Kveður Arsenal með hjartnæmu bréfi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2024 13:32 Emile Smith Rowe hefur spilað sinn síðasta leik með Arsenal en hann færir sig til í London og spilar með Fulham í vetur. Getty/Visionhaus Fulham gekk í gær frá kaupunum á Arsenal manninum Emile Smith Rowe sem yfirgefur nú uppeldisfélagið sitt. Smith Rowe hefur verið hjá Arsenal í fjórtán ár eða síðan hann var tíu ára gamall. Fulham gerir Smith Rowe að dýrasta leikmanninum í sögu félagsins með því að borga fyrir hann 34 milljónir punda eða sex milljarða í íslenskum krónum. Fulham fékk pening þegar það seldi Joao Palhinha til Bayern München fyrr í sumar og eyðir honum í leikmann sem gekk illa að fá mínútur hjá Arsenal. Emile Smith Rowe tilkynntur til leiks á miðlum Fulham.@FulhamFC Smith Rowe er annar leikmaðurinn sem kemur til liðsins en Ryan Sessegnon kom þangað á frjálsri sölu frá Tottenham. Erfitt bréf að skrifa Smith Rowe kveður Arsenal með hjartnæmu bréfi á samfélagmiðlum. „Til allra í Arsenal fjölskyldunni. Ég var ekki viss um hvar ég ætti að byrja því þetta er erfiðasta bréfið sem ég þurft að skrifa,“ skrifaði Emile Smith Rowe. „Ég var tíu ára gamall þegar ég kom til félagsins, bara stráklingur sem hafði enga hugmynd hvernig það væri að spila yfir hundrað leiki fyrir Arsenal og klæðast hinni goðsagnakenndu treyju númer tíu hjá félaginu,“ skrifaði Smith Rowe. „Ég fengið að upplifa svo margt hérna, hitt og spilað með þeim bestu og það eru svo margar góðar minningar að það er erfitt að velja þær bestu ,“ skrifaði Smith Rowe. Heimili mitt Hann þakkar fyrrum liðsfélögum sínum sem öllum starfsmönnum félagsins sem hafa hjálpað honum á þessu ferðalagi. „Ég vil líka þakka sérstaklega öllum stuðningsmönnunum sem hafa gert Arsenal að heimili mínu í svo langan tíma,“ skrifaði Smith Rowe. „Ég er tilbúinn í nýja áskorun núna. Ég hungraðri en nokkru sinnum fyrr og verð að gefa mér tækifæri á því að taka næsta skref. Ég vil þakka Arsenal fjölskyldunni enn og aftur og ég kann að meta ykkur öll um ókomna tíð,“ skrifaði Smith Rowe. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports (@tntsports) Enski boltinn Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Fleiri fréttir Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Sjá meira
Smith Rowe hefur verið hjá Arsenal í fjórtán ár eða síðan hann var tíu ára gamall. Fulham gerir Smith Rowe að dýrasta leikmanninum í sögu félagsins með því að borga fyrir hann 34 milljónir punda eða sex milljarða í íslenskum krónum. Fulham fékk pening þegar það seldi Joao Palhinha til Bayern München fyrr í sumar og eyðir honum í leikmann sem gekk illa að fá mínútur hjá Arsenal. Emile Smith Rowe tilkynntur til leiks á miðlum Fulham.@FulhamFC Smith Rowe er annar leikmaðurinn sem kemur til liðsins en Ryan Sessegnon kom þangað á frjálsri sölu frá Tottenham. Erfitt bréf að skrifa Smith Rowe kveður Arsenal með hjartnæmu bréfi á samfélagmiðlum. „Til allra í Arsenal fjölskyldunni. Ég var ekki viss um hvar ég ætti að byrja því þetta er erfiðasta bréfið sem ég þurft að skrifa,“ skrifaði Emile Smith Rowe. „Ég var tíu ára gamall þegar ég kom til félagsins, bara stráklingur sem hafði enga hugmynd hvernig það væri að spila yfir hundrað leiki fyrir Arsenal og klæðast hinni goðsagnakenndu treyju númer tíu hjá félaginu,“ skrifaði Smith Rowe. „Ég fengið að upplifa svo margt hérna, hitt og spilað með þeim bestu og það eru svo margar góðar minningar að það er erfitt að velja þær bestu ,“ skrifaði Smith Rowe. Heimili mitt Hann þakkar fyrrum liðsfélögum sínum sem öllum starfsmönnum félagsins sem hafa hjálpað honum á þessu ferðalagi. „Ég vil líka þakka sérstaklega öllum stuðningsmönnunum sem hafa gert Arsenal að heimili mínu í svo langan tíma,“ skrifaði Smith Rowe. „Ég er tilbúinn í nýja áskorun núna. Ég hungraðri en nokkru sinnum fyrr og verð að gefa mér tækifæri á því að taka næsta skref. Ég vil þakka Arsenal fjölskyldunni enn og aftur og ég kann að meta ykkur öll um ókomna tíð,“ skrifaði Smith Rowe. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports (@tntsports)
Enski boltinn Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Fleiri fréttir Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Sjá meira