Fyrirliði Spurs er Suður-Kóreumaðurinn Son Heung-min og hann er væntanlega að fá landa sinn til félagsins.
Spurs mætir úrvalsliði suður-kóresku úrvalsdeildarinnar 31. júlí og þá verður væntanlega búið að ganga frá vistaskiptum Yangs.
Þessi átján ára strákur leikur með Gangwon og hefur skorað sjö mörk í 24 leikjum fyrir liðið.
Tottenham endaði í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.