Þetta var fyrsti leikur Enzo Maresca við stjórnvöl Chelsea en honum tókst ekki að hafa stjórn á skapi Lewi Colwill, sem varð fyrir tæklingu frá James McClean, leikmanni Wrexham, og brást illa við.
Colwill stóð strax á fætur og reif í hálsmál McClean, lyfti því raunar upp fyrir höfuð hans, áður en aðrir leikmenn skárust inn í og stöðvuðu slagsmálin.
Phil Parkinson, þjálfari Wrexham hljóp meira að segja út úr boðvangnum og inn á völlinn til að stöðva átökin, Enzo Maresca gerðist ekki svo djarfur.
A Levi Colwill no le gustó nada esa entrada del jugador del Wrexham, James McClean ¡Se les olvidó que es juego amistoso! 😳 pic.twitter.com/0010MulCyU
— ESPN Deportes (@ESPNDeportes) July 25, 2024
Ekkert spjald fór á loft og Chelsea bjargaði jafntefli undir lokin eftir að hafa lent 2-1 undir.