Aston Villa eyðir mest af öllum félögum í Evrópu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2024 13:01 Ross Barkley er einn af nýju leikmönnum Aston Villa. Getty/Christian Hofer Sumarið á leikmannamarkaðnum í evrópska fótboltanum hefur verið með rólegra móti en það er eitt félag sem hefur verið afar duglegt að spreða peningum. Þegar leikmannakaup liðanna í evrópska fótboltanum eru skoðuð og lögð saman kemur í ljós að það er enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa sem er eitt á toppnum. Knattspyrnustjórinn Unai Emery hefur nefnilega fengið nóg af peningum til að styrkja liðið í sumar en fram undan er þátttaka í Meistaradeildinni. Aston Villa endaði í fjórða sæti í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð sem var besti árangur liðsins í 28 ár. Liðið tekur því þátt í Meistaradeildinni í fyrsta sinn síðan hún var stofnuð en var síðast í Evrópukeppni meistaraliða 1982 til 1983. Villa vann Evrópukeppni meistaraliða vorið 1982. Aston Villa hefur alls keypt leikmenn fyrir 176 milljónir evra í sumar samkvæmt Transfermarket eða fyrir um 26,4 milljarða íslenskra króna. Liðið keypti Ian Maatsen frá Chelsea, Amadou Onana og Lewis Dobbin frá Everton, Samuel Iling-Junior og Enzo Barrenechea frá Juventus, Jaden Philogene frá Hull City og Ross Barkley frá Luton Town. Næst á eftir kemur Bayern München og svo franska félagið Lille. Manchester United er síðan í fjórða sæti og síðasta liðið sem hefur keypt leikmenn fyrir meira en hundrað evrur. View this post on Instagram A post shared by Stadium Astro 🇲🇾 (@stadium.astro) Enski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sjá meira
Þegar leikmannakaup liðanna í evrópska fótboltanum eru skoðuð og lögð saman kemur í ljós að það er enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa sem er eitt á toppnum. Knattspyrnustjórinn Unai Emery hefur nefnilega fengið nóg af peningum til að styrkja liðið í sumar en fram undan er þátttaka í Meistaradeildinni. Aston Villa endaði í fjórða sæti í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð sem var besti árangur liðsins í 28 ár. Liðið tekur því þátt í Meistaradeildinni í fyrsta sinn síðan hún var stofnuð en var síðast í Evrópukeppni meistaraliða 1982 til 1983. Villa vann Evrópukeppni meistaraliða vorið 1982. Aston Villa hefur alls keypt leikmenn fyrir 176 milljónir evra í sumar samkvæmt Transfermarket eða fyrir um 26,4 milljarða íslenskra króna. Liðið keypti Ian Maatsen frá Chelsea, Amadou Onana og Lewis Dobbin frá Everton, Samuel Iling-Junior og Enzo Barrenechea frá Juventus, Jaden Philogene frá Hull City og Ross Barkley frá Luton Town. Næst á eftir kemur Bayern München og svo franska félagið Lille. Manchester United er síðan í fjórða sæti og síðasta liðið sem hefur keypt leikmenn fyrir meira en hundrað evrur. View this post on Instagram A post shared by Stadium Astro 🇲🇾 (@stadium.astro)
Enski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sjá meira