De Bruyne hefur verið orðaður við brottför frá Manchester City í sumar og því ánægjuefni fyrir aðdáendur þeirra að hann sé mættur á æfingar.
Félagið hefur lokið æfingaferð sinni um Bandaríkin og er mætt aftur til Manchester til að undirbúa sig fyrir tímabilið sem hefst á sunnudag þegar þeir mæta nágrönnum sínum Manchester United, í leik um Samfélagsskjöldinn.
"Oooooo, top knot!" 😅@KevinDeBruyne trying something a little different! 💈 pic.twitter.com/iGBlCe5f7v
— Manchester City (@ManCity) August 6, 2024
De Bruyne eyddi löngum tíma utan vallar á síðasta tímabili vegna meiðsla og hefur ákveðið að láta hárið vaxa á meðan.
Hann mætti með hárið í tagli, sem hann hefur aldrei sést með áður, á fyrstu æfinguna.
Pep Guardiola hafði gaman af og bað De Bruyne um að útskýra fyrir sér hvað hann væri að pæla.
Erling Haaland hefur væntanlega verið ánægður með nýja ásýnd De Bruyne enda keimlíkt taglinu sem Haaland hefur unnið með undanfarin ár.
A warm welcome to training from @PepTeam! 🤗🩵 pic.twitter.com/v879swmqil
— Manchester City (@ManCity) August 6, 2024