Besta veðrið um verslunarmannahelgina? Ólafur Björn Sverrisson skrifar 31. júlí 2024 21:25 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. vísir Útlit er fyrir nokkuð úrkomusama verslunarmannahelgi, þar á meðal í Vestmannaeyjum. Á Vesturlandi og suðvesturhorni verður ágætis veður að sögn Einar Sveinbjörnssonar veðurfræðings hjá blika.is. Hann vill ekkert gefa upp um það hvar hann verður staddur um helgina. „Þessi lægð er enn í aðalhlutverki hjá okkur, við sjáum ekkert annað. Það þýðir að það er frekar vindasamt á landinu,“ segir Einar sem fór yfir útlitið fyrir helgina í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Föstudagur „Síðdegis á föstudag rignir eiginlega um allt land. Það er kannski minnst vestantil á Norðurlandi og Vesturlandi. Af því það er austanátt með þessu og þá kemur loftið yfir fjöllin.“ Þá verði bæði rigning og vindasamt í Eyjum. „En ef þetta verður mjög hvasst, eins og það verður oft í Eyjum, þá getur orðið erfitt að hemja tjöldin.“ „Þar háttar nú þannig til að ef það snýst í norðaustanátt, þá skánar mjög ástandið. En af því að loftið er að koma af hafi er hætt við því að rigning verði frá Eyjum, syðst á landinu og austur á firði.“ Súlurnar fyrir tjaldborgina í Eyjum voru settar upp í slagviðri í dag, eins og sjá má í umfjöllun Eyjafrétta. Í nótt fuku Tuborg tjaldið og annað sölutjald inn í Herjólfsdal. Laugardagur Á laugardag verði lægðin hins vegar farin að grynnast, eins og Einar orðar það. „Þá verða úrkomusvæðin orðin gömul.“ Hann segir tvo vindstrengi verða til staðar, annar með suðurströndinni, og hinn norðanlands. Varðandi suðvesturhornið segir Einar að það megi búast við ágætis veðri. „Snæfellsnesi, Breiðarfirði og inn til landsins hérna vestantil. Þar fáum við rof í skýjunum í þessari austanátt.“ Sunnudagur Svipað ástand verður á sunnudeginum, að sögn Einars. Það gæti hins vegar þést í rigningu norðanlands. „En vindurinn áfram hægur, nema allra syðst. Ekki alveg jafn hlýtt, en svo er hann að snúa sér í norðaustan áttina á mánudag og það gæti hvesst síðari hluta helgarinnar á vestfjörðum og norðvesturhluta landsins.“ Það megi búast við logni í Eyjum á sunnudagskvöld. Mánudagur Á mánudag hvessi og bæti í úrkomu norðaustantil. „Áfram lágur þrýstingur, við erum undir áhrifum einhverra lægða,“ segir Einar. Hann segir spána hafa skánað undanfarna daga. Veður Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir rólegt helgarveður Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Gular viðvaranir vegna snjókomu á sunnanverðu landinu Hvasst og víða rigning eða slydda sunnantil Hvassviðri við suður- og vesturströndina Veður gengið niður en fer kólnandi Áfram norðaustanhríð og appelsínugular viðvaranir Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Kólnar í veðri Vindur nær stormstyrk á norðvestanverðu landinu Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Auknar líkur á skriðum á Vestfjörðum, Vestur- og Suðurlandi Bætir í úrkomu og hiti nær tíu stigum Suðlægur vindur og væta sunnan- og vestantil Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Víða skúrir og hlýnandi veður Bjart, kalt og hægur vindur Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Má reikna með snjókomu eða éljum síðdegis Norðanáttin getur náð stormstyrk Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Útlit fyrir snjókomu vestast Sjá meira
„Þessi lægð er enn í aðalhlutverki hjá okkur, við sjáum ekkert annað. Það þýðir að það er frekar vindasamt á landinu,“ segir Einar sem fór yfir útlitið fyrir helgina í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Föstudagur „Síðdegis á föstudag rignir eiginlega um allt land. Það er kannski minnst vestantil á Norðurlandi og Vesturlandi. Af því það er austanátt með þessu og þá kemur loftið yfir fjöllin.“ Þá verði bæði rigning og vindasamt í Eyjum. „En ef þetta verður mjög hvasst, eins og það verður oft í Eyjum, þá getur orðið erfitt að hemja tjöldin.“ „Þar háttar nú þannig til að ef það snýst í norðaustanátt, þá skánar mjög ástandið. En af því að loftið er að koma af hafi er hætt við því að rigning verði frá Eyjum, syðst á landinu og austur á firði.“ Súlurnar fyrir tjaldborgina í Eyjum voru settar upp í slagviðri í dag, eins og sjá má í umfjöllun Eyjafrétta. Í nótt fuku Tuborg tjaldið og annað sölutjald inn í Herjólfsdal. Laugardagur Á laugardag verði lægðin hins vegar farin að grynnast, eins og Einar orðar það. „Þá verða úrkomusvæðin orðin gömul.“ Hann segir tvo vindstrengi verða til staðar, annar með suðurströndinni, og hinn norðanlands. Varðandi suðvesturhornið segir Einar að það megi búast við ágætis veðri. „Snæfellsnesi, Breiðarfirði og inn til landsins hérna vestantil. Þar fáum við rof í skýjunum í þessari austanátt.“ Sunnudagur Svipað ástand verður á sunnudeginum, að sögn Einars. Það gæti hins vegar þést í rigningu norðanlands. „En vindurinn áfram hægur, nema allra syðst. Ekki alveg jafn hlýtt, en svo er hann að snúa sér í norðaustan áttina á mánudag og það gæti hvesst síðari hluta helgarinnar á vestfjörðum og norðvesturhluta landsins.“ Það megi búast við logni í Eyjum á sunnudagskvöld. Mánudagur Á mánudag hvessi og bæti í úrkomu norðaustantil. „Áfram lágur þrýstingur, við erum undir áhrifum einhverra lægða,“ segir Einar. Hann segir spána hafa skánað undanfarna daga.
Veður Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir rólegt helgarveður Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Gular viðvaranir vegna snjókomu á sunnanverðu landinu Hvasst og víða rigning eða slydda sunnantil Hvassviðri við suður- og vesturströndina Veður gengið niður en fer kólnandi Áfram norðaustanhríð og appelsínugular viðvaranir Hvessir sunnan- og austantil í kvöld Kólnar í veðri Vindur nær stormstyrk á norðvestanverðu landinu Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Auknar líkur á skriðum á Vestfjörðum, Vestur- og Suðurlandi Bætir í úrkomu og hiti nær tíu stigum Suðlægur vindur og væta sunnan- og vestantil Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Víða skúrir og hlýnandi veður Bjart, kalt og hægur vindur Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Má reikna með snjókomu eða éljum síðdegis Norðanáttin getur náð stormstyrk Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Útlit fyrir snjókomu vestast Sjá meira