta verður hans fyrsti bardagi á ferlinum.
„Þetta var ótrúlegt. Ég hélt ég væri kannski ekki að fara að berjast en svo fæ ég símtal sem sagði að það væri fyrrum fótboltamaður klár í slaginn. Ég vissi ekki einu sinni hver það væri en ég var til í það,“ sagði mótherjinn Danny Aarons.

Danny Simpson var hluti af goðsagnakenndu liði Leicester City sem varð Englandsmeistari 2015-16. Hann fór frá félaginu 2019, flakkaði um neðri deildirnar og lagði svo skóna á hilluna í byrjun árs 2024.
Þá sneri hann aftur til uppeldisfélagsins Manchester United og ætlaði sér að verða þjálfari en hefur tekið heldur breytta stefnu í lífinu.