Sky Sports greinir frá því að Newcastle hafi sett sig í samband við Palace og freisti þess að kaupa miðvörðinn öfluga. Newcastle þarf væntanlega að borga væna summu fyrir Guéhi sem á tvö ár eftir af samningi sínum við Palace.
Verðmiðinn á Guéhi hækkaði líka eflaust eftir góða frammistöðu hans á EM í Þýskalandi. Hann lék sex af sjö leikjum Englands sem endaði í 2. sæti á mótinu.
Guéhi gæti þó einnig haldið kyrru fyrir hjá Palace og skrifað undir nýjan samning við félagið. Palace keypti hann frá Chelsea fyrir þremur árum. Guéhi lék sem lánsmaður með Swansea City tímabilið 2020-21.
Newcastle endaði í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili en Palace í því tíunda.