Svar Klopp skýrt: Yrðu mesti álitshnekkir fótboltasögunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2024 07:31 Jürgen Klopp verður ekki næsti þjálfari enska landsliðsins. EPA-EFE/ANDY RAIN Jürgen Klopp, fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool, er ekki tilbúin að segja hann sé hættur afskiptum af fótbolta. Hann lokaði engu að síður á möguleikann á því að taka við enska fótboltalandsliðinu. Fabrizio Romano fór yfir viðtal við Klopp um framtíðarplön sín. Enska landsliðið er enn að leita sér að landsliðsþjálfara og hefur Klopp verið orðaður við starfið. Hann var spurður beint út í það í vikunni þegar hann mætti á þjálfararáðstefnu í Wurzburg í Þýskalandi. „Í dag er ekkert í gangi hjá mér varðandi nýtt starf. Ekkert félag og ekkert landslið. Við skulum sjá til hvernig þetta lítur allt út eftir nokkra mánuði,“ sagði Jürgen Klopp. Hann hætti með Liverpool í vor eftir átta og hálft ár á Anfield. „Eins og staðan er í dag þá er ég hættur sem þjálfari. Þetta var ekki skyndiákvörðun heldur tekin af vel íhuguðu máli. Ég hef líka þjálfað besta félagið í heimi. Kannski getum við rætt stöðuna aftur eftir nokkra mánuði,“ sagði Klopp. Klopp lokar á það að stýra liði á árinu 2024 en það gæti eitthvað gerst á árinu 2025. Þegar kemur að því að taka við enska landsliðinu þá er svarið skýrt og skorinort. „Enska landsliðið? Það yrði mesti álitshnekkir fótboltasögunnar ef ég myndi gera undantekningu fyrir ykkur,“ sagði Klopp. Gareth Southgate hætti með enska liðið eftir Evrópumótið þar sem liðið fór alla leið í úrslitaleikinn. Enska liðið er enn ungt og mikið af hæfileikum fyrir góðan þjálfara að nýta til afreka á næstu árum. Draumurinn um að Klopp taki við verður þó ekki að veruleika. Þýski stjórinn þurfti sína hvíld en hann er bara 57 ára gamall og ekki tilbúinn að „fara á eftirlaun“ alveg strax. „Ég vil vinna áfram í fótboltanum og hjálpa fólki með reynslu minni og samböndum. Sjáum bara til hvað gerist,“ sagði Klopp. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom) Enski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
Fabrizio Romano fór yfir viðtal við Klopp um framtíðarplön sín. Enska landsliðið er enn að leita sér að landsliðsþjálfara og hefur Klopp verið orðaður við starfið. Hann var spurður beint út í það í vikunni þegar hann mætti á þjálfararáðstefnu í Wurzburg í Þýskalandi. „Í dag er ekkert í gangi hjá mér varðandi nýtt starf. Ekkert félag og ekkert landslið. Við skulum sjá til hvernig þetta lítur allt út eftir nokkra mánuði,“ sagði Jürgen Klopp. Hann hætti með Liverpool í vor eftir átta og hálft ár á Anfield. „Eins og staðan er í dag þá er ég hættur sem þjálfari. Þetta var ekki skyndiákvörðun heldur tekin af vel íhuguðu máli. Ég hef líka þjálfað besta félagið í heimi. Kannski getum við rætt stöðuna aftur eftir nokkra mánuði,“ sagði Klopp. Klopp lokar á það að stýra liði á árinu 2024 en það gæti eitthvað gerst á árinu 2025. Þegar kemur að því að taka við enska landsliðinu þá er svarið skýrt og skorinort. „Enska landsliðið? Það yrði mesti álitshnekkir fótboltasögunnar ef ég myndi gera undantekningu fyrir ykkur,“ sagði Klopp. Gareth Southgate hætti með enska liðið eftir Evrópumótið þar sem liðið fór alla leið í úrslitaleikinn. Enska liðið er enn ungt og mikið af hæfileikum fyrir góðan þjálfara að nýta til afreka á næstu árum. Draumurinn um að Klopp taki við verður þó ekki að veruleika. Þýski stjórinn þurfti sína hvíld en hann er bara 57 ára gamall og ekki tilbúinn að „fara á eftirlaun“ alveg strax. „Ég vil vinna áfram í fótboltanum og hjálpa fólki með reynslu minni og samböndum. Sjáum bara til hvað gerist,“ sagði Klopp. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom)
Enski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira