Formúla 1

Norris viður­kennir að það hafi kitlað að láta sigurinn ekki af hendi

Siggeir Ævarsson skrifar
Lando Norris lét sigurinn af hendi til Oscar Pi­astri liðsfélaga síns eftir fyrirmæli frá liðsstjórn
Lando Norris lét sigurinn af hendi til Oscar Pi­astri liðsfélaga síns eftir fyrirmæli frá liðsstjórn Vísir/Getty

Þegar þeir Oscar Pi­astri og Lando Norris komu fyrstur í mark í Ungverjalandskappaksturinn í gær var það í fyrsta sinn í þrjú ár sem ökumenn McLarens enduðu í efstu tveimur sætunum í keppni í Formúlu 1.

Norris komst í forystu þegar 17 hringir voru eftir þegar Pi­astri fór inn í skipulögð dekkjaskipti en Pi­astri hafði leitt nánast alla keppnina. 

Liðsstjórn McLaren skipaði Norris að hleypa Piastri fram úr en það var ekki fyrr en þrír hringir voru eftir að hann lét undan. Hann sagði að hans eigin hagsmunir og sjálfselska hefðu spilað þar inni.

„Það fara allskonar hlutir í gegnum hausinn á þér, því þú verður að vera sjálfselskur í þessu sporti. Þú verður að hugsa um sjálfan þig, það er númer eitt. En ég er líka liðsfélagi svo að hausinn á mér var á fullu.“

Norris er í 2. sæti ökumanna á eftir heimsmeistaranum Max Verstappen, með 189 stig en Verstappen er með 265. Hann er í raun eini ökumaðurinn sem hefur eitthvað náð að ógna Verstappen þetta árið.

„Þegar þú hugsar um þessir sjö eða sex stig sem maður er að gefa frá sér, þá íhugar maður þetta. Þetta var ekki auðvelt.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×