Fyrr á þessu ári tók þýski bílaframleiðandinn yfir Sauber liðið í Formúlu 1 en frá og með tímabilinu 2026 mun það lið keppa undir merkjum Audi.
Með ráðningu á Binotto er Audi að fá reynslumikinn mann í brúna til þess að hafa yfirumsjón með liði sínu. Binotto hefur yfir að skipa mikilli reynslu úr Formúlu 1 heiminum.
Binotto starfaði sem tæknistjóri Ferrari áður en hann tók við starfi liðsstjóra hjá ítalska risanum árið 2019. Því starfi gegndi hann út tímabilið 2022.
Audi hefur gengið frá ráðningu á einum ökumanni fyrir tímabilið 2026. Þjóðverjinn Nico Hulkenberg, sem nú ekur fyrir Haas, verður einn af ökumönnum hins nýja liðs Audi.