Reyna að fá Ísrael til að ráðast ekki á Beirút Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. júlí 2024 07:16 Konur við minnisvarða um börnin sem létust í árásinni á Majdal Shams. AP/Leo Correa Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi hafa gefið út ferðaviðvörun til ríkisborgara sinna og hvatt þá til að ferðast ekki til Líbanon og íhuga að yfirgefa landið ef þeir eru þar. Fregnir hafa borist af því að sum flugfélög séu búin að fella niður allar ferðir til Beirút í bili. Stjórnvöld í Bandaríkjunum eru sögð vinna að því hörðum höndum að reyna að hindra allsherjar stríð milli Ísrael og Hezbollah, eftir að tólf börn létust í árás á bæ á Golan-hæðum á laugardag. Ísrael og Bandaríkin segja Hezbollah hafa staðið að árásinni en samtökin hafa neitað því. Viðleitni Bandaríkjamanna ku beinast að því að fá Ísraelsmenn til að gera ekki árás á Beirút, höfuðborg Líbanon, úthverfin í suðurhluta borgarinnar þar sem Hezbollah hefur sterk ítök né mikilvæga innviði á borð við flugvelli og brýr. Elias Bou Saab, varaforseti líbanska þingsins, sagði í samtali við Reuters að hann hefði átt í samskiptum við Bandaríkjamenn frá því um helgina og að Ísraelar gætu forðast stigmögnun átaka með því að hlífa höfuðborginni og nágrenni. Utanríkisráðherrann Abdallah Bou Habib sagðist gera ráð fyrir árás af hálfu Ísrael en sagðist hafa verið fullvissaður um að stigmögnun Ísraela yrði takmörkuð og svar Hezbollah sömuleiðis. John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, sagði viðvaranir um allsherjar átök ýktar og að enginn vildi stríð á svæðinu. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur hins vegar hótað hörðum viðbrögðum vegna árásarinnar um helgina. Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Fregnir hafa borist af því að sum flugfélög séu búin að fella niður allar ferðir til Beirút í bili. Stjórnvöld í Bandaríkjunum eru sögð vinna að því hörðum höndum að reyna að hindra allsherjar stríð milli Ísrael og Hezbollah, eftir að tólf börn létust í árás á bæ á Golan-hæðum á laugardag. Ísrael og Bandaríkin segja Hezbollah hafa staðið að árásinni en samtökin hafa neitað því. Viðleitni Bandaríkjamanna ku beinast að því að fá Ísraelsmenn til að gera ekki árás á Beirút, höfuðborg Líbanon, úthverfin í suðurhluta borgarinnar þar sem Hezbollah hefur sterk ítök né mikilvæga innviði á borð við flugvelli og brýr. Elias Bou Saab, varaforseti líbanska þingsins, sagði í samtali við Reuters að hann hefði átt í samskiptum við Bandaríkjamenn frá því um helgina og að Ísraelar gætu forðast stigmögnun átaka með því að hlífa höfuðborginni og nágrenni. Utanríkisráðherrann Abdallah Bou Habib sagðist gera ráð fyrir árás af hálfu Ísrael en sagðist hafa verið fullvissaður um að stigmögnun Ísraela yrði takmörkuð og svar Hezbollah sömuleiðis. John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, sagði viðvaranir um allsherjar átök ýktar og að enginn vildi stríð á svæðinu. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur hins vegar hótað hörðum viðbrögðum vegna árásarinnar um helgina.
Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira