Verstappen ætlar ekki að biðjast afsökunar: „Geta haldið sig heima“ Aron Guðmundsson skrifar 22. júlí 2024 13:30 Verstappen var ósáttur í gær, það er óhætt að segja það. Vísir/Getty Ríkjandi Formúlu 1 heimsmeistarinn Max Verstappen, ökuþór Red Bull Racing segist ekki þurfa biðjast afsökunar á framferði sínu og orðbragði í samskiptum við lið sitt í ungverska kappakstrinum í gær. Segja má að allt sem gat farið úrskeiðis, fyrir Red Bull Racing og Max Verstappen í kappakstri gærdagsins, hafi farið úrskeiðis. Eftir að hafa ræst í þriðja sæti í kappakstrinum og haldið þeirri stöðu sá röð atvika og slæmra ákvarðana til þess að Hollendingurinn féll niður listann og fór svo að hann endaði í fimmta sæti kappakstursins eftir að hafa lent í árekstri við Bretann Lewis Hamilton undir lok hans. Á meðan á kappakstrinum stóð mátti heyra hvöss orðaskipti Verstappen við liðs sitt í gegnum samskiptakerfi bílsins. Þurfti ítrekað að þagga niður í hluta orðræðu Verstappen í beinni sjónvarpsútsendingu frá kappakstrinum því þau voru mörg orðin, sem Hollendingurinn lét falla, sem þóttu ekki birtingahæf. Ástralinn Oscar Piastri, ökuþór McLaren, fór með sigur af hólmi í kappakstrinum. Hans fyrsti sigur í Formúlu 1 mótaröðinni og liðsfélagi hans, Lando Norris, hreppti annað sætið á undan Lewis Hamilton, ökuþór Mercedes sem endaði í þriðja sæti. Í viðtali hjá Sky Sports eftir ungverska kappakstursinn var Verstappen spurður að því hvort hann hyggðist biðjast liðsfélaga sína afsökunar á hegðun sinni á meðan á kappakstrinum stóð. „Ég tel okkur ekki þurfa að biðjast afsökunar þegar að svona staða kemur upp. Við þurfum bara að standa okkur betur,“ svaraði Verstappen sem leiðir stigakeppni ökuþóra í Formúlu 1. „Ég skil ekki af hverju sumir telja að þú megir ekki láta heyra í þér í gegnum samskiptakerfi bílsins. Þetta er íþrótt. Ef þetta er ekki að skapi einhverra þá geta þeir hinir sömu haldið sig heima.“ Góðu fréttirnar fyrir Verstappen og liðsfélaga hans í Red Bull Racing eru þær að ekki er langt þangað til að þeir geta kvittað fyrir slæma frammistöðu um nýliðna helgi. Tímabilið í Formúlu 1 heldur áfram um komandi helgi þegar að keppnishelgin á Spa Francorchamps fer fram. Akstursíþróttir Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Fleiri fréttir Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Segja má að allt sem gat farið úrskeiðis, fyrir Red Bull Racing og Max Verstappen í kappakstri gærdagsins, hafi farið úrskeiðis. Eftir að hafa ræst í þriðja sæti í kappakstrinum og haldið þeirri stöðu sá röð atvika og slæmra ákvarðana til þess að Hollendingurinn féll niður listann og fór svo að hann endaði í fimmta sæti kappakstursins eftir að hafa lent í árekstri við Bretann Lewis Hamilton undir lok hans. Á meðan á kappakstrinum stóð mátti heyra hvöss orðaskipti Verstappen við liðs sitt í gegnum samskiptakerfi bílsins. Þurfti ítrekað að þagga niður í hluta orðræðu Verstappen í beinni sjónvarpsútsendingu frá kappakstrinum því þau voru mörg orðin, sem Hollendingurinn lét falla, sem þóttu ekki birtingahæf. Ástralinn Oscar Piastri, ökuþór McLaren, fór með sigur af hólmi í kappakstrinum. Hans fyrsti sigur í Formúlu 1 mótaröðinni og liðsfélagi hans, Lando Norris, hreppti annað sætið á undan Lewis Hamilton, ökuþór Mercedes sem endaði í þriðja sæti. Í viðtali hjá Sky Sports eftir ungverska kappakstursinn var Verstappen spurður að því hvort hann hyggðist biðjast liðsfélaga sína afsökunar á hegðun sinni á meðan á kappakstrinum stóð. „Ég tel okkur ekki þurfa að biðjast afsökunar þegar að svona staða kemur upp. Við þurfum bara að standa okkur betur,“ svaraði Verstappen sem leiðir stigakeppni ökuþóra í Formúlu 1. „Ég skil ekki af hverju sumir telja að þú megir ekki láta heyra í þér í gegnum samskiptakerfi bílsins. Þetta er íþrótt. Ef þetta er ekki að skapi einhverra þá geta þeir hinir sömu haldið sig heima.“ Góðu fréttirnar fyrir Verstappen og liðsfélaga hans í Red Bull Racing eru þær að ekki er langt þangað til að þeir geta kvittað fyrir slæma frammistöðu um nýliðna helgi. Tímabilið í Formúlu 1 heldur áfram um komandi helgi þegar að keppnishelgin á Spa Francorchamps fer fram.
Akstursíþróttir Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Fleiri fréttir Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira