„Ætla ekki að koma með einhverjar blammeringar hérna“ Hjörvar Ólafsson skrifar 6. ágúst 2024 21:40 Rúnar Páll hefur svo sannarlega ekki misst trú á verkefninu í Árbænum. Vísir/Pawel Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var einlægur að vanda og fór um víðan völl þegar hann ræddi leik sinna manna við Breiðablik í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Þar á meðal vítasyrnudóminn í fyrsta marki Blika, mögulega styrkingu í framlínu Fylkisliðsins og umræðu um vandræði við að borga laun lærisveina hans. „Mér fannst við bara spila heilt yfir vel í þessum leik. Þeir opnuðu okkur lítið sem ekkert og fá ekki mörg góð færi. Þeir skora fyrsta markið úr víti sem var bara aldrei víti. Það er klárt. Svo skora þeir eftir klafs þar sem Orri Sveinn er blokkaður. Ásgeir gerir svo ekki nógu vel þegar hann fær á sig í vítið í þriðja markinu,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis. „Eins og áður í sumar þá erum við ekki nógu skilvirkir í sóknarleiknum okkar. Það er ekkert launungarmál að við erum að leita að styrkingu í sóknarlínunni en það gengur hægt. Nikulás Val, sem er öflugur miðjumaður, er að skila fínu framlagi í framlínunni en það vantar brodd þar, það er ljóst. Vonandi náum við að landa sóknarmanni áður en glugginn lokar,“ sagði hann um sóknarleik lærisveina sinna. Það vakti athygli að Fylki sendi frá sér yfirlýsingu um korteri fyrir leik í kvöld þar sem svarað var fyrir umfjöllun Þungavigtarinnar um fjárhagsvandræði félagsins. Rúnar Páll vildi lítið segja um þá yfirlýsingu: „Hvað viltu að ég segi. Koma með einhverjar blammeringar hérna. Nei ég hef ekkert meira að segja um þetta mál en kemur fram í yfirlýsingunni. Við elskum þetta félag og ég er bara í vinnu fyrir Fylki og á meðan svo er þá geri ég mitt besta og legg mig allan fram við mín störf. Við stöndum allir saman í þessu og höfum fulla trú á því að við getum klifrað upp töfluna. Við höfum spilað vel í sumar og ég tel okkur eiga skilið að vera með fleiri stig. Einn til tveir sigurleikir í röð þá ertu kominn um miðja deild og ég er viss um að það muni gerast í næstu leikum. Nú þurfum við, já og þið fjölmiðlamenn líka, að fara að slaka aðeins og einbeita okkur að fótboltanum. Það er bara áfram gakk og næsti leikur sem skipti máli. Við höldum áfram þar til að mótið er búið,“ sagði Rúnar Páll ákveðinn en um leið léttur í lundu. Rúnar Páll útskýrði svo hvers vegna fyrirliði liðsins, Ragnar Bragi Sveinsson, hóf leikinn á varamannabekknum: „Ragnar Bragi er kominn með fjögur spjöld og við héldum að bannið hans myndi taka gildi á þriðjudegi eins og vaninn er. Af þeim sökum vorum við búnir að undirbúa leikinn með Ragnar Braga ekki í byrjunarliðinu. Við vildum ekki breyta því þegar á hólminn var komið og þess vegna byrjaði hann á bekknum,“ sagði þjálfarinn þrautreyndi hreinskilinn. Besta deild karla Fylkir Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
„Mér fannst við bara spila heilt yfir vel í þessum leik. Þeir opnuðu okkur lítið sem ekkert og fá ekki mörg góð færi. Þeir skora fyrsta markið úr víti sem var bara aldrei víti. Það er klárt. Svo skora þeir eftir klafs þar sem Orri Sveinn er blokkaður. Ásgeir gerir svo ekki nógu vel þegar hann fær á sig í vítið í þriðja markinu,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis. „Eins og áður í sumar þá erum við ekki nógu skilvirkir í sóknarleiknum okkar. Það er ekkert launungarmál að við erum að leita að styrkingu í sóknarlínunni en það gengur hægt. Nikulás Val, sem er öflugur miðjumaður, er að skila fínu framlagi í framlínunni en það vantar brodd þar, það er ljóst. Vonandi náum við að landa sóknarmanni áður en glugginn lokar,“ sagði hann um sóknarleik lærisveina sinna. Það vakti athygli að Fylki sendi frá sér yfirlýsingu um korteri fyrir leik í kvöld þar sem svarað var fyrir umfjöllun Þungavigtarinnar um fjárhagsvandræði félagsins. Rúnar Páll vildi lítið segja um þá yfirlýsingu: „Hvað viltu að ég segi. Koma með einhverjar blammeringar hérna. Nei ég hef ekkert meira að segja um þetta mál en kemur fram í yfirlýsingunni. Við elskum þetta félag og ég er bara í vinnu fyrir Fylki og á meðan svo er þá geri ég mitt besta og legg mig allan fram við mín störf. Við stöndum allir saman í þessu og höfum fulla trú á því að við getum klifrað upp töfluna. Við höfum spilað vel í sumar og ég tel okkur eiga skilið að vera með fleiri stig. Einn til tveir sigurleikir í röð þá ertu kominn um miðja deild og ég er viss um að það muni gerast í næstu leikum. Nú þurfum við, já og þið fjölmiðlamenn líka, að fara að slaka aðeins og einbeita okkur að fótboltanum. Það er bara áfram gakk og næsti leikur sem skipti máli. Við höldum áfram þar til að mótið er búið,“ sagði Rúnar Páll ákveðinn en um leið léttur í lundu. Rúnar Páll útskýrði svo hvers vegna fyrirliði liðsins, Ragnar Bragi Sveinsson, hóf leikinn á varamannabekknum: „Ragnar Bragi er kominn með fjögur spjöld og við héldum að bannið hans myndi taka gildi á þriðjudegi eins og vaninn er. Af þeim sökum vorum við búnir að undirbúa leikinn með Ragnar Braga ekki í byrjunarliðinu. Við vildum ekki breyta því þegar á hólminn var komið og þess vegna byrjaði hann á bekknum,“ sagði þjálfarinn þrautreyndi hreinskilinn.
Besta deild karla Fylkir Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira